19.2.2008 | 17:27
Er "hælið" ekki að klikka?
Komið þið sæl, á maður ekki bara að drífa í því að blogga smávegis. Ætlaði varla að þora að tjá mig eftir síðasta blogg sem vakti þvílíka athygli. Ég fékk símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt sem voru sammála mér en ekki þorðu að tjá sig opinberlega, einnig alveg ótrúlega mörg comment á síðustu færslu enda "heitt" málefni sem blessunarlega er komin niðurstaða í.
Af mér er annars allt gott að frétta, gengur alveg ágætlega í að ná sáttum við viktina, núna eru farin að verða 11 kg síðan ég innskrifaðist á hælið í nóvember. Ég fór í byrjun feb í Hveragerði til að fara í þessa mánaðarlegu fræðslu og viktun, ég lagði af stað í frekar leiðinlegu veðri og færð, en ég dreif mig því okkur er sagt að það sé mjög mikilvægt að mæta til að missa ekki dampinn. Sennilega finnst þeim sem eiga að vera með þessa fræðslu ekki eins mikilvægt að mæta því þetta var annar laugardagurinn í röð sem þeir sem áttu að vera með fræðsluna mættu ekki, ég varð alveg brjáluð, maður er búin að borga fyrir þessa laugardagstíma. Þegar ég var búin að ausa út skálum reiðinnar yfir hjúkrunarfólkið fór ég heim aftur og settist við tölvuna og skrifaði bréf um að ég vilji fá sl. 2 laugardaga endurgreidda með bensínkostanði og ég fékk það!!!! Ég held að árangurinn hjá mér sé alveg ágætur og það er held ég ekki þessum stuðningi frá Hveragerði að þakka.
Annað sem er í fréttum hjá mér að ég tók á móti alveg gullfallegum dreng sl. fimmtudag (14 feb). Móðirin er hún Hanna systir mín, allt gekk alveg rosalega vel. Þau búa hjá mér, ég er með þau í heimaþjónustu, það er bara notalegt að vera með þau hérna, ég á eftir að sakna þeirra þegar þau fara aftur til London. Það á að skíra hann á sunnudaginn, ég er spennt
Það eru nýjar myndir á barnalandi http://barnaland.is/barn/55496 fyrir þá sem hafa áhuga.
Meira síðar
kv
Hrafnhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2008 | 08:32
Á ekki að standa við gerða samninga
Mikill ágreiningur er um prestsetrið Laufás í Eyjafirði, ég skil ekki þetta mál, Laufás er prestsetur og mér finnst liggja beint við að allir standi við gerða samninga. Það var alveg skýrt að þegar Pétur hætti sem sóknarprestur að þá yrði Þórarinn að fara af jörðinni. Mér finnst þjóðkirkjan hafa þó komið töluvert á móti fjölskyldunni að bjóða þeim að taka jörðina á leigu þó með því skilyrði að taka íbúðarhúsið af jörðinni. Hvað fordæmi gefur þetta, á að selja Borg á Mýrum og flytja þar með prestsetrið í Borgarnes ef ættingjar prests sem þar hefur verið er með búskap eða tekjur af ferðaþjónustu?
Ég hef fylgst töluvert með þessu máli og skil ég ekki þennan málflutning sveitastjórans og Ástu Fönn, þau segja að prestakallið sé það stórt að nýr prestur komi ekki til með að hafa tíma til að sinna svona stóru búi. Hvað veit fólk um prestinn sem kemur til með að vera á Laufási, kannski kemur þangað kvennprestur sem á eiginmann sem hefur brennandi áhuga á búskap, eða karlprestur sem á konu sem er áklíka mikill kvennskörungur og hún Ásta Flosadótti sem býr blómlegu búi í Grýtubakkahreppi.
Komið hefur fram að sveitungar Þórarins hafa safnað undirskriftum til að fá það fram að þau fái að vera lengur á jörðinni. 500 manns skrifuðu undir eða 97% þeirra sem náiðst í!!! Þetta segir mér ekki neitt, hvað eru mörg sóknarbörn í sókninni, hvað eru undirskriftirnar mörg prósent af sóknarbörnum? Var þetta kannski þægindarúrtak á þessum lista? Var kannski ekki farið til þeirra sem ljóst var að ekki voru fylgjandi þessum málflutningi sem sveitastjórnin hefur.
Mér finnst ótrúlegt hvað nafn séra Péturs heitins hefur verið blandað í þessa umræðu, eins og Ásta segir í sínu bréfi "Illa heiðrar kirkjan minningu séra Péturs með því að neyða fjölskyldu hans burt úr Laufási. Það er nöturlegt að hugsa til þess að öll þau fögru orð sem biskup og prestastéttin viðhafði við andlát Péturs skuli nú vera gleymd, og grafin með honum." Þetta mál hefur ekkert með minningu Péturs að gera og skil ég ekki hvað er verið að rugla þessu tvennu saman. Séra Pétur var góður prestu sem sinnti starfi sínu vel þrátt fyrir að vera að berjast við erfiðann sjúkdóm. Mitt álit er að sveitastjórinn og aðrir sem halda fram þessum málfluting séu að sverta minningu Péturs ekki fulltrúar kirkjunnar. Ég er viss um að séra Pétur hefði staðið við gerða samninga.
Hrafnhildur Ólafsdóttir
Gert að flytja húsið frá Laufási | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
1.2.2008 | 01:54
Vill einhver ráða 35 ára gamla ljósmóður til starfa á góðum launum
Jæja ætli það sé ekki komin tími á blogg, en um hvað á ég að skrifa í dag??? Jú kannski um laun, verða þá ekki allir skapvondir, ég fæ þá kannski einhver comment, hef saknað þeirra undanfarið. Núna er ég að setja sjálfan mig í fyrsta sætið og hætta að vera á 50% næturvöktum. Ég veit að ég þarf að gera þetta bara svo að ég geti haldið áfram í þessum breytta lífsstíl. En ó mæ god, ég var að sjá að grunnkaupið mitt lækkar um 30 þús á mánuði fyrir utan allt álag o.s.frv. Hvernig á maður að fara að þessu? Þessi launamál eru bara óþolandi. Ég var í saumaklúbb í kvöld með hjúkkum sem voru með mér í skóla, þær voru að segja mér að þar viðgengst víða að ef vantar mikið á aukavaktir (svo ekki sé talað um á nv og um helgar) þá er boðið að fá borgaðar 2 aukavaktir en vinna eina. Það mætti halda að kvennadeildin sé ekki hluti af LSH, maður er að heyra þetta á svo mörgum öðrum deildum t.d. geð- gjörgæslu- og hjartadeild svo eitthvað sé nefnt, hér er aldrei boðið neitt auka, svo eru við líka svo góðar að við vinnum bara vaktirnar jafnvel undirmannaðar og bölvum í hljóði. Í næstu kjarasamningum verðum við að hækka töluvert, og að það verði greinilegur munur á launum hjúkrunarfr og ljósmæðra, þetta er nú viðbótarnám er það ekki!!!!!
Annars gengur ágætlega í leikfiminni, finnst bara gaman. Hef aðeins dottið í sætindi sl. daga. Er að fara á þorrablót í sveitinni á morgun, ætla þá að fá mér bjór og/eða rauðvín en maður verður að halda áfram að lifa, bara að sleppa ekki hreyfingunni, ég verð bara að dansa mikið á blótinu
kv
Hrafnhildur peningalausa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2008 | 16:23
Skrýtin tík þessi pólitík
Nú ætla ég mér að fara að ræða um pólitík, það hafa allir einhverja skoðun á þessum gjörningi sem átti sér stað í gær. Ég verð að segja fyrir mig þá er ég alveg brjáluð yfir þessu, eru skattpeningarnir sem ég er að borga til Reykjavíkur að fara í þetta rugl, er Vilhjálmur ekki en á biðlaunum sem borgarstjóri, síðan fer Dagur á biðlaun síðan þarf auðvitað að borga nýjum borgarstjóra laun fyrir utan alla nefndarmennina sem eru örugglega líka á biðlaunum. Mér er nokk sama hverjir stjórna borginni bara að þetta fólk mæti í vinnuna sína og reyni að gera eitthvað og hlaupa ekki í fílu ef þeir fá ekki allt sem þeir vilja. Þegar þriðji meirihlutinn er að taka til starfa er hætta á að ekkert gerist á þessu kjörtímabili, nýtt fólk þarf að setja sig inn í nýtt starf, það gerir ekki mikið annað á meðan. Þetta kjörtímabil verður dæmt síðar meir sem kjörtímabil stöðnunar, þar sem ekkert náðist að gera, einnig einkennist þetta af valdagræðgi, bara að ná í stóla og singa félaga sína í bakið.
Nóg um þetta, ég hef verið í einhverri lægð, nennti ekkert út í gær og laumaðist meira að segja í súkkulaði. En í dag fór ég í ræktina, steig meira að segja á vikt, og hún er en að mjakast niður á við, gef ekki upp tölur því að það er mest að marka þegar maður notar sömu viktina, svo nýjustu tölur verða gefnar upp þegar eftir að ég fer í Hveragerði næst.
kv
Hrafnhildur pólitíska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2008 | 05:43
En á niðurleið
Nú er klukkan hálf sex að nóttu til, ég lét nefnilega plata mig á aukavakt, smá peningagræðgi í mér eftir jólin, en ætli það sé ekki bara Geir og félagar hans í ríkisstjórninni sem græða mest á þessu
Ég fór í Hveragerði í gær, planið var að hlusta á uppbyggilega fræðslu og hitta "gengið". Fræðslan var engin, sú sem átti að vera með hana gleymdi okkur, svo að hópurinn hafði þá meiri tíma til að spjalla, borðuðum saman hádegismat og enduðum svo á kaffihúsi og fengum okkur kaffi (já það var bara kaffi, engar kökur!!!!) Ég varð nú satt að segja svolítið fúl yfir að það yrði ekkert af fræðslunni, við erum nú að borga fyrir þetta. Svo vorum við auðvitað vigtaðar, ég var nú orðin svolítið hrædd um að hafa þyngst, vonaði í besta falli að standa í stað. Nei haldið þið að það hafi bara ekki verið 1.2 kg niður jibíííííííííí, ég var ekkert smá ánægð með það. Dreif mig heim og fór í ræktina í fyrsta sinn í rúmlega viku. Fóturinn er betri, held að þetta sé bara allt að koma. Nú er bara að halda áfram!!!!!
Hanna systir er að koma til landsins á morgun (eða er það ekki í dag????). Allavegana er hún að koma á sunnud 13 (maður verður ekkert smá ruglaður á þessum næturvöktum). Ég hlakka ekkert smá til að fá hana og sjá hana með bumbuna.
Nóg í bili
kv
Hrafnhildur 7.4 kg léttari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2008 | 16:35
sýking í fæti
Í dag er akkurat vika síðan ég fór í ræktina síðast, ekki nógu gott. Var að vinna 12 tíma dagvakt síðustu helgi, var svo að útrétta á mánudag, sofa á þriðjud og mið eftir nv. S.l. mánudag var ég vör við einhvern rauðann blett framan á vi sköflungi sem stækkaði eftir því sem leið á vikuna. Á miðvikudag var hann orðin ansi aumur, dreif mig til læknis á fimmtudag og hann stakk á þetta og kreisti út gröft, mig langið til að bíta lækninn því þetta var svo vont. Ég er semsagt með einhverja sýkingu, komin á sýklalyf og þá er maður að drepast í maganum, verið með ógleði í allann dag. Er enn með töluverða verki, held að það sé vegna þess að læknirinn var að hamast á þessu í gær. Brynja vinkona kom í kaffi í dag, ekkert smá skemtilegt að fá hana í heimsókn.
Alvara lífsins á morgun, hveró, fræðsla og viktun. Nú er bara að koma í ljós hvort þessi vika er að koma mér í koll. Læt vita hvernig stefnumótið við Viktoríu gekk.
kv
Hrafnhildur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2008 | 23:51
Lítið að frétta
Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir það gamla. Það er búið að vera að skamma mig fyrir að blogga ekki neitt, ástaæðan er einföld, mér hefur ekki legið neitt á hjarta. Nenni ekki að blogga um ekki neitt.
Hátíðarnar hafa gengið bara alveg ágætlega, var alveg rosalega stabíl um jólin en datt aðeins í konfekt um áramótin. Hef passað mig á að sleppa ekki úr hreyfingu, fór m.a. út að ganga á aðfangadag og í ræktina á gamlársdagsmorgunn. Nú erum við hjónin búin að kaupa okkur árskort í Árbæjarþreki, erum búin að fara einu sinni saman. Sá fyrir mér að við færum saman í ræktna í eins jogginggöllum (thíhíhí) frekar hallærislegt. Nú verður maður að halda áfram, vantar aðeins á reglu í matmálstímana, held að ég þurfi bara að láta símann hringja á mig til að minna mig á að borða á réttum tíma.
Fyrsti fundurinn í Hveragerði eftir útskrift er næsta laugardag, þá er fræðsla og svo vigtun þá kemur að fyrst í ljós hvernig maður hefur staðið sig.
Meira síðar
kv
Hrafnhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2007 | 00:38
Jólakveðja
Mér finnst að jólin séu að koma á alveg ógnarhraða, ætli þau líði ekki líka á sama hraða. Þorláksmessa á morgun og ég ekki búin að kaupa allar jólagjafirnar, á eftir að pakka nánast öllu inn. Var að klára peysu sem ég ætla að gefa í jólagjöf, var að þvo hana, vonandi verður hún orðin þurr svo að ég geti pakkað henni inn. En það er búið að skreyta jólatréð alveg ljómandi fallegt og meira að segja jólapakkar komnir undir það.
Við erum að fara í skötuveislu í sveitina á morgun, það verður gaman þó að ég borði ekki skötu, síðan verður maður að drífa sig í bæinn aftur til að klára jólagjafainnkaupin og að kaupa restina í matinn. Ég er aðeins að vandræðast með eftirmatinn á aðfangadagskvöld, ég hef undanfarin ár búið til tobleronís sem er nánast bara rjómi og egg, ég er að hugsa um að gera hann ekki í ár en veit ekki hvað ég á að hafa í staðin, einhverjar tillögur?
Ég er búin að vera nokkuð dugleg að fara í ræktina, fór að vísu ekki í dag þar sem ég var á "næturvakt dauðans" í nótt, ég var alveg búin á því bæði á líkama og sál þega ég kom heim, hef ekki farið úr náttfötunum í dag.
Ég vil að lokum þakka öll commentin sem ég hef fengið, þetta hefur verið mér dýrmætt, haldið endilega áfram að hvetja mig áfram, ég þarf á því að halda.
Jólakveðja
Hrafnhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.12.2007 | 22:42
Vinna, vinna og vinna
Jæja nú er maður byrjaður að vinna, bara gaman að vera komin aftur, en ég var ekki búin að vera lengi á deildinni þegar ég var spurð hvort ég gæti ekki tekið bakvakt þarna og /eða unnið lengur hinn daginn, feels like home Maður er ekki lengi að detta í grírinn þarna á fæðingardeildinni, gaman að hitta samstarfsfólkið aftur.
Í dag komst ég ekkert í ræktina sem er í fyrsta skiptið, eftir vinnu þurfti ég að fara í búð, baka fyrir afmælið hans Eðvarðs, elda matinn og skrifa jólakortin, ég ætla að fara fyrir hádegi á morgun, alveg ákveðin.
Ég er alveg hundleið á þessu veðri, rok og rigning er ekki mitt uppáhald, ég vil fara að fá jólasnjóinn, þá er allt miklu bjartara og hreinna.
jæja ætla að fara að sofa
kv
Hrafnhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2007 | 23:44
Byrjuð í ræktinni
Jæja nú er hversdagleikinn að byrja aftur, fyrsta vaktin á morgun, það verður gott að komast aftur í vinnu. Ég fór í Árbæjarþrek í morgun, keypti mér mánaðarkort, ætla að bíða með að kaupa árskort athuga hvort að það verði ekki tilboð af þeim í janúar. Ég fór og hjólaði, í tæki og á bretti, mér líst bara vel á þetta.
Það var afmælisveisla í dag, Eðvarð bauð öllum strákunum í bekknum, það var alveg gífulegur hávaði í 2 klst, við vorum alveg búin eftir þetta, það var hámað í sig pitsur og svo Simson-kaka sem ég bakaði og hún tókst nú bara vel þó að ég segi sjálf frá. Ég er orðin svolítið stressuð að ég nái ekki að kaupa allar jólagjafir fyrir jólin, ég er að fara í þvílíka vinnutörn og svo verður afmælisveisla fyrir ættingja á laugardaginn, ég er ekki einusinni búin að leggja lokahönd á jólakortin
jæja best að fara að halla sér
kv
Hrafnhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)