Nýjustu fréttir

Komið þið sæl

Mikið hefur verið að gera hjá mér undanfarnar 2-3 vikur.  Hún Hanna systir kom til landsins og til að fæða frumbrðinn sinn, það gerði hún 14 feb og það gekk alveg ljómandi vel.  Það er sérstakt að taka á móti hjá systur sinni, í hríðunum var eins og hún væri ekkert skyld mér, hún var eins og einhver kona sem ég hafði aldrei hitt áður.  En þegar barnið var að renna í heiminn komu aðrar tilfinningar fram, erfitt að útskýra það, en mig langaði mest að skæla af gleði.  Síðan kom þessi nýja fjölskylda heim til mín, það var ekki leiðinlegt, það var svo gaman að fylgjast með drengnum stækka og dafna.  Rúmlega viku eftir fæðingu fékk hann nafnið Hugo Þór sem mér finnst fallegt nafn.  Síðasta sunnudag fóru þau aftur út til London, mér fannst erfitt að kveðja þau á flugvellinum, það var svo notalegt að hafa þau hérna þrátt fyrir að svolítið þröngt hafi verið, en ég skil það vel að þau vilji fara í sitt kot, maður er bara eigingjarn.  Núna er tómlegt í kotinu hérna í Hraunbænum, við söknum þeirra öll, Eðvarð talar um að hann sakni þess að geta ekki haldið á Hugo.  Við erum staðráðin að gera innrás til þeirra í sumar, þá verður gaman.

Núna sit í við tölvuna til reyna að klára grein sem ég og Sía ljósmóðir ætluðum að vera löngu búin með, hún á að birtast í næsta ljósmóðurblaði.  Ég hef hreinlega ekki gefið mér tíma til að klára þetta en núna verður þetta að klárast.

Ég hætti á 50% næturvöktum í vinnunni núna 1 mars, er ekki alveg farin að átta mig á því enn þá.  Núna þarf ég að fara að taka kvöldvaktir, vonandi man ég eftir að mæta á þær á réttum tíma, hef ekki tekið kvöldvakt í bráðum 4 ár.

kv Hrafnhildur

IMG_0758

Læt fylgja eina mynd af honum Hugo Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Datt hingað inn á bloggið þitt frænka, gott framtak hjá þér. Hlýtur að hafa verið frábært að hafa Hönnu og fjölskyldu í heimsókn og að fá að taka á móti prinsinum í heiminn. Þú ferð að verða hálfgerð hirðljósmóðir í fjölskyldunni ef svo fer fram sem horfir :) Bestu kveður, Áslaug

Áslaug (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 21:14

2 identicon

Mér finnst líða alveg hrikalega langt á milli blogga hjá þér.  En hann Hugo er alveg yndislega mikið krútt. 

Sjáumst í næstu viku

Kveðja Brynja

Brynja ljósa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:35

3 identicon

Já ég veit Brynja ég er alveg ferlega löt að blogga, hef bara frá svo fáu að segja, lífið mitt er svo hversdagslegt

Gaman að "hitta" þig hérna Áslaug frænka

kv

Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 17:48

4 identicon

Já eg veit eg er flottastur, er orðin svo stor of feitur og er að fara í viktun eftir helgina.  Læt þig vita hvað ég er orðin þungur.  Bið að heilsa edvardi frænda.

Hugo Þor (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband