Klaufhalar í blokkinni minni

Það eru pöddur í blokkinni minni, í kjallaranum er allt fullt af pöddum sem heita Klaufhalar.  Þetta eru meinlausar pöddur borða ma silfurskottur.  En á vísindavefnum segir; Hér áður fyrr var því haldið fram að klaufhalar sæktust eftir því að skríða inn í eyru fólks meðan það svæfi, bora sig inn í heilann á því og verpa þar eggjum.  Hún Sigrún frænka mín er með aðstöðu í kjallaranum, en síðan þessi padda uppgötvaðist þá hefur hún sofið upp hjá okkur, hún er að vísu veik í dag en ég vona að það sé ekki klaufhalanum að kenna.

Hér er mynd af einum slíkum, en nú á að fara að eitra fyrir þessum ófögnuði.

kv

Hrafnhildur komin heim af hælinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

OMG...þetta er ógeðslegt...ekki senda sýni hingað

Sunna Dóra Möller, 7.11.2008 kl. 22:33

2 identicon

Skemmtilegir gestir

Brynja (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:22

3 identicon

oj oj oj oj oj oj oj oj mig klægjar í eyranu

Árný Anna Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 00:01

4 identicon

oj barasta! Fullt af svona krípum hér í Sverige en þau eru sem betur fer öll úti... ennþá allavega!

 kv Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:39

5 identicon

hæ mín kæra.. hef verið löt að kíkja á bloggið og hvað þá að blogga sjálf... en hafði fullt að lesa þegar ég kíkti hjá þér núna:-) Gaman að frétta af þér:) En ekki af nýju heimilisgestunum... ohjjiojjo... er svo pödduhrædd að það er engu lagi líkt.. í fyrra sumar hringdi ég í meindýraeyðir vegna þess að 2x hafði ég fundið margfættlu inni hjá mér og hann sprakk úr hlátri.. spurði mig hvort hann ætti ekki líka að eitra fyrir húsflugunni.... þetta var sem sagt margfætla sem er eins og kóngulær.. bara úti fyrir utan hjá okkur og koma inn eins og kóngulærnar og húsflugurnar... En nóg fyrir mig. Svo var ég svo fegin í sumar að það kom enginn svona margfætla inn til mín...

En verðum að fara að hittast.. Jónína er með næsta hitting og ætlaði að hafa um miðjan nóv.. vonandi fer hún að kalla okkur saman.

kv Inga

inga (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:57

6 identicon

Er þetta algengt að íslendingar séu með klaufhala í heilanum..... hahahaha

Hanna (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband