Er "hælið" ekki að klikka?

Komið þið sæl, á maður ekki bara að drífa í því að blogga smávegis.  Ætlaði varla að þora að tjá mig eftir síðasta blogg sem vakti þvílíka athygli.  Ég fékk símtöl frá fólki sem ég þekki ekki neitt sem voru sammála mér en ekki þorðu að tjá sig opinberlega, einnig alveg ótrúlega mörg comment á síðustu færslu enda "heitt" málefni sem blessunarlega er komin niðurstaða í.

Af mér er annars allt gott að frétta, gengur alveg ágætlega í að ná sáttum við viktina, núna eru farin að verða 11 kg síðan ég innskrifaðist á hælið í nóvember.  Ég fór í byrjun feb í Hveragerði til að fara í þessa mánaðarlegu fræðslu og viktun, ég lagði af stað í frekar leiðinlegu veðri og færð, en ég dreif mig því okkur er sagt að það sé mjög mikilvægt að mæta til að missa ekki dampinn.  Sennilega finnst þeim sem eiga að vera með þessa fræðslu ekki eins mikilvægt að mæta því þetta var annar laugardagurinn í röð sem þeir sem áttu að vera með fræðsluna mættu ekki, ég varð alveg brjáluð, maður er búin að borga fyrir þessa laugardagstíma.  Þegar ég var búin að ausa út skálum reiðinnar yfir hjúkrunarfólkið fór ég heim aftur og settist við tölvuna og skrifaði bréf um að ég vilji fá sl. 2 laugardaga endurgreidda með bensínkostanði og ég fékk það!!!!  Ég held að árangurinn hjá mér sé alveg ágætur og það er held ég ekki þessum stuðningi frá Hveragerði að þakka.

Annað sem er í fréttum hjá mér að ég tók á móti alveg gullfallegum dreng sl. fimmtudag (14 feb).  Móðirin er hún Hanna systir mín, allt gekk alveg rosalega vel.  Þau búa hjá mér, ég er með þau í heimaþjónustu, það er bara notalegt að vera með þau hérna, ég á eftir að sakna þeirra þegar þau fara aftur til London.  Það á að skíra hann á sunnudaginn, ég er spenntWink

Það eru nýjar myndir á barnalandi http://barnaland.is/barn/55496 fyrir þá sem hafa áhuga.

Meira síðar

kv

Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hefði ég orðið brjáluð!!!!! vera búin að drusla mér austur fyrir ekki neitt. Gott hjá þér að sýna óánægju og kvarta. Alltof margir kvarta bara heima og það skilar afskaplega litlu

kv GG

Guðbjörg G (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:01

2 identicon

Já ansi er þetta lélegt, hvað er eiginlega í gangi hjá þeim, lágmark að láta vita að fræðslan falli niður.  Vonandi voru þetta ekki merkilegir fundir sem þú misstir af.  En það þarf líklega meira en þetta til að stöðva þig núna.

Ég varð bara hrædd þegar ég las síðustu færslu hjá þér og viðbrögðin, greinilega hitamál, ákvað að blanda mér ekkert í það.

Sjáumst vonandi fljótlega

kv.Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 21:46

3 identicon

Voðaleg bloggleti er þetta.

Kveðja

Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband