Færsluflokkur: Bloggar

Höfum við val?

Ég fordæmi þessar endalausu árásir á fæðingarorlofssjóðs hjá ríkisstjórninni, hvernig endar þetta.  Það eru tilmæli hjá Alþjóðu heilbrigðismálastofnunni (WHO) að börn skuli vera á brjósti eingöngu í 6 mánuði og með annari fæðu í 1 ár.  Hvernig eiga mæður að geta verið með börn á brjósti þegar verið er að ýta þeim út á vinnumarkað eftir 5 mánuði.  Er þetta velferðastjórn ég bara spyr?

Svo segir heilbrigðisráðherra að fólk hafi val um að taka 1 mánuð seinna eða taka orlofið á skertum bótum.  Þetta er nú meira valið, þetta er eins og að velja á milli þess að vera hengd eða skotinn.


mbl.is Íslendingar geta börn í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Barnalán"

Mér finnst þetta mál sýna að þessir foreldrar (og svo margir aðrir sem tóku þátt í þessari vilteysu undanfarin ár) hafa bara ætlað sér að taka þátt í gróðanum en ekki tapinu.  Við hin þurfum svo að borga þetta rugl.

Annars finnst mér svolítið broslegt að nota orðið "barnalán", fyrir mér hefur það allt aðra merkingu.


mbl.is Dapurlegasta dæmið um græðgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rjúpnaveiðitímabil eða rjúpnaleitartímabilið

Ég hef alltaf haldið því fram að það eigi að skjóta örmerkjum í rassgatið á þessum rjúpnaveiðimönnum svo að það sé auðveldara að finna þá!!!!
mbl.is Rjúpnaskyttuleit á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

snilld

Mér finnst þetta nýja merki sjálfstæðisflokksnins alveg snilld, hvað finnst ykkur?


Er kaupþing viðskiptabanki eða fjárfestingabanki?

Ég er ein af þeim sem var flutt frá SPRON til Kaupþings, í byrjun var maður hissa þó að maður vissi að SPRON átti í erfiðleikum.  En ég ætlaði samt bara að láta þetta yfir mig ganga.  En samskiptin mín við Kaupþing hafa ekki byrjað vel og ég get ekki beðið eftir því að komast í SPRON aftur.  Málið er að fyrir nokkru síðan ákvað ég að fara að borga niður skuldirnar mínar og fór ínní uppgreiðslukerfið hjá Sparnaði (Ingólfi) sem gekk alveg ljómadi vel hjá SPRON en nú er allt stopp.  Kaupþing ákveður að þessi samningur sem ég gerði við Sparnað sé ólöglegur.  Ég spyr geta þeir bara ákveðið að þetta sé ólöglegt eða vilja þeir bara standa í veg fyrir að maður geti borga niður skuldir hraðar en ella.  Ég get ekki verið lengur hjá banka sem stendur í vegi fyrir því að ég geti hagrætt í mínu heimilisbókhaldi.  Út frá þessum samskiptum get ég ekki annað en dregið þá ályktun að Kaupþing er fjárfestingabanki en ekki viðskiptabanki, þeim er nokk sama um viðskiptavinina.
mbl.is Kaupin ganga vonandi eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krumpuð jólin í ár

Komið þið sæl og gleðileg jól

Þetta voru algjör pestajól hjá okkur.  Axel byrjaði að fá ælupest á hádegi á aðfangadag.  Þegar ég kom heim úr vinnunni að ganga 5 þá þurfti ég að ákveða hvað ætti að vera í matinn því ekki get ég gert bóndanum það að elda rjúpurnar sem hann hafði svo mikið fyrir að drepa.  Ég fór niður í geymslu og horfði ofaní kistuna og kom upp með 3 lærissneiðar og reyndi að finna einhvern sparibúning á þær.  Axel greyið reyndi eitthvað að borða með okkur forréttinn en hann skilaði sér til baka sömu leið.  Ég og Eðvarð borðuðum svo þennan sérstaka jólamat með bestu lyst.  Um nóttina fengum við líka þessa helv.... pest.  Heilsan var komið í nokkuð gott lag á jóladagskvöld og elduðum við rjúpurnar þá og þær voru góðar uummmmmm.  Planið var að fara á Hundastapa á jóladag til að borða hangikjöt sem var víst alveg stórgott þetta árið, bæði heimaslátrað og heimareykt en við misstum af því líka.  Það verður tekið á því um áramótin í staðin, borðað og drukkið.

kveðja

Hrafnhildur


Jólin alveg að koma

Langt síðan að ég hef gefið mér tíma til að blogga, við höfum verið á fullu í jóla- og afmælisundirbúningi.  Ég ákvað það allt í einu að mála 2 herbergi, ég sagði við sjálfan mig að ég yrði nú enga stund að því.  Ég var búin að gleyma hvað þetta tekur alltaf langan tíma, að pússa, spasla og pússa aftur svo að setja límband meðfram öllu.  Svo var mesta vinnan að raða öllu inn í herbergin aftur, fara í gegnum dót og flokka og henda.  Vegna þessara anna hef ég lítið komist í leikfimi, er að verða 3 vikur síðan ég dreif mig síðast í ræktina og er ég ekki ánægð með það.

Um síðustu helgi var haldið upp á afmælið hans Eðvarðs, hann er að verða 8 ára þann 20 des.  Afmælið var fyrir ættingja og var svo skemmtilegt.  Eðvarð var nú samt á því í lok dags, þegar við vorum að laga til, að halda jafnvel ekki upp á afmælið fyrir ættingja á næsta ári, hann á 3 frændur í sveitinni sem eru 1,3 og 5 ára sem finnst dótið hans spennandi og þurfti að gá hvað væri í öllum kössum og hvernig gerir maður það?  Jú með því að sturta úr öllum kössunumWink   En þegar frá líður var hann mjög sáttur með þessa afmælisveislu.  Afmæli fyrir bekkinn verður haldin á föstudaginn.

Ég er nú svo mikið jólabarn að ég er þ.a.l orðin mjög spennt, ég er nánast búin að gera allt, á eftir að hnýta nokkra lausa enda og pakka inn.  Búið er að skreyta nokkuð og planið er að setja upp jólatréið fyrir helgi, við höfum reynt að gera það fyrir afmælið hans Eðvarðs undan farin ár.

Jólakveðja til ykkar

Hrafnhildur jólabarn


Fjármálanámskeið

Landspítalinn (LSH) bauð upp á fjámálanámskeið í vikunni og ég skellti mér.  Hver þarf ekki á því að halda núna á síðustu og verstu tímum.  Þetta var námskeið hjá Ingólfi H Ingólfssyni sem hefur verið að reyna koma því inn í hausinn á okkur undanfarin ár að við getum orðið skuldlaus og undra skömmum tíma og þar af leiðir sparað okkur margar milljónir og án þess að auka greiðslubyrgðina, hver vill það ekki?  Fyrir þá sem ekki hafa heyrt um þetta þá gengur þetta út á að raða skuldum í ákv röð, þegar maður er búin með eitt skuldabréf þá minnkar maður ekki greiðslubyrgðina heldur hefur hana óbreytta og notar þann pening sem fór inn á lánið sem þegar er uppgreitt til að borga inn á höfuðstólinn á næsta láni og síðann koll af kolli.  Ef þið skiljið ekki þessar útskýringar hjá mér þá eru fínar upplýsingar á  http://spara.is/About/ og http://spara.is/ og http://sparnadur.is/sparnadur/heim/  Hann sýndi okkur alveg ótrúleg dæmi þar sem fólk var með 2 húsnæðislán til 40 ára ásamt skuldabréfi og bílaláni, skv þessu kerfi var hægt að verða skuldlaus á tæpum 10 árum og sparað rúmlega 40 milljónir í vextir og verðbætur.  Síðan er aðalmálið það er að spara, 10% af launum á að fara í neyslusparnað, hann kemur í veg fyrir að maður þurfi að fá yfirdrátt eða visa raðgr. þegar t.d þvottavélin eða bíllinn bilar.  Við hjónin ætlum að láta ráðgjafa hjá þeim fara yfir skuldirnar okkar og hver veit hvað geristWhistling  Ég vil hrósa LSH fyrir að bjóða upp á svona námskeið fyrir starfsfólk.

Kv

Hrafnhildur sem ætlar að verða skuldlaus á næstu 10-15 árum


Ársprógrammið búið

Núna er þetta ársprógrammi sem ég var í Hveragerði lokið.  Það fóru samtals um 13 kg.  Nú er bara að halda áfram.  Ég hef staðið í stað á vigtinni síðan í sumar, starfsfólkið á hælinu segir að það sé mikill árangur, það sé alltaf vanmetið að halda sömu þyngd, að þyngjast ekki, svo að ég ákvað bara að vera ánægð með þetta.  Það var fínt að komast í Hveragerði í viku til að hugsa sinn gang, nú verð ég bara að hugsa minn gang heima hjá mér þegar á móti blæs, það þýðir ekki að hlaupa alltaf austur yfir heiðar, eða hvað? 

Að lokum ætla ég að setja svona fyrir og eftir mynd, veit ekki hvort að það sést einhver munur, allavegana er lundin léttari en það sést ekki á myndum. 

CIMG1340Fyrir átak tekið í sumarbústað byrjun nóv 2007

CIMG2167Tekið í sumar í gönguferð á Látraströnd ágúst í sumar, þetta hefði ég ekki getað gert fyrir ári síðan.

kv og takk fyrir stuðninginn, líka "laumuáðdáendur" sem kvitta aldreiWink

Hrafnhildur

 


Klaufhalar í blokkinni minni

Það eru pöddur í blokkinni minni, í kjallaranum er allt fullt af pöddum sem heita Klaufhalar.  Þetta eru meinlausar pöddur borða ma silfurskottur.  En á vísindavefnum segir; Hér áður fyrr var því haldið fram að klaufhalar sæktust eftir því að skríða inn í eyru fólks meðan það svæfi, bora sig inn í heilann á því og verpa þar eggjum.  Hún Sigrún frænka mín er með aðstöðu í kjallaranum, en síðan þessi padda uppgötvaðist þá hefur hún sofið upp hjá okkur, hún er að vísu veik í dag en ég vona að það sé ekki klaufhalanum að kenna.

Hér er mynd af einum slíkum, en nú á að fara að eitra fyrir þessum ófögnuði.

kv

Hrafnhildur komin heim af hælinu


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband