Kjarabarátta ljósmæðra

Ég heiti Hrafnhildur og ég er ljósmóðir, ég byrja þennan pistil eins og mér er sagt að venjan sé að kynna sig á AA fundumFrown

Mér liggur margt á hjarta varðandi þessa baráttu sem við ljósmæður stöndum í.  Um síðustu mánaðrmót fékk ég strípuð grunnlaun, ekkert vaktaálag vegna þess að ég var í sumarfríi.  Ég fékk útborgað 195.549 kr, ég er í 80% vinnu á fæðingardeild LSH.  Ég er ein af þeim ljósmæðrum sem tók þá ákvörðun í sumar að segja upp starfi mínu, það er grafalvarlegur hlutur að segja upp vinnunni sinni það gerir maður ekki nema að vel athuguðu máli.  Á tímum eins og nú þar sem uppsagnir eru tíðar getur þetta verið en alvarlegra og þar af leiðir er það ekki sjálfsagt að ég gangi í hvaða starf sem er, þá sérstaklega í einkageiranum (þeas ef mig langar að fara að gera eitthvað allt annað en að vinna á spítala).  En ég er alveg staðráðin að ganga út 1 okt ef ekki verður búið að ganga frá samningi við okkur og þá vil ég góðan samning, ég vil fá borgað skv menntun og ábyrgð.

Ég fór á alþingi á miðvikudaginn þar sem hún Katrín þingmaður VG var með fyrirspurn til Árna fjármálaráðherra.  Áður en Katrín fór í ræðustól var Guðni Ágústsson með fyrirspurn til Geirs, hann var að spyrja eitthvað um bankana.  Í svari Geirs kom fram að ekki væri svo slæmt ástand í þjóðfélaginu.  En svo þegar Árni svaraði Katrínu kom annað hljóð, hann sagði að ekki væri svigrúm til mikilla hækkanna vegna efnahagsástandsins.  Ég spyr eru þeir ekki að vinna í sömu ríkisstjórn?  Einnig var það greinilegt að Árni var ekkert inn í þessari deilu, hann vonaðist til að þetta myndi leysast áður en til átaka kæmi.  Hann var ekki að gera sér grein fyrir því að verkfall var að hefjast eftir nokkra klukkutíma og næsti samningafundur ekki boðaður fyrr en næsta dag.

Hvar er þessi samfylking?  Hún sem var með öll stóru orðin fyrir kosningar, þau sögðu meðal annars "að vilji væri allt sem þarf til að bæta laun ummönnunar- og kvennastétta".  Síðan kemur þessi hlægilega ályktun kvennfélags samfylkingarinnar um að semja eigi við ljósmæður strax.  Bíddu eru þær ekki í stjórn?? Af hverju tala þær ekki við sitt fólk? Hvar er jafnréttismálaráðherran okkar hún Jóhann Sigurðardóttir? Hvar er hún Ingibjörg Sólrún sem virðist vera búin að gleyma öllum ræðunum sem hún hélt fyrir kosningar?

Það er frábært að verða var við stuðning frá félagasamtökum, verðandi og nýbökuðum mæðrum og bara almenningi.  Ég táraðist oft yfir handboltalandsliðinu en nú græt ég yfir sjónvarpinu, blöðunum og útvarpinu þegar ég heyri og les um stuðninginn til okkar.  Einnig er ég svo stollt af formanninum okkar og samninganefndinni í heild sinni, þær eru frábærar.

Áfram ljósmæður

Hrafnhildur Ólafsdóttir


Litla Bretland

Ég elska Little Britain rakst á þetta myndskeið á netinu kíkið á það

 


Þarf spark í rassinn

Ég kemst ekki af stað aftur og það sem verra er að ég er búin að vera með algjört nammiæði.  Ég skil ekkert hvað er að koma yfir mig, ég get ekki látið daginn líða án þess að fá mér karmellu, súkkulaði eða eitthvað annað með sykri í, hvað á ég að gera??  Ég ætlaði að byrja aftur í leikfimi í vikunni en núna er hún liðin án þess að ég hafi gert nokkuð.  Núna er ég búin að ákveða að á mánudaginn hætti í að borða nammi aftur og ætla að drífa mig í ræktina, engin afsökun því þá ég er í fríi og hef allan daginn fyrir mér.

Annars er allt gott að frétta af okkur, Eðvarð búin að vera viku í skólanum og gengur vel nema það er alltaf erfitt að vakna klukkan 07:15.  Axel fór austur á land í vikunni með 2 vinum sínum til að skjóta hreindýr, það féll ein kú og einn kálfur og svo eitthvað af gæs

Læt vita af mér í næstu viku hvernig gengur

kv

Hrafnhildur nammisjúka og lata


Lífið að komast í fastar skorður aftur

Komið þið sæl, 

Nú er sumarfríið búið og allt að fara í fastar skorður aftur, skólasetning á morgun.  Við hjónin búin að vinna í bráðum viku.  Þó að það sé gott að komast í sumarfrí þá er líka gott að koma til baka og fara að vinna og reyna að koma reglu í lífið aftur, fara snemma að sofa, vakna fyrr, fara aftur í ræktina og hætta að lifa á grillmat og margt fleirra. 

Annars vorum við dugleg að hreyfa okkur í sumarfríinu, fórum í 2 langar gönguferðir og í nokkrum sinnum í golf, ég held meira að segja að Axel sé að detta í golfið með okkur Eðvarði.  Við vorum nánast ekkert heima í sumarfríinu, eftir slæma byrjun á fríinu rættist úr því, við vorum samt mjög óörugg með tjaldvagninn, það mátti ekki koma smá vindur þá var maður með hjartað í buxunum.  Við enduðum sumarfríið á því að fara í viku til London að heimsæka Hönnu og fjölskyldu.  Það var ekkert smá skemmtilegt, gaman að hitta þau og fá að knúsa hann Hugo.  Þar fórum við í Lego land, í sædýrasafn og draugahús svo eitthvað sé nefnt.

Þegar við komum heim þurftum við að fara í skólagarðana til að ná í uppskeruna og úfff ég segi nú ekki annað, við komum heim með fullan bíl af grænmeti, nú er ég búin að vera að sjóða og frysta það sem þolir það og svo erum við búin að úða í okkur grænmeti, það fer að koma brokkolí út um eyrun á okkurWink Það eru myndir af þessu á barnalandi http://barnaland.is/barn/55496/album/ 

Meira síðar

Hrafnhildur


Ekki byrjar sumarfríið vel ;-(

Á laugardaginn pökkuðum við öllu okkar dóti í bílinn og áætlunin var að vera á ferðalagi í rúmar 2 vikur við fórum í Húsafell, þar var þétt skipað en við fundum á endanum pláss fyrir okkur.  Við fórum á brennu um kvöldið þar var sungið fram eftir kvöldi, síðan fórum við í smá göngutúr og fórum að sofa.  Vöknuðum í alveg frábæru veðri, gátum ekki sofið lengur en til 10 vegna hita, borðuðum morgunmat úti.  Fórum einn hring á golvellinum, fyrsti hringurinn minn það gekk svona sæmilega, Axel sem er ekki búin að fara á neitt námskeið gekk betur að hitta en ég og Eðvarð sem erum búin að fara á námskeið.  Síðan fórum við í fjallgöngu, við gengum upp fjall seim heitir Strútur.  Þegar við vorum á leiðinni kom þetta rosalega rok svo við fórum ekki á toppinn.  Svo þegar við komum að tjaldvagninum sáum við að hann var mikið laskaður, hann var nánast alveg komin saman.  Við þurftum að taka saman í einum grænum og pakka saman einhvernvegin.  Allavegana 2 súlur voru brotnar og margar bognar.  Það var ekkert annað að gera að fara með vagninn í bæinn á verkstæði.  Ég fór nú í hálfgert þunglyndi af þessu, þetta er töluvert fjárhagslegt tjón, en djö...... ég er nú svo vel launuð ljósmóðirGetLost

Við fórum upp í Hítardal í gær og fórum að veiða og viti menn þar var líka rokAngry en samt náðum við að veiða ég 1 fisk og Eðvarð 2 fiska allir ánægðir með daginn.

Núna voru þeir á verkstæðinu að hringja og vagninn er tilbúin, nú er bara að fara norður í sólina vonandi er ekki rok þar, ég er að verða veðurhrædd eftir þetta allt saman.

Meira seinna.

Hrafnhildur veðurhrædda


Við erum komin í sumarfrí

Jæja þá er maður komin í langþráð sumarfrí, planið er ekki mikið, ætlum að leggja af stað í dag með tjaldvagninn í Húsafell og síðan eitthvað út í bláinn, áætlað að koma heim fyrstu vikuna í ágúst eða fyrir tónleikana með Eric Clapton sem verða hér 8 ágúst, síðan erum við að fara til London til Hönnu systir 9 ágúst í viku.

Það sem af er sumri hef ég staðið mig svona sæmilega í átakinu mínu, hef að vísu ekki haft mikla reglu á mataræðinu og ekki alltaf það hollasta í boðiBlush En ég er búin að hreyfa mig nokkuð mikið, hef hjólað í vinnuna alltaf nema þegar ég er á næturvöktum, ég er tæpan hálftíma í vinnuna en svona 35-40 mín heim það er meira upp í móti.  Ég hef samt held ég bætt á mig einhverju, er að vona að það sé bara 1-2 kg, ég á ekki vigt svo að ég hef ekki stigið á neina en ég finn það á fötunum mínum að ef það er eitthvað sem hefur komið á mig aftur þá er það ekki mikið.  Nú er planið að fara í margar gönguferðir í sumarfríinu, við förum með göngustafi, golfsett og veiðidót í fríið.

Hafið það gott í sumar

kv

Hrafnhildur í sumarfríi


Launamál ljósmæðra

Ég var að lesa það á mbl.is að það á ekki að vera samningafundur fyrr en 6. ágúst.  Ég er viss um að þeir dragi þetta eins lengi og hægt er, samningurinn verður örugglega ekki afturvirkur svo að þeir gærða með hverjum mánuðinum sem þeir draga þetta.  Samninganefndin verður örugglega að funda yfir jól og áramót.

Mér finnst alveg frábært hvað við ljósmæður höfum fengið mikla athygli, ég held að enginn hafi gert sér grein fyrir þeim launum sem við erum á, ég finn að við höfum mikinn stuðning. 

Kaflinn um kynbundna launamuninn og að meta menntun til launa í stjórnarsáttmálanum virðast vera orðin tóm, það kemur alla vegana ekkert frá þessari blessaðri ríkisstjórn.  Mér fannst hún Guðlaug formaður ljósmæðrafélagsins alveg frábær í viðtali í Kastljósi 1. júlí, þar sagði hún m.a.

"Þegar vel árar þá verða ríkisstarfsmenn að sitja á sér með sínar kröfur til þess að rugga ekki bátnum og líka þegar illa árar þá verðum við líka að sitja á okkur og ef við þessar 200 ljósmæður höfum riðið baggamunin með efnahagsástand íslands hingað til þá hljótum við að eiga eitthvað inni"

Jæja annars er allt ágætt að frétta af mér, styttist í sumarfrí, á eftir að vinna næstu viku svo komin í 4 vikna frí.

Kv

Hrafnhildur sem verður kannski atvinnulaus um áramótin


Sagði upp vinnunni minni í dag

Nú er mælirinn fullur, framkoma hjá samninganefnd ríkisins gagnvart samninganefnd ljósmæðra er með endemum.  Þeir eru í umboði ríkisstjórnarinnar en þeir viðrast ekki hafa lesið stjórnarsáttmálann, um að meta menntun og að taka á launamun kynjanna. 

Ljósmæður hafa verið nánast með sömu laun á hjúkrunarfræðingar, finnst fólki það virkilega vera í lagi?  Ljósmæður eru með 6 ára háskólanám!!  Það var alltaf verið að segja við mann á yngri árum að menntun væri fjárfesting sem borgar sig, en það er ekki að skila sér í launaumslagið mitt þessi 2ja ára viðbótarmenntun.  Sálfræðingar og Lögfræðingar, sem vinna hjá ríkinu, eru með um 80-100 þús hærra grunnkaup en við og eru þeir með 5 ára háskólamenntun.  Kennarar fengu launaleiðréttingu í vor sem var alveg frábært, við eigum skýra kröfu um að okkar laun verði leiðrétt einnig.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég skilaði inn uppsagnarbréfi í vinnunni og það sem var svo undarlegt var að mér leið ekkert illa yfir því.  Maður er orðin svo langþreyttur á þessari launabaráttu og núna var ég bara búin að fá nóg.

Áfram ljósmæður

Hrafnhildur


Á Ísafirði

Ég er stödd á Ísafirði að leysa hana Brynju vinkonu mína af.  Ég er búin að vera með vaktsímann í sólarhring og hann hefur en ekkert hringt.  Hún Brynja var að taka þátt í Óshlíðarhlaupi, hún fór 10 km á rétt rumlega klukkutíma í alveg ferlega leiðinlegu veðri, það var bæði kalt og rok.  Ég er alveg rosalega stollt af henni Brynju.  Hún byrjaði að stunda hreyfingu af krafti í haust og fór nú þessa km á þess að blása úr nös, alveg frábært. 

Ég væri nú alveg til í að taka á móti þó að það væri nú ekki nema einum Vestfiðingi, ég er með vaktsímann í nótt, hver veit hvað geristWink

kv

Hrafnhildur afleysingarljósa á Ísó


Gaman í Glaskow

Halló halló

Ég kom heim frá Glaskow sl. fimmtudag, var búin að vera í viku þar með 70 íslenskum ljósmæðrum á Alþjóðlega ráðstefnu.  Íslenskar ljósmæður eru mjög skemmtilegar, allavegnana skemmtum við okkur mjög vel.

Skipulagið á ráðstefnunni var ekki með besta móti, margir góðir fyrirlesarar í allt of litlum sölum.  Þarna voru saman komin um 3000 ljósmæður allstaðar úr heiminum.  Þegar svona margar ljósmæður eru saman komin til að fræðast hefur maður ekki t.d. fyrirlestra um Normal Birth í 100 manna salAngry  Maður gekk sal úr sal til að reyna að fá að hlusta á eitthvað oft var skellt á nefið á okkur.  Mér datt í hug auglýsningin um áfengisneyslu þar sem kom fram að maður ætti ekki að drekka eins og svín, þar voru einstaklingarnir með svínsnef.  Við komum heim með svínsnef ekki af því að við höfum drukkið svo agalega mikið heldur af því að það var skellt svo oft að nefið á okkur.Wink

Eitt kvöldið var galakvöld, mælst var til þess að fólk mætti í þjóðbúningum eða galaklæðnaði.  Þessu tókst Skotunum líka að klúðra með því að hafa þetta standi veislu með vondum mat.  Boðið var upp á kjúkling, kartöflumús, lax, risotto og salat.  Þetta var kallað "Skoskt kvöld" það var ekkert skoskt við þetta kvöld, við fórum flest heim og hótel og barinn þar, þar fengum við allavegana sæti.

Daginn eftir að ég kom heim brunuðum við norður þar sem það var reunion hjá Axel, haldið var ss áfram að djamma, nú er ég hætt að drekka, allavegnana fram á föstudag þar við holsysturnar ætlum að hittastBlush

kv

Hrafnhildur djammari

p.s. læt fylgja nokkrar myndir af setningunni þar sem ísl. ljósmæður mættu margar í ísl. þjóðbúningum

CIMG1811 Helgarvaktin

CIMG1837 Eins og klippt út úr tískublaði frá 1875 er það ekki

CIMG1787Nokkrar flottar

CIMG1830 Hópmynd


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband