Krepputal og frystikista

Halló

Það er nú meira ástandið á Íslandi, í hvert sinn sem maður opnar fréttir þá heyrist bara kreppa, kreppa og meiri kreppa.  Mér fannst svolítið spaugilegt í morgun þá var Gissur fréttamaður á Bylgjunni að reyna að finna jákvæðar fréttir þá fór hann í bændablaðið og fann þar jákvæðar fréttir um betri sprettu í sumar, þyngri dilka, betri kornuppskeru og fl.  já engin kreppa hjá bændum, eða hvað?

Til að breyta aðeins innkaupum þá ákváðum við hjónin að fjárfesta okkur í frystikistu, við erum búin að búa saman í 10 ár og aldrei eignast frystikistu.  Núna er planið að fylla hana af slátri og kjöti úr sveitinni, nýjum fisk frá tengdó, byrgja sig upp af kjúkling ef einhver tilboð koma og fleira.  Við ath verð á netinu of fundum að ódýrustu kisturnar voru í ELKO, aldrei þessu vant átti ég pening og ákvað að staðgreiða kistuna því eins og Páll Óskar segir í einni auglýsingu "þá fær maður meira kikk út úr því að safna og eiga fyrir hlutunum en að taka lán".  Mér fannst alveg sjálfsagt að ég myndi fá staðgreiðsluafslátt af svona vöru sem kostar um 60 þús. en NEI það fékk ég ekki.  Ég var alveg bit, mér var sagt að ef ég finndi þessa vöru á lægra verði myndi þau endurgreiða mismuninn, eins og ég nenni eitthvað að fara búð úr búð að kíkja á frystikistur þegar ég er búin að kaupa mér hana, svo er bensínið orðið svo dýrt að ég tími ekki að keyra á milli staða til að ath verð.  Ég staðgreiddi samt og með fýlusvip fór ég út úr ELKO, sá mest eftir því að hafa ekki borgað með VISA og millifært strax inná kortið þegar ég kæmi heim bara svo að þeir myndu ekki fá peninginn strax.  En kistan er komin heim og ég er strax byrjuð að safna mat í hana, ætla einmitt að hafa slátur í matinn í kvöldTounge

Ég vona bara að fólk fari ekki í þunglyndi yfir þessu ástandi.

kv

Hrafnhildur í kreppu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð

til lukku með kistuna, það er nauðsynlegt að eiga eina slíka. Já það er furðulegt að fá ekki staðgreiðsluafslátt nema að borga með korti:( alveg glatað. Mér datt nú í hug þegar ég las um kistuna, þegar ég fór með Auði litla í kirkjugarðinn og hún fór að spyrja mig hvernig fólkið væri jarðað. Ég sagði henni að það væri sett í kistu og svo grafið. Já við eigum svoleiðis heima, nú! já svona kistu eins og við geymum kjötið í. He he

En nú þurfum við að fara að hittast, kannski að við náum því áður en árið er búið:)

kveðja Magga

Magga (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:55

2 identicon

til lukku með kistuna!! 

kreppukveðjur frá Sverige 

Hrafnhildur Rós (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 06:28

3 identicon

Blessuð Hrafnhildur og innilega til hamingju með frystikistuna. Ekki vanþörf á í kreppuástandinu heima á Íslandinu góða!

Langt síðan síðast en eitthvað sem ekki má glatast. Gaman að lesa síðuna þína og fylgjast pínu með þér og þínum. Heyrist eins og fari bara ljómandi vel um ykkur fjölskylduna.

Væri gaman að fá netfangið þitt svo ég gæti kannski skrifað þér nokkrar línur við tækifæri.

Bestu kveðjur frá Svíþjóð,

Ingibjörg Jóhannesdóttir

Ingibjörg Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 20:27

4 identicon

já til lukku með kistuna, sé fýlusvipinn á frúnni í anda þegar labbað var út úr Elko með kistuna. 

Kveðja

Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband