11.12.2007 | 12:57
Heimferðadagur
Komið þið sæl og blessuð
Síðasti dagurinn í fyrsta hluta af þessu ársprógrammi er runninn upp, ég hitti lækninn í dag sem sagði að ég væri bara búin að vera dugleg en núna er bara að halda áfram. Ég var vigtuð og það eru farin 6.2 kg samtals og er ég stollt af því. Ég verð að halda áfram, ég tími ekki að missa niður þolið sem ég er búin að fá hérna inni. Svo kemur maður heim í "jólastressið" annars ætla ég ekki að gera eins mikið fyrir þessi jól eins og ég hef gert áður. Fyrsta mál á dagskrá er að halda upp á afmælið hans Eðvarðs, hann er að verða 7 ára 20. des, strákaafmælið verður á morgun og svo fyrir fjölskylduna um helgina. Helgin verður mjög þétt hjá mér, afmæli, jólatónleikar hjá Karlakórnum og svo að vinna síðan verð ég að koma einhverri hreyfingu inn í planið líka. Eftir helgi verður sennilega meiri tími til að sprikla.
Ég vil þakka ykkur fyrir að styðja mig, þið hafið verið dugleg að senda mér kveðju, haldið því áfram, ég ælta að halda áfram að blogga því prógrammið heldur áfram.
kv
Hrafnhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2007 | 10:47
Hvernig á að höndla hátíðar?
Komið þið sæl og blessuð
Ég fór á fyrirlestur á laugardaginn hérna á "hælinu" um hvernig eigi að höndla hátíðar. Mikið var rætt um hömluleysið sem grípur fólk á jólahátíðinni. Hátíðin er núna ekki bara bænadagana heldur allann desember með jólahlaðborðum og allskonar veislum. Einnig var rætt um hversu mikið væri einblínt á mat, í raun er þetta að breytast úr "hátið ljós og friðar" í "hátið áts og kviðar" Við eigum að reyna að einblína á eitthvað annað, t.d. að líta á þetta sem samveru fjölskyldu nota hann í að spila, ganga eða eitthvað annað sem ekki tengist mat og drykk. Gott ráð fyrir þá sem eru alltaf að stinga upp í sig meðan maður er að elda (ég er ein af þeim) vera með tyggjó. Þetta gerði ég um helgina, ég var að baka, ég er með þennan leiðinlega ósið að "smakka aðeins á deiginu" eins og flestir gerðu þegar við vorum börn, ég er bara ekki vaxin upp úr því ennþá, ég var með tyggjó og það fór bara ekkert deig upp í mig
Tónleikarnir hjá drengjakórnum voru alveg yndislegir, alveg ótrúlegt hvað þeir komast hátt upp, maður fékk nú pínu kökk í hálsinn. Svo voru tónleikar hjá Eðvarði á laugardaginn í tónlistaskólanum, þar spilaði hann ásamt öðrum á blokkfautu og söng líka með hópnum.
Nú er allt að klárast hérna á "hælinu", útskrifarviðtöl á morgun, svo er bara að mæta í vinnuna á fimmtudaginn. Ég hlakka bara til að komast heim, mér finnst ég alveg tilbúin að koma heim og takast á við þetta þar.
kv
Hrafnhildur á hæli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 16:09
Fimmtudagur => viktun
Halló halló
Ég fór að ræða það í hópnum mínum að ég væri búin að nefna viktina Viktoríu þá sagði einn að það væri svolítið sérstakt að einusinni í viku færum við öll á Viktoríu, körlunum fannst það sérstaklega skrýtið En semsagt þá var stefnumót hjá hópnum við hana Viktoríu í dag, það fóru 1.3 kg hjá mér þessa vikuna, samtals farin 5.1 kg síðan ég kom inn. Hjúkrunarfræðingurinn sagði okkur að við værum samtals búin að missa 36.5 kg síðan við komum inn, við erum bara ánægð með það. Þetta er mjög skemmtilegur hópur, oft mikið hlegið.
Axel er á leiðinni að sækja mig, ég ætla að skreppa í bæinn og sjá strákana mína syngja í Hallgrímskirkju í kvöld, þar eru tónleikar með Drengjakór Reykjavíkur, sem Eðvarð er í, einnig syngja með nokkrir félagar úr Karlakór Reykjavíkur og Axel er meðal þeirra. Ég hlakka alveg rosalega mikið til.
Meira síðar
kv
Hrafnhildur 5.1 kg léttari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2007 | 19:41
Merkingar á matvælum
Góðan dag
Í síðustu viku fórum við með næringarfræðingnum í matvöruverslun til að fara yfir ýmsar vörutegundir m.a. merkingar. Það er nú ekki allt sem sýnist, t.d. er Kornflex special-K er í raun óhollari en þetta venjulega kornflex, það eru meiri sykur og minni trefjar í þessu special-K svo hún mælti ekki með því. Alveg ótrúlegar auglýsingar um special-K, maður á að fá svo stælltan kropp að borða það. Sultan frá Sollu í grænum kosti er hreinlega að plata okkur, hún gefur upp að það sé ekkert kolvetni í henni, það getur bara ekki verið, sulta er bara sulta og það er alltaf sykur í henni í einhverri mynd, ef ekki hvítur sykur þá ávaxtasykur. Næringarfræðingurinn segir að heilsugeirinn sé mikil markaðsvara og oft reynt að plata okkur. T.d. skilur hún ekki þetta spelt æði í okkur, spelt er bara ein tegund af mjöli eins og hveiti, heilhveiti og fl. fólk segist stundum nota það ef það er með gluteinofnæmi, það getur ekki verið því það er glutein í öllu mjöli líka spelti. Alltaf verið að reyna að plata okkur.
Við vorum á matreiðslunámskeiði í dag, lærðum að meðhöndla allskonar baunir, búa til Hummus, grænmetissúpu og fl. Bæði ferðin í búðina og matreiðslunámskeiðið var mjög fróðlegt. Maður hélt að maður vissu nú ýmisslegt vera menntuð í heilbrigðisgeiranum en alltaf er hægt að bæta við þekkinguna.
Ég er orðin svolítið óþreyjufull að komast heim að fara að undirbúa jólin, ég er ekki farin að kaupa 1 jólagjöf svo þarf ég einnig að fara að halda upp á afmælið hans Eðvarðs.
kveðja
Hrafnhildur jólabarn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2007 | 13:26
Frábært helgarfrí
Ég fór heim um helgina, byrjaði á því að fara með Eðvarð á æfingu, hann tekur þátt í 2 tónleikum í vikunni. Á fimmtudagskvöldið er hann að syngja með Drengjkór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju, síðan er tónleikar í tónlistarskólanum á laugardaginn í Langholtskirkju, heilmikið að gera. Eftir æfinguna fórum við í Byko og keyptum málingu til að mála holið, síðan var farið heim til að undirbúa það að mála, það var svo gaman að mála, sjá hvað allt varð hreint. Síðan þreif ég gluggana, setti upp jólagardínur, jólaseríur, seríu á svalirnar og skrapp í heimsókn til mömmu á sjúkrahúsið á Akranesi hún var að fá nýja mjöðm. Ekki frá því að ég sé pínu þeytt eftir helgarfríið. En það var alveg yndislegt að sofa í sínu rúmi.
Ekkert svindl um helgina, ekkert rauðvín, nammi, draslmatur eða nart milli mála. Eina ég þarf að passa mig að gleyma ekki að borða á réttum tíma, borða morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Ég á það til að gleyma kaffitímanum einnig að borða hádegismat seint. Núna er bara rúm vika eftir að dvölinni hérna og ég hlakka bara til þegar hún er búin, er alveg tilbúin að fara heim og takast á við þetta þar.
kveðja
Hrafnhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2007 | 15:01
Viktoría
Halló halló, vikulegi fundurinn við Viktoríu var í morgun, hún sagði mér að ég hafi misst 0.5 kg þessa vikuna, þetta er víst alveg eðlilegt svo að maður er bara ánægður með það, alltaf gott þegar hún er niður á við.
Við höfum verið að læra að setja okkur markmið, hjúkrunarfræðingurinn sagði okkur að fólk setji sér oft óraunhæf markmið, okkur er sagt að raunhæft sé að missa 5-10% á ári. Síðan á maður að verðlauna sig, ekki með súkkulaði eða hamborgara, heldur t.d. utanlandsferð, kaupa einhvern hlut eða eitthvað svoleiðis. Ég veit ekki með hverju ég á að verðlauna mig, einhverar tillögur? Maður á ekki bara að setja markmið um kílóin, líka setja inn að hverju við stefnum, ég er að hugsa um að setja inn einhverjar fjallgöngur, ég held að mér komi til með að finnast það skemmtilegt sérstaklega þegar þolið er komið.
Ég er búin að ákveða að fara heim um helgina, langar svo að "jólast" eitthvað, þó að það væri ekki nema bara að búa til aðventukrans Axel verður að lesa undir próf svo að ég og Eðvarð dúllumst eitthvað saman.
kveðja
Hrafnhildur sem er búin að missa samtala 3.8 kg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.11.2007 | 19:38
Einhver leiði í mér
Jæja nú er dvölin hálfnuð og allt gengur vel. Ég hef eitthvað verið orkulaus í dag, rétt komst á leiðarenda í göngunni í alveg úrhellis rigningu. Lagði mig eftir matinn, venjulega hef ég farið í salinn og púlað þar en ég hafði enga orku og eitthvað þreytt í baki. Ég er meira að segja búin að vera með heimþrá í dag, er farin að langa heim að undirbúa jólin, er jafnvel að pæla í að skreppa heim um helgina. Ég er orðin svo leið á að sofa á þessum bedda, ég skil ekki á þessu heilsuhæli að bjóða upp á svona léleg rúm, hérna er fólk að koma með allskonar stoðkerfisverki og fá svo svona rúm. Á dýrari herbergjunum er góð rúm, mér finnst ansi hart að þurfa að borga hellings pening fyrir allskonar lúxus, t.d. sjónvarp og internetstenginu, til að fá almenninlegt rúm.
Það eru eiginlega búið að vera búin að baunaréttir alla helgina, maður verður svolíið uppþemdur af þeim svo ég tali nú ekki um svona í marga daga í röð. Mér finnst baunir ekki vondur matur en þetta er nú alveg nóg í bili!!!!!
kveðja
Hrafnhildur leiða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.11.2007 | 19:29
Leirbað
Góðan dag kæru vinir og ættingjar. Núna er ég hálfnuð með dvölina hérna á hælinu, þetta hefur liðið hraðar en ég hélt. Axel og Eðvarð komu í dag að heimsækja mig, fóru með mér í sund. Eðvarð er búin að missa 2 tennur og fullorðinstennurnar að koma upp, þær koma alveg þrælskakkar, önnur kemur upp langt fyrir innan, kannski ekki skrýtið að hann fái skakkar tennur þar sem bæði ég og Axel þurftum að fara í tannréttingar á sínum tíma en það er seinnitíma vandamál.
Ég fer í leirbað 1 sinni í viku, fyrst þegar ég fór í það fannst mér þetta frekar skrýtið og svolítið ógeðslegt að fara ofaní það. Maður verður að fara ofaní leirinn á "Evuklæðunum" svo er manni ýtt ofaní baðið og leirnum ausið yfir mann, þarna liggur maður í 15 mín svo er að fara uppúr og í sturtu og ég er að segja ykkur að þessi leir fer allstaðar, hann er í öllum skorum og götum, höfum ekki feirri orð um það siðan er manni pakkað inn í teppi í slökun í 20 mín. Þetta er alveg dásamlegt, þetta hefur góð áhrif á pshoriasin á mér.
kveðja
Hrafnhildur Leirdal
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.11.2007 | 10:40
Stefnumótið við Viktoríu
Halló halló, jæja ég átti gott stefnumót við hana Vikotríu í gær, hún sagði 3,3 kg niður. Auðvitað er þetta mikið af vökva sem ég er að missa, ég finn það t.d. á hringunum á fingrunum þeir eru lausari. Ég er rosalega ánægð með þetta, gott að fá svona gott start, svo er bara að halda áfram.
Meðalaldurinn hér á hælinu er frekar hár, held að hann hafi hrapað niður þegar okkar hópur mætti á svæðið. Ég veit ekki hvort ég er að smitast af þessum "ellismellum" ég sit á kvöldin og prjóna lopapeysu og hlusta á rás 1, er þetta í lagi??
Ég finn hvað ég búin að fá aukin kraft og úthald þessar 2 vikur sem ég er búin að vera hérna, er farin að getað hjólað lengur og verið á bretti, jafvel hlaupið nokkur skref, mér finnst þetta bara skemmtilegt. Núna er bæði rok og rigning, ef ég væri heima myndi ég ekki fara í göngu, en ætli maður láti sig ekki hafa það hérna, maður verður að læra það að láta ekki veðrið hafa áhrif á sig, bara klæða sig. Ég fór á svona "harðnámskeið" í stafagöngu í vikunni, algjör snilld, ég ætla að fara að drífa mig af stað í gönguna sem er að fara að byrja og taka stafina með mér.
kv
Hrafnhildur 3,3 kg léttari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.11.2007 | 17:23
Jörð skelfur
Halló vinir og ættingjar, það er alveg frábært að opna bloggið og lesa allar kveðjurnar frá ykkur, ekki frá því að ég fái kökk í hálsinn, þá er bara að kyngja maður verður bara feimin.
Vikan byrjar vel, er komin á fullt í prógramm er í tækjasal, sundi, leikfimi og svo það sem ég hélt að bara gamla fólkið stundaði bara þ.e. sundleikfimi. Fyrsta sem ég hugsaði var "hvað er verið að láta mann fara í svona gamlamannaleikfimi" en þetta er alls ekki svoleiðis, maður tekur virkilega á, þetta kom skemmtilega á óvart. Svo er mikil fræðsla, vorum í fyrirlestri í morgun um hitaeiningar hjá næringarfræðing, eins og maður hafi ekki vitað nánast allt um þetta, en alltaf gott að skerpa á þessu til þess er maður komin hingað.
Hópurinn er bara fínn, við erum að kynnst betur, þetta er upp til hópa fínir einstaklingar. Flestir í hópnum hafa ekki stundað neina hreyfningu í langan tíma, ég er svona í besta forminu af okkur, ég nota pásuna í stundaskránni til að fara í salinn eða á bretti, eitthvað sem hinir eru ekki farnir að gera því að það sem er á stundaskránni er nóg fyrir þau í bili.
Nú er komið að stefnumóti við vigtina á morgun klukkan 07:30, ætli jörðin fari ekki að skálfa þá Það verður spennandi, ég finn að ég er búin að losa mikin vökva, alltaf á klósettinu.
kveðja
Hveragerður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)