Ársprógrammið búið

Núna er þetta ársprógrammi sem ég var í Hveragerði lokið.  Það fóru samtals um 13 kg.  Nú er bara að halda áfram.  Ég hef staðið í stað á vigtinni síðan í sumar, starfsfólkið á hælinu segir að það sé mikill árangur, það sé alltaf vanmetið að halda sömu þyngd, að þyngjast ekki, svo að ég ákvað bara að vera ánægð með þetta.  Það var fínt að komast í Hveragerði í viku til að hugsa sinn gang, nú verð ég bara að hugsa minn gang heima hjá mér þegar á móti blæs, það þýðir ekki að hlaupa alltaf austur yfir heiðar, eða hvað? 

Að lokum ætla ég að setja svona fyrir og eftir mynd, veit ekki hvort að það sést einhver munur, allavegana er lundin léttari en það sést ekki á myndum. 

CIMG1340Fyrir átak tekið í sumarbústað byrjun nóv 2007

CIMG2167Tekið í sumar í gönguferð á Látraströnd ágúst í sumar, þetta hefði ég ekki getað gert fyrir ári síðan.

kv og takk fyrir stuðninginn, líka "laumuáðdáendur" sem kvitta aldreiWink

Hrafnhildur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær árangur og greinilegur munur, nú er bara að halda áfram. Sígandi lukka er best, ekki satt. 

María G. Þórisdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:35

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til lukku með þetta allt, þú hefur aldeilis staðið þig vel ! Var að sjá að bóndinn er kominn á bloggið..nú get ég fylgst með ykkur báðum !

Sunna Dóra Möller, 17.11.2008 kl. 18:04

3 identicon

Til hamingju  með áfangann!

knús og kveðja

Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:25

4 identicon

Sæl Hrafnhildur,  ég verð að segja að ég kíki stundum hérna við hjá þér, en hef ekki ennþá kvittað og var það kannski af þeirri ástæðu helst að mér fannst ég vera að stelast að kíkja.  En ég er sjálf að blogga og skil alveg að þér leiðist að fólk kvitti ekki. En núna er ég búin að brjóta ísinn.  Frábær árangur hjá þér í heilsuátakinu.    Er ekki Sigrún skvísa ennþá hjá þér.

p.s.  Þú mannst alveg eftir mér er það ekki ?  

Olga Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:14

5 identicon

Til hamingju með frábæran árangur, sé heilmikinn mun á myndunum.  Svo er bara að halda áfram :-)

Kveðja frá Ísó

Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:36

6 identicon

Ég sé að lundinn er léttari, flott hjá þér

hanna (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:02

7 identicon

Vá Hrafnhildur þetta er ekkert smá góður árangur hjá þér.Það er kannski alveg kominn tími á að ég segji þér það en ekki manninum þínum hversu vel þú lítur orðið út

(er ekki alveg viss hvort hann muni eftir að segja þer frá hrósonum því hann á það til að gleyma hinum ótrúlegustu hlutum þó svo að ég voni að hann hafi munað eftir þessum skilaboðum frá mérkannski ég fari að skrifa gula miða með þeim og setji á skóna hans) en allavegana til hamingju með árangurinn og haltu endilega áfram á sömu braut því þú getur þetta svo vel.

Kv Birna Kristín

Birna Kristín (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 08:20

8 identicon

Baráttukveðjur til þín Hrafnhildur bæði með kílóin og krónurnar

Nú fer að styttast í póstgrúppu vegna ættarmótspælinga hjá Siggu. Verðum þá dugleg að vera í bandi og skiptast á upplýsingum.

 Kv. Áslaug

Áslaug (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband