18.11.2007 | 12:04
Er á hátindi ferils míns!!!!!
Halló halló, nú er bara bloggað á hverjum degi meðan maður hefur tölvu. Ég gleymdi að segja frá því í síðustu bloggfærslu stefnumótið sem ég átti við vigtina, ó boy ó boy ó boy. Það er hægt að segja að ég sé á hátindi ferils míns, hef aldrei verið eins þung og nú. Held að undanfarnar vikur hef ég látið eins og fólk sem er búið að ákveð að hætta að reykja, það keðjureykir dagana fyrir, ég er búin að vera í algjöru sukki síðustu vikurnar fyrir Hveragerðisvistunina. Nú er viktun 1 sinni í viku á fimmtudögum, vonandi fer hún að síga eitthvað niður á við.
Ég er eina úr hópnum sem er búin að vera hérna alla vikuna, er bara stollt af því. Alveg dásamlegt að Axel og Eðvarð hafi komið til mín. Þeir ætla heim eftir hádegi, Eðvarð er að fara til Jónsa frænda þar sem Axel er að fara að gera verkefni í skólanum.
Vonandi kemur talvan úr viðgerð fljótlega eftir helgi svo að ég geti bloggað, annars verð ég á fá lánaða fartölvuna hans Axels þegar hann er búin með verkefnin í skólanum.
kv
Hrafnhildur hin þunga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.11.2007 | 17:35
Tölvuvandræði á "hælinu"
Jæja núna er ég loksins tengd við umheiminn, það kom vírus í tölvuna hérna eftir að ég mætti á svæðið. Vikan hefur verið ok, allt farið fekar rólega af stað og ég þessi skorpumanneskja fannst þetta heldur rólegt, ég er nefnilega alveg tilbúin NÚNA að gera eitthvað, þá á allt að gerast NÚNA!!!!! Þetta er kannski hluti af sálfræðinni í meðferðinni að við eigum að líta á þetta sem langhlaup en ekki sem skorpu. Ég er búin að sofa mikið í vikunni, held að ég hafi verið langþreytt, er komin á þá skoðun að næturvaktirnar eru alveg að fara með mig, ætla að minnka þær eftir áramót og fara að setja sjálfan mig í fyrsta sæti. Málið er að þegar maður er á svona miklum næturvöktum hefur maður ekki neinn tíma né orku að stunda einhverja hreyfingu milli vakta, það fer svo mikill tími í svefn.
Prógammið leggst bara vel í mig, held að það verði bara alveg nóg að gera í næstu viku. Ég fór í leirbað á föstudaginn, það var mjög sérstakt en mjög notalegt.
Maturinn er bara mjög góður, grænmetis- og baunaréttir alla daga nema 2 daga er fiskur, ekkert kjöt. Hér labbar fólk um ganga og prumpar í öðru hvoru skrefi, mjög fyndið í leikfiminni (thíhíhí).
Axel og Eðvarð komu í heimsókn til mín í dag og ætla að gista hjá mér í nótt, við erum búin að fara í göngutúr um Hveragerði og fara í sund. Axel kom með tölvuna svo að ég gæti bloggað eitthvað, voðalega gaman að fá þau til mín. Jæja þetta er nóg í bili, ég þakka öll kommentin og baráttukveðjurnar.
kv
Hrafnhildur á "hælinu"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2007 | 19:17
Mætt á svæðið
Jæja nú er maður komin austur fyrir fjall, komin með herbergi á "hælinu" sem er bara fínt, að vísu hefur ekki verið splæst mikið í rúmið, ætla að melta það í nótt hvort ég þurfi að fá eggjabakkadýnu. Axel skutlaði mér, mikið fannst mér erfitt að horfa á eftir honum, langaði á því augnabliki bara að fara heim aftur.
Það gerðist ekki mikið í dag, bara viðtal við hjúkrunarfræðing og svo sýningarferð um staðinn. Mér líst vel á mig, ég finn að vísu ekki strax neinn í hópnum sem ég "fitta" með. Við erum 9 í þessum hóp þar af 3 karlar svo er 1 kona á aldur við mömmu, en ég má ekki dæma þetta strax. Á morgun á ég stefnumót við vigtina og ég hlakka hreinlega ekkert til að hitta hana, en þetta er víst partur af prógramminu.
Takk fyrir viðbrögðin, ég þarf svo á því að halda að fá svona "pepp" ég vissi alltaf að ég ætti góða vini.
kv
Hrafnhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.11.2007 | 08:58
Hveragerði
Góðan daginn landið og miðin. Í dag er ég að byrja á að gera eitthvað sem ég var fyrir löngu búin að heita mér að gera aldrei, það er að blogga. Mér hefur alltaf fudist svo mörg blogg um ekki neitt, jafnvel verið að segja frá hversdagnslegum hlutum eins og hvað er í matinn, hvenær fólk sækir börnin sín í leikskóla og um veðrið svo eitthvað sé nefnt. Hingað til hefur mér fundist ég ekki hafa neitt að segja, en núna er kannski að verða einhver breyting á. Í dag er fyrsti dagurinn minn í nýjum lífstíl, mörgum finnst það kannski vera hversdagslegur hlutur, en þetta er stórt skref fyrir mig. Í sumar fór ég til heimilislæknis vegna þess að ég var alveg komin með upp í háls af sjálfum mér, vildi gera eitthvað í mínum málum var þar með að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég þyrfti aðstoð við að létta mig, beiðni var skrifuð "hælið" í Hveragerði og fékk ég inni þar. Er semsagt að fara þanngað í dag, er að hefja ársprógramm sem byrjar með inlögn í 30 daga. Langar að leyfa ykkur að fylgjast með mér.
Ég kvaddi Eðvarð í morgun, hann var að fara í skólann, að venju var mjög erfitt að vekja hann, ég átti erfitt með að skamma hann fyrir að vera lengi að hafa sig af stað, ég varð svolítið meir þegar ég horfði á eftir honum, mér líður eins og ég eigi ekki eftir að sjá hann í marga mánuði, kvaddi hann með tárin í augunum. Ég á eftir að sakna karlanna minna, Axel hefur alltaf staðið við bakið á mér eins og klettur og það verður engin breyting þar á nú. Þetta verður töff hjá honum að vera einn með Eðvarð þá aðalega vegna þess að það verður erfiðara fyrir hann að fara í skólann á þri og fim kvöldum, en með góðri hjálp ættingja gengur þetta.
Þetta er nóg í bili, vonandi er góður aðgangur að tölvu í Hveragerði svo að ég geti skrifað nýjar færslur eins oft og ég hef eitthvað merkilegt að segja.
kv
Hrafnhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)