Á ekki að standa við gerða samninga

Mikill ágreiningur er um prestsetrið Laufás í Eyjafirði, ég skil ekki þetta mál, Laufás er prestsetur og mér finnst liggja beint við að allir standi við gerða samninga.  Það var alveg skýrt að þegar Pétur hætti sem sóknarprestur að þá yrði Þórarinn að fara af jörðinni.  Mér finnst þjóðkirkjan hafa þó komið töluvert á móti fjölskyldunni að bjóða þeim að taka jörðina á leigu þó með því skilyrði að taka íbúðarhúsið af jörðinni.  Hvað fordæmi gefur þetta, á að selja Borg á Mýrum og flytja þar með prestsetrið í Borgarnes ef ættingjar prests sem þar hefur verið er með búskap eða tekjur af ferðaþjónustu?  

Ég hef fylgst töluvert með þessu máli og skil ég ekki þennan málflutning sveitastjórans og Ástu Fönn, þau segja að prestakallið sé það stórt að nýr prestur komi ekki til með að hafa tíma til að sinna svona stóru búi.  Hvað veit fólk um prestinn sem kemur til með að vera á Laufási, kannski kemur þangað kvennprestur sem á eiginmann sem hefur brennandi áhuga á búskap, eða karlprestur sem á konu sem er áklíka mikill kvennskörungur og hún Ásta Flosadótti sem býr blómlegu búi í Grýtubakkahreppi.

Komið hefur fram að sveitungar Þórarins hafa safnað undirskriftum til að fá það fram að þau fái að vera lengur á jörðinni.  500 manns skrifuðu undir eða 97% þeirra sem náiðst í!!!  Þetta segir mér ekki neitt, hvað eru mörg sóknarbörn í sókninni, hvað eru undirskriftirnar mörg prósent af sóknarbörnum?  Var þetta kannski þægindarúrtak á þessum lista?  Var kannski ekki farið til þeirra sem ljóst var að ekki voru fylgjandi þessum málflutningi sem sveitastjórnin hefur.

Mér finnst ótrúlegt hvað nafn séra Péturs heitins hefur verið blandað í þessa umræðu, eins og Ásta segir í sínu bréfi   "Illa heiðrar kirkjan minningu séra Péturs með því að neyða fjölskyldu hans burt úr Laufási. Það er nöturlegt að hugsa til þess að öll þau fögru orð sem biskup og prestastéttin viðhafði við andlát Péturs skuli nú vera gleymd, og grafin með honum."   Þetta mál hefur ekkert með minningu Péturs að gera og skil ég ekki hvað er verið að rugla þessu tvennu saman.  Séra Pétur var góður prestu sem sinnti starfi sínu vel þrátt fyrir að vera að berjast við erfiðann sjúkdóm.  Mitt álit er að sveitastjórinn og aðrir sem halda fram þessum málfluting séu að sverta minningu Péturs ekki fulltrúar kirkjunnar.  Ég er viss um að séra Pétur hefði staðið við gerða samninga.

Hrafnhildur Ólafsdóttir


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl Hrafnhildur,

Ég er líka viss um að séra Pétur hefði staðið við gerða samninga, hann var maður orða sinna, annað en ákveðnir fulltrúar kirkjunnar....  Gallinn er bara sá að umræddur samningur Þórarins um íbúðarhúsið rann út í fyrra og hefur ekki verið endurnýjaður, þannig að það er ekki um nein samningsrof að ræða.

Hitt sem ég vildi gera athugasemdir við hjá þér var þetta með 97% íbúanna sem náðist í.  Þegar farið var með undirskriftalistana um sóknirnar þá var fólk farið suður í skóla, í útlöndum og fjarverandi.  Það þýðir ekki að þessir einstaklingar hafi ekki verið tilbúnir að skrifa undir, þeir voru bara ekki á svæðinu.  Margir þeirra eru mjög ósáttir við að hafa ekki nöfn sín á umræddum lista.  En ég get fullvissað þig um að ÖLLUM þeim sóknarbörnum sem voru á svæðinu var sýndur listinn, það var farið í hvert einasta hús og fyrirtæki, bændur voru heimsóttir og það var haft heilmikið fyrir því að ná í alla.  Hversu mörg % voru ekki stödd í sókninni kemur þessu máli sáralítið við og er því algjör óþarfi að bera það upp á okkur að við höfum valið eitthvað "hentiúrtak".  Eitthvað rúmlega 90% sóknarbarna skrifuðu á listann, en það er bara ekki sanngjarnt að nota þá tölu, því langflestir þeirra sem ekki voru á svæðinu hefðu skrifað undir.

Hvað  varðar næsta prest í Laufási og búskaparhugmyndir hans, þá er það alveg rétt hjá þér að mögulega, kannski, eftilvill gæti sú staða komið upp sem þú nefnir.  En það er í hæsta máta ósennilegt, enda eru prestar menntaðir til að vera prestar og eiga að gegna því hlutverki.  Í þessu tilfelli gildir að við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum.  Við viljum einfaldlega að fjölskylda sr. Péturs fái að halda áfram með það góða starf sem þau hafa unnið í Laufási, ef nýr prestur getur ekki búið í sátt og samlyndi við þetta góða fólk á jörðinni, tja... þá er það prestur sem við viljum ekki!  Hreinlegast er fyrir kirkjuna að leigja jörðina og leyfa Tóta að hafa íbúðarhúsið sitt þar sem það er út leigutímann (það er ekki fyrir neinum) og við fáum svo að velja prest eftir því hvernig prestur hann er, en ekki eftir því hvernig bóndi hann er.

síðasti parturinn, hvað varðar að við hér í héraði séum að sverta minningu Pétur frekar en þjóðkirkjan, er bara ekki svara verður, þú veist einfaldlega ekki nóg um málið til að fullyrða svona nokkuð og því ráðlegast að sleppa því.

kveðja

Ásta F.

Ásta F. Flosadóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:08

2 identicon

Takk fyrir svarið Ásta

Mér finnst þessi umræða einkennast af mikill tilfinningu, kannski eðlilega þetta er heimafólk sem öllum þykir vænt um, ekki hef ég neitt á móti þessu sómafólki.  En við megum ekki láta tilfinningar okkar fara með okkur, reglurnar eru svona.  Þó að samningurinn hafi runnið út í fyrra og ekki enurnýjaður þá tel ég það ekki breyta neinu, bendi ég á bloggfræslu sem er m.a. farið yfir lagabókstafinn http://stefani.blog.is/blog/stefani/entry/437621/#comments 

Varðandi undirskrifarlistann þá er ekki hægt að túlka svona út frá hvað margir hefðu skrifað undir, hvernig væri það ef t.d. allir slíkir listar væru túlkaðir þannig.  Við getum bara sagt hvað margir voru á listanum ekki hvað margir hefðu skrifað undir.

kv Hrafnhildur

Hrafnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:36

3 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér Hrafnhildur, Kv. María

María G. Þórisdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Sjálfur þekkti ég Pétur persónulega í hartnær 40 ár og veit hvað hann stóð fyrir í lífinu. Það er ekkert verið að blanda honum í þetta mál, hann og fjölskylda hans eru þetta mál annars vegar og kirkjan hins vegar.  Það er merkilegt að verða vitni að því sí og æ að stofnunin kirkjan verður sífellt veraldlegri í hugsun sinni og stjórnsýslu allri og kærleikurinn sem allt á nú að byggjast á verður æ fjarlægari. Svei mér þá ef ekki bregður fyrir sífellt meiri hrærigraut af gömlum kreddum úr Gamlatestamentinu og peningahyggju samtímans. Hvað veist þú Hrafnhildur um tilurð þessa samnings og hvað veldur því að þú gerir lítið úr sveitungum Séra Péturs og hæðist að þeim? Átt þú einhverra persónulegra hagsmuna að gæta í þessu máli? Fyrirgefðu að ég spyr.

Bergur Thorberg, 9.2.2008 kl. 17:28

Bergur Thorberg, 9.2.2008 kl. 17:32

5 identicon

Sæll Bergur

Takk fyrir þitt innlegg, ég á enga persónulegra hagsmuna að gæta á Laufási en ég þekki til og fólk sem er mér mjög tengt býr þarna í sókninni.  Ég veit að þau eru mjög ósátt við þessa framgöngu sveitunga sinna og eru þau ekki þau einu sem eru það.  Ég veit ýmislegt um þetta mál sem ég ætla ekki að ræða hér.  Ég tel mig ekki vera að hæðast að fólkinu í Grýtubakkahreppi, get bara ekki séð hvað það ætti að vera.  En ég dreg stórlega í efa t.d. þennan undirskriftarlista sem var gengið með um sveitina af m.a. sveitarstjórnarmönnum.  Undir hvað var fólk að skrifa, hver var "hausinn" á listanum?  Það talar engin um það að þarna hefur ekki setið prestur í ár og enginn er á leiðinni þar sem ekki er hægt að auglýsa vegna deilna um staðinn.

Kv

Hrafnhildur

Hrafnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:00

6 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Hrafnhildur! Það vita allir að þú hefur hagsmuna að gæta!! Og þú heldur náttúrulega að við sem búum í Grýtubakkahreppi séum hálfvitar og við skrifum bara undir eitthvað sem einhver kemur með til undirskriftar?? Og ég persónulega hef ekki hitt einn einasta mann sem er ósáttur við "framgöngu" sveitunga sinna!!!

Þorsteinn Þormóðsson, 11.2.2008 kl. 17:49

7 identicon

Sæll Þorsteinn

Um hvað ertu að tala þegar þú segir að ég hafi augljóslega hagsmuna að gæta?  Ég fullyrði að ég hef ekki neinna hagsmuna að gæta.  Mér finnst það sem ég hef lagt til máls vera staðreyndir og ég hef ekki verið með neinar persónulegar árásir á neinn.  Eftir að ég skrifaði um þetta mál á blogginu hafa hringt til mín sóknarbörn úr sveitinni, sem N.B. ég þekki ekki neitt, sem eru á þeirri skoðun að Þórarinn eigi að flytja húsið sitt af jörðinni en þeir þora ekki að tjá sig opinberlega vegna þess að það yrði túlkað sem persónuleg árás á Þórarinn og hans fjölskyldu.  Ég vil bara ítreka að sóknarbörnin eru rúmlega 1000 (skv hagstofu) en undirskriftir voru rúmlega 500 sem eru ekki 97%.

kv  Hrafnhildur

Hrafnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:03

8 identicon

Jæja vinan,

þú skalt nú ekki tala svona digurbarkalega um að fara rétt með staðreyndir þegar þér virðist vera fyrirmunað að gera það sjálf.....  í fyrsta lagi þá eru sóknarbörnin í sóknum Laufásprestakalls ekki rúmlega 1000 (vildi óska að svo væri reyndar, það myndi laga útsvar hreppanna....).  Heildaríbúatala sóknanna er reyndar 1061, en þaraf eru sumir ekki í þjóðkirkjunni.  Svo er það reyndar þannig (eins og ljósmóðir ætti að vita) að sem betur fer er hluti íbúanna börn.  Ekki var þeim boðið að skrifa á listann, þar rituðu nöfn sín 18 ára og eldri.  Því til viðbótar eru 118 íbúar 68 ára og eldri og sumir staðsettir á elli- og hjúkrunarheimilum við misjafna heilsu, ekki voru þeir heilsubiluðu spurðir heldur.  Ekki má heldur gleyma útlendingunum sem margir hverjir eru í öðrum trúfélögum og eru sumir varla talandi á íslensku, ekki voru þeir spurðir.  Þannig að óhjákvæmilega þarf að telja þá sem eru í þjóðkirkjunni til þess að fá einhverja sanngjarna tölu.  Svo það sé endanlega á hreinu þá eru 611 íbúar á aldrinum 18-68 ára og í þjóðkirkjunni.  Á þessum aldri eru alls 658 íbúar.  

Nú veit ég ekki nákvæmlega hversu margar undirskriftir urðu á endanum á listanum, en þú getur hringt í biskupinn ef þig langar mikið að vita það (af því þú átt "engra hagsmuna að gæta"), en þær voru eitthvað rúmlega 500, sem gæti þýtt að um 550 manns náðist til og voru spurðir, það gera ca. 97% af þeim sem skrifuðu undir og það myndi þýða að um 85% þeirra sem eru 18-68 ára voru spurðir (hlutfallið verður reyndar enn hærra ef bara eru teknir þeir sem eru í þjóðkirkjunni).

En auðvitað eru ekki allir á sömu skoðun, það væri barnaskapur að halda því fram þar sem heil 3% vildu ekki skrifa á listann.  Enda er vandfundinn sú mannskepna sem allir gætu dýrkað og að sjálfsögðu á Laufásfólkið sína öfundamenn eins og aðrir.  Til eru einstaklingar í sókninni sem misstu spón úr aski sínum þegar Pétur tók við Laufási og eðlilegt að þeir vilji Þórarinn sem lengst í burtu svo þeir geti tekið upp gamla siði.  Svo er náttúrulega fólkið sem öfundast útí allt og alla endalaust og getur ekki unnt öðrum að njóta ávaxta vinnu sinnar.  Ég hélt nú satt að segja að þú værir í hvorugum hópnum, og vona að hann Axel frændi minn sé það ekki heldur.

En í guðsbænum ekki láta mig þurfa að leiðrétta fleiri rangfærslur hjá þér, þrátt fyrir að hafa ágætis þolinmæði í stærðfræðikennslu þá má öllu ofbjóða....  Svo verð ég nú að taka undir orð Þorsteins hér að framan með það að við skrifum nú ekki undir hvað sem er, erum bæði þokkalega læs og kunnum (flest) ágætlega að reikna.

Vona svo að þið farið að flytja hingað norður, þið sjáið að lífið hér er mun áhugaverðara en þarna í flóttamannabúðunum á suðvesturhorninu (og launin ekki svo mikið lægri....)´

Bið svo kærlega að heilsa þeim skólabræðrum mínum og góðkunningjum Axeli og Bolla Pétri.

kveðja
Ásta F.

Ásta F. Flosadóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 23:46

9 identicon

Jæja Ásta, þvílíkur reiðipistill, ég veit bara ekki hvar ég á að byrja.  Mig líkar það ekki þegar verið er að gefa það í skyn að það sé verið "að tala í gegnum mig", þú og Þorsteinn eru að segja það að ég hafi einhverra hagsmuna að gæta.  Þeir sem þekkja mig vita að ég vinn og skrifa ekki þannig, þetta eru allt mínar skoðanir og mínar vangaveltur.  Ég vil biðja ykkur að tala hreint út og segja hvað þið meinið með því að segja að ég hafi einhverra hagsmuna að gæta.

Varðandi þennan umtalaða undirskriftarlista þá samþykki ég alveg þau rök hjá þér að það séu ekki allir íbúar í þjóðkirkjunni og aðvitað skrifa ekki börn á listann en mitt álit er að við verðum að túlka svona lista útfrá þeim sóknarbörnum sem eru í þjóðkirkjunni (18 ára og eldri) jafnvel þó að fólk sé ekki á staðnum eða á hjúkrunarheimilum, það gefur rétta mynd af samfélaginu.  Ég tel mig alveg kunna stærðfræði, ef ég kynni það ekki væri ég ekki búin að ljúka háskólanámi.  Ég vil leiðrétta þann misskilning hjá ykkur að ég haldi að þið séuð "einhverjir hálfvitar" eins og Þorsteinn orðaði sjálfur, það er alls ekki það sem ég held, enda þekki ég marga þarna fyrir norðan, allt gott fólk.  Mér finnst leiðinlegt að svara persónulegur árásum og dylgjum, minn málflutningur hefur ekki verið þannig, en ég verð að svara fyrir mig.  Mér finnst ég hafa komið fram með ákveðið sjónarmið og spurningar, sumum hef ég fengið svar við og öðrum ekki.  Stundum hef ég það á tilfinningunni að ykkur finnist mér ekki koma þetta við af því að ég bý ekki fyrir noðan, ég hef alveg rétt á því að hafa skoðun á þessu máli, mér þykir vænt um staðinn.

Að lokum Ásta vil ég bara segja það að maður verður að búa þar sem atvinnan er, en það er alltaf gott að koma norður í heimsókn.  Ég vil bara ítreka það að þetta eru mínar persónulegar vangaveltur, það er enginn að tala í gegnum mig ef það er það sem þið eruð að gefa í skyn.

kv  Hrafnhildur Ólafsdóttir

Hrafnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 01:21

10 Smámynd: halkatla

þessi Ásta þarf aðeins að tjekka sig af áður en hún tjáir sig, manni verður ekki beint vel til þessa öfgafulla þrýstihóps sem lætur útúr sér svona bull og kjaftæði einsog ég hef séð um þetta mál frá stuðningsmönnum þessarar frekjufjölskyldu sem þykist gjöf guðanna til Íslands, þvílíkt og annað eins. Þetta kemur óorði á alla sem búa í sókninni þegar þeir eru dregnir inní þetta, sumir vilja kannski bara vera næs og að kirkjan sé ekki með yfirgang við fólk en ég hef þá trú að þeir einstaklingar sjái að sér þegar stuðningsmenn frekjunnar eru orðnir svona yfirgengilegir, einsog t.d frú Ásta (og fleiri og fleiri)

mér er skítsama hvernig þetta mál fer en mig langar til þess að láta ykkur vita hvernig þetta kemur fyrir sjónir hjá hlutlausum (ég er í ásatrúarfélaginu og bý langt í burtu frá þessu, hjúkk, þannig að ég hef engra hagsmuna að gæta og þekki engann í þessari guðsvoluðu sókn) 

halkatla, 12.2.2008 kl. 10:07

11 identicon

Mikil guðsblessun eru bloggheimar með sitt málfrelsi.

Hver er þessi reyða kona Ásta, sýnist hún vera að sigla í málefnalegt þrot... hi hi en þetta er æsi spennandi.  En gott að hún kann stærðfræði, allaveganna getur hún leyst stærðfræði gátuna með ruslpóst vörnina.. ha ha ha ha.

hanna (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 10:35

12 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Anna Karen: það er ótrúlegt að lesa þín skrif um þetta og bendir ýmislegt til þess að þú hafir ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um!! Og að kalla fjölskylduna frekjufjölskyldu er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur!! Og ef að þér er skítsama um málið þá áttu náttúrulega ekki að vera að tjá þig um það!! Ég gæti jafnvel þá sagt að þeir sem eru ásatrúar hljóti að vera stórskemmdar athyglissjúkar manneskjur! eða hvað??

Þetta mál er farið að minna mig mjög mikið á "ísbjarnarmálið" í Fljótum í Skagafirði hér um árið! Ísbjörninn var drepinn en fljótlega fóru að koma fram skrif um að það hefði ekki átt að farga "greyinu" og að þvílíkir villimenn þetta væru að fara svona með hann!! En það var einmitt fólkið sem hafði ekki hundsvit á því hvað það var að skrifa um!! Ísbjörninn nefnilega bankaði ekki uppá heima hjá því!!

Hanna: Það er allavega alveg ljóst að Ásta er betri í stærðfræði en þú í stafsetningu! Og svo ertu mjög málefnaleg!! hehe!!

Þorsteinn Þormóðsson, 12.2.2008 kl. 12:29

13 identicon

Hæ, hæ :) alltaf jafn skemmtilegt að lesa hressileg blogg. Greinilegt að þetta er mjög svo viðkvæmt málefni. Finnst þetta mál farið að lykta af múgæsingu. (eins gott að passa stafsetningu og stærðfræði hér í skrifum sínum)

 kv. Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:32

14 identicon

Sælt veri fólkið

Kæru bloggarar.  Mig langar til þess að biðja fólk um að gæta orða sinna og gæta þess einnig að fara ekki í persónulegt skítkast hvert við annað.  Svoleiðis og slíkt hjálpar engum og það allra síst þeim í Laufási.

Ásta, kæra frænka

Ég vil fá að svar við þessari athugasemd sem þú ert að leggja fram hérna í þinum pistli hér að ofan.  Ertu að gefa það í skyn að ég hafi misst einhvern spón úr aski mínum þegar Séra Pétur kom í Laufás?

Ef svo er þá vil ég vita hvaða spónn það var.

Þorsteinn:

Af því þú minnist á hagsmuni í þessum málum þá er best að ég opinberi mína hagsmuni. Það vill nú þannig til að ég er borin og barnfæddur Látraströndungur, afkomandi einu sóknarbarna Laufásprestakalls á Látraströnd eins og staðan er í dag.  Þannig að hagsmunir mínir eru þeir að ég vil ekki fyrir neina muni láta þetta mál valda sundrungu meðal sveitunga minna.

Ég veit til þess að sumt fólk er ekki alskostar ánægt með þennan farveg sem málið er komið í.  Þó svo að þú hafir ekki fyrirhitt neinn sem er ósáttur við framgögu sumra sveitunga í þessu máli að þá hef ég fyrirhitt þá sem eru á allt annari skoðun.

Að lokum vil ég hvetja alla sem hlut eiga að máli að róa sig niður og gæta orða sinna þar sem fjölmiðlar eru farnir að fylgjast með þessu.  Við Höfðhverfingar eru þroskaðri en það að fara leysa þetta mál í fjölmiðlum, verum umfram allt málefnaleg og virðum skoðanir annarra.  Þó svo að fólk sé á annarri skoðun þýðir það ekki að það hafi eitthvað á móti hlutaðeigandi aðilum, þ.e.a.s. kirkjunni og fólkinu í Laufási.

Með von um að farsællega leysist úr þessu máli

Axel Eyfjörð

Látraströndungur

Axel Eyfjörð (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 17:06

15 identicon

Prestssetrið Laufás í Eyjafirði.

Greinarhöfundur býr nú ásamt eiginkonu sinni í Garðabæ. Greinarhöfundur er fæddur og uppalinn 1 km frá Laufáskirkju og man því sögu margra Laufáspresta, embættisskipti þeirra og búflutninga frá Laufási síðustu 52 árin:
Fyrsti endurminningadagur í lífi greinahöfundar sem þá var þriggja ára var þegar greinarhöfundur var staddur á miðju Laufástúninu í Laufási. Það var kveðjustund.
Faðir greinarhöfundar var þar staddur með með séra Þorvarði til að ganga frá lausum endunum varðandi bújörðina Laufás þar sem séra Þorvarður vegna heilsubrests var að láta af störfum í Laufási og flytja búferlum með fjölskyldu sína til Reykjavíkur.
Greinahöfundur upplifði síðar svipaðar þrungnar tilfinninga og kveðjustundir þegar séra Birgir Snæbjörnsson, séra Jón Bjarmann og fjölskylda, séra Bolli Gústafsson og fjölskylda brugðu búi og fluttu búferlum vegna mismunandi ástæðna frá prestsetrinu í Laufási.
Séra Jón Bjarmann, séra Bolli Gústafsson og séra Pétur Þórarinnsson voru allir afleysingakennarar greinahöfundar á uppvaxrarárum hans við grunnskólann á Grenivík.
Ekki þarf að fjölyrða um það hér í grein þessari að með öllum ofantöldum prestum í Laufási og greinahöfundi mynduðust mikil og persónuleg tengsl í gegnum tíðina.
Í Laufássókn á framangreindu 52 ára tímabili sátu í sóknarnefnd Laufássóknar þar til kjörnir fulltrúar sem flestir voru bændur.
Ekki þarf að fjölyrða um það í grein þessari að sóknarnefndarfulltrúar þessir lentu oft á tíðum í kröppum dansi við úrlausn mála þegar upp komu ágreiningsmál varðandi störf sitjandi presta í Laufási og eða þegar sitjandi sóknarprestar ákváðu sjálfir að láta af störfum sem sóknarprestar í Laufási. Að auki þurftu sóknarnefndarfulltrúar þessir að hafa fullt samráð við sóknarnefndarfulltrúa Grenivíkur og Svalbarðssóknar þar sem sitjandi sóknarprestur í Laufási hafði þessi 3 prestaköll til að sinna í störfum sínum.
Að sjálfsögðu hafa myndast í gegnum tíðina mikil og persónuleg tengsl með öllum ofannefndum prestum í Laufási og öllum sóknarnefndarfulltrúum Laufás, Grenivíkur og Svalbarðssóknar.
Eins og gengur í mannana samfélagi koma oft upp ágreiningsmál. Það sama á að sjálfsðgðu við um sóknarpresta við Laufás, Grenivíkur og Svalbarðssókn. Oft á tíðum og eðli mála samkvæmt tengdust sitjandi sóknarprestar oft skólanefnd Grenivíkurskóla.
Í öllu framannefndu söguferli og án undartekninga leystu sitjandi forráðamenn, formenn og sóknarnefndarmenn allra ofannefndra sókna öll ágreiningsmál sem upp komu með viðeigandi og einum hætti. Þar að segja að tryggja starfandi sóknarpest í sóknum Laufás, Grenivíkur og Svalbarðssóknar.
Aldrei í sögunni hafa forráðamenn og sóknarnefndarfulltrúar Laufás, Grenivíkur og Svalbarðssóknar fjallað sérstaklega um fjölskylduaðstæður fráfarandi prestsfjölskyldu. Án undantekninga framkvæmdu sitjandi forráðamenn, formenn og sóknarnefndarmenn prestaskipti í Laufási á einn eftirfarandi veg. Sóknarprestur og fjölskylda hans fer og nýr sóknarprestur og fjölskylda hans kemur.
Greinarhöfundur þekkir alla sóknarnefndarfulltrúa sem setið hafa í Laufássókn sl. 52 ár. Flestir voru þeir og eða eru bændur. Allir eiga þeir eitt sameiginlegt ! Þeir fylgdu sinni bestu sannfæringu í störfum sínum í allri úrlausn mála í Laufássókn. Þeir létu tilfiningasemi og persónuleg tengsl sín við sitjandi sóknarpresta og fjölskyldur þeirra aldrei bera sig ofurliði við og í ákvarðanatökunni við að tryggja starfandi sóknarprest í Laufási. Þetta voru hetjur sem þorðu að stjórna og taka farsælar ákvarðanir til lengri tíma litið án þess að missa dómgreind undir samfélagspressu og í tímabundinni skammtíma tilfinningasemi.
Nú er séra Pétur Þórarinnsson allur. Greinarhöfundur vill nota þetta tækifæri til að þakka honum og þeim prestum sem setið hafa í Laufási sl. 52 ár fyrir kennslu þeirra, hjálp og uppbyggingastörf í gegn um tíðina fyrir greinahöfund fjölskyldur hans og vini.
Nú þegar þarf nýjan sóknarprest á jörðina Laufás.
Það eru yfirgnæfandi líkur á því í nútíma samfélagi að fjölskylduaðili með maka og börn sé sá sóknarprestur sem næst verður kjörin til búsetu á jörðina Laufás og til að þjóna þaðan sóknunum 5 samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Ekkert getur breytt því nema eftirfarandi:
Fjölmiðlasagan að undanförnu segir núverandi embættisstjórnunarhætti við jörðina Laufás of lina. Seinagangur er einungis til að valda úlfúð og tefja komandi nýjan prest til ábúðar á jörðina Laufási. Töfum þarf tafarlaust að linna ! Komið er að framkvæmd.
Sveitastjórn Grýtubakkakrepps eða hluti hennar er hugarfarslega ekki langt frá tilfinningasemi, ranghugmyndum og dómgreindarskorti í fjölmiðlaumfjöllun sinni að undanförnu í núverandi málefnastöðu prestssetursjarðarinnar Laufás. Að sjálfsögðu er það ómeðvitaður hluti sorgarferils nefndra sem ekki má blinda eða binda viðeigandi Kirkjunar embættismenn til tafarlausra framkvæmda.
Freygarður E Jóhannsson

Freygarður e Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:03

16 identicon

Takk fyrir þitt innlegg í umræðuna Freygarður.

kv Hrafnhildur

Hrafnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband