Frá Hveragerði

Nú er ég búin að vera 3 daga í Hveragerði, það hefur ekki legið nógu vel á mér í þessari dvöl, ég hef verið alveg í ónýtu rúmi og er því að drepast í bakinu og mjöðmunum, ég fékk eggjabakkadýnu fyrstu nóttina en það hjálpaði ekki síðan fékk ég tempur dýnu í gær og það er þó skárra en ég er en eftir mig sérstaklega í mjöðmunum, ég hef ekki getað beitt mér út af þessu.  Ég er búin að tuða mikið yfir þessu, að þetta blessaða heilsuhæli skuli ekki bjóða sínum skjólstæðingum, sem eru oft að koma vegna stoðkerfisverkja, almenninleg rúm. 

Það eru frekar lélegar heimtur úr hópnum mínum, við byrjuðum 9 fyrir ári og mættum bara 3, þetta eru bara naglarnir í hópnum, 3 konur.  Það hefur tíðkast að í lokavikunni sé farin löng ganga, oft fjallganga og planið er að fara í hana á morgun.  Ég hlakka til en hinar í "hópnum" eru með einhvern kvíða í maganum, ég er búin að segja þeim að við þurfum ekkert að hlaupa þetta, bara fara hægt og stoppa oft.  Farið verður af stað klukkan 9 í fyrramálið með nesti og áætlað að koma heim fyrir hádegismat.

Að lokum ætla ég aðeins að lýsa frati á þessa glæpamenn sem voru í kaupþingbanka, þeir hafa bara ætlað að taka þátt í gróðanum en ekki tapinu, hvað með alla hina?  Þeir eiga að svara til saka og þeir eiga aldrei að taka að sér svona ábyrgðarstöðu aftur, þetta eru glæpamenn!!!!!

Kv

Hrafnhildur í Hveragerði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband