Frá samninganefnd ríkisins

Komið þið sæl og blessuð.  Ég þakka fyrir góð viðbrögð við síðustu bloggfærslu, núna verður maður bara að halda áfram.  Ég sá á mbl.is frétt um kjarabaráttu ljósmæðra og vitnað í Gunnar Björnsson eftirfarandi: 

Gunnar segir að ríkið hafi aldrei lagt eingöngu menntun til grundvallar við mat á störfum. Miklu frekar sé horft til eðli starfa. Hann bendir á að fyrir 10 árum hafi þessi mál verið rædd við ljósmæður og þá hafi þær lagt áherslu á að ljósmæðrum yrði ekki mismunað í launum eftir því hvað þær hefðu mikla menntun að baki, en elstu ljósmæðurnar hafa ekki verið í 6 ára háskólanámi eins og þær yngri.

Hvað meinar hann þegar hann talar um "eðli starfa", finnst honum störf ljósmæðra vera þess eðils að ekki beri að koma til móts við kröfur þeirra?  Að þetta séu frekar ómerkileg störf og það verði í lagi að nýliðunin í stéttinni verði lítil komandi ár vegna lélegra launa? 

Svo spyr ég á ekki að koma til móts við okkar kröfur vegna þess að "elstu ljósmæðurnar hafa ekki verið í 6 ára í hóskólanámi eins og þær yngri".  Mér finnst þetta alveg ótrúlegt, ég veit ekki betur en að það hafi gerst hjá þeim stéttum sem hafa lengt námið að þá hafi öll stéttin grætt á því.  Þá get ég nefnt kennara og lögfræðinga, þessar stéttir hafa lengt námið sitt og fengið ákveðna leiðréttingu sinna launa sem hefur gengið jafnt yfir alla hvort sem þeir voru með langt háskólanám eða ekki, ég  blæs bara á svona rök. 

kv

Hrafnhildur Ólafsd


mbl.is Allt í rembihnút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var einmitt það sem ég var að hugsa þegar ég vitnaði í fréttina. Ég neita að fara út í að reyna að túlka hvað maðurinn á við. Hann verður að skýra þetta betur. Þessi ummæli slá mig þó ekki út af laginu heldur gefa mér vísbendingu um við hvað við eigum að etja.

Í minni fjölskyldu myndum við segja að andskotinn hafi hitt ömmu sína. Því þrátt fyrir að samninganefndin sé þekkt fyrir margt annað en að gefa eitthvað eftir, þá eru ljósmæður langt í frá að gefast upp. Öll rök styðja okkar málstað.

Áfram ljósmæður!

Gréta Hrund (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:37

2 identicon

Flott skrif hjá þér Hrafnhildur. Vona heitt og innilega að eitthvað fari að gerast í ykkar málum sem fyrst því það er einfaldlega ekki hægt að sannfæra hugsandi fólk um að þið eigið ekki skilið að fá það sem þið biðjið um!
Á meðan þið tárist og grátið yfir því hvað allir styðja ykkur þá finnst mér grátlegt að fólkið sem öllu ræður geti ekki séð sóma sinn í að uppfylla kröfur ykkar.

Vona að stuðningur fólks nái að róa huga ykkar þó ekki sé nema örlítið þessa dagana.

Áfram ljósmæður!

Dagbjört, stundum kennd við streng... ;)

Dagbjört (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 18:47

3 identicon

Mikið ertu dugleg Hrafnhildur, gaman að lesa bloggið þitt.  Ég hugsaði það sama og þið þegar ég las þessa grein eftir Gunnar um "eðli starfa" auðvitað er hann að tala um kvenna- og umönnunarstéttir en ekki hvað.... svolítið loðið...

haltu áfram að vera svona dugleg og blogga

Áfram ljósmæður!

Hermína ljósmóðir og stolt af því

Hermína (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband