Skrýtin tík þessi pólitík

Nú ætla ég mér að fara að ræða um pólitík, það hafa allir einhverja skoðun á þessum gjörningi sem átti sér stað í gær.  Ég verð að segja fyrir mig þá er ég alveg brjáluð yfir þessu, eru skattpeningarnir sem ég er að borga til Reykjavíkur að fara í þetta rugl, er Vilhjálmur ekki en á biðlaunum sem borgarstjóri, síðan fer Dagur á biðlaun síðan þarf auðvitað að borga nýjum borgarstjóra laun fyrir utan alla nefndarmennina sem eru örugglega líka á biðlaunum.  Mér er nokk sama hverjir stjórna borginni bara að þetta fólk mæti í vinnuna sína og reyni að gera eitthvað og hlaupa ekki í fílu ef þeir fá ekki allt sem þeir vilja.  Þegar þriðji meirihlutinn er að taka til starfa er hætta á að ekkert gerist á þessu kjörtímabili, nýtt fólk þarf að setja sig inn í nýtt starf, það gerir ekki mikið annað á meðan.  Þetta kjörtímabil verður dæmt síðar meir sem kjörtímabil stöðnunar, þar sem ekkert náðist að gera, einnig einkennist þetta af valdagræðgi, bara að ná í stóla og singa félaga sína í bakið.

Nóg um þetta,  ég hef verið í einhverri lægð, nennti ekkert út í gær og laumaðist meira að segja í súkkulaðiBlush.  En í dag fór ég í ræktina, steig meira að segja á vikt, og hún er en að mjakast niður á við, gef ekki upp tölur því að það er mest að marka þegar maður notar sömu viktina, svo nýjustu tölur verða gefnar upp þegar eftir að ég fer í Hveragerði næst.

kv

Hrafnhildur pólitíska


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl mín kæra og takk fyrir síðast! Mikið var gaman að hitta ykkur eins og alltaf!! Þetta með pólutíkina.... hmm,  þetta er nú búin að vera meiri skrýpaleikurinn frá A-Ö hjá þessari borgarstjórn í höfuðborginni!! Fyrir utan allt, eyðsluna á pen og tíma þá hafa þau ekki einu sinni tíma í að sinna málefnum borgarinnar því það hefur farið svo mikill tímií þetta rugl!!! Alveg ótrúlegt   jæja, nóg um það!! Hlakka til að hitta ykkur aftur í feb!! Haltu áfram að blogga!! Kíki alltaf á þig hérna og reyni að kvitta í hvert skipti!! Heyrumst sæta

inga (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband