Kjarabarátta ljósmæðra

Ég heiti Hrafnhildur og ég er ljósmóðir, ég byrja þennan pistil eins og mér er sagt að venjan sé að kynna sig á AA fundumFrown

Mér liggur margt á hjarta varðandi þessa baráttu sem við ljósmæður stöndum í.  Um síðustu mánaðrmót fékk ég strípuð grunnlaun, ekkert vaktaálag vegna þess að ég var í sumarfríi.  Ég fékk útborgað 195.549 kr, ég er í 80% vinnu á fæðingardeild LSH.  Ég er ein af þeim ljósmæðrum sem tók þá ákvörðun í sumar að segja upp starfi mínu, það er grafalvarlegur hlutur að segja upp vinnunni sinni það gerir maður ekki nema að vel athuguðu máli.  Á tímum eins og nú þar sem uppsagnir eru tíðar getur þetta verið en alvarlegra og þar af leiðir er það ekki sjálfsagt að ég gangi í hvaða starf sem er, þá sérstaklega í einkageiranum (þeas ef mig langar að fara að gera eitthvað allt annað en að vinna á spítala).  En ég er alveg staðráðin að ganga út 1 okt ef ekki verður búið að ganga frá samningi við okkur og þá vil ég góðan samning, ég vil fá borgað skv menntun og ábyrgð.

Ég fór á alþingi á miðvikudaginn þar sem hún Katrín þingmaður VG var með fyrirspurn til Árna fjármálaráðherra.  Áður en Katrín fór í ræðustól var Guðni Ágústsson með fyrirspurn til Geirs, hann var að spyrja eitthvað um bankana.  Í svari Geirs kom fram að ekki væri svo slæmt ástand í þjóðfélaginu.  En svo þegar Árni svaraði Katrínu kom annað hljóð, hann sagði að ekki væri svigrúm til mikilla hækkanna vegna efnahagsástandsins.  Ég spyr eru þeir ekki að vinna í sömu ríkisstjórn?  Einnig var það greinilegt að Árni var ekkert inn í þessari deilu, hann vonaðist til að þetta myndi leysast áður en til átaka kæmi.  Hann var ekki að gera sér grein fyrir því að verkfall var að hefjast eftir nokkra klukkutíma og næsti samningafundur ekki boðaður fyrr en næsta dag.

Hvar er þessi samfylking?  Hún sem var með öll stóru orðin fyrir kosningar, þau sögðu meðal annars "að vilji væri allt sem þarf til að bæta laun ummönnunar- og kvennastétta".  Síðan kemur þessi hlægilega ályktun kvennfélags samfylkingarinnar um að semja eigi við ljósmæður strax.  Bíddu eru þær ekki í stjórn?? Af hverju tala þær ekki við sitt fólk? Hvar er jafnréttismálaráðherran okkar hún Jóhann Sigurðardóttir? Hvar er hún Ingibjörg Sólrún sem virðist vera búin að gleyma öllum ræðunum sem hún hélt fyrir kosningar?

Það er frábært að verða var við stuðning frá félagasamtökum, verðandi og nýbökuðum mæðrum og bara almenningi.  Ég táraðist oft yfir handboltalandsliðinu en nú græt ég yfir sjónvarpinu, blöðunum og útvarpinu þegar ég heyri og les um stuðninginn til okkar.  Einnig er ég svo stollt af formanninum okkar og samninganefndinni í heild sinni, þær eru frábærar.

Áfram ljósmæður

Hrafnhildur Ólafsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gangi ykkur vel og ég vona að ríkisstjórnin hysji upp um sig buxurnar og semji við ykkur strax, því þið eigið það miklu meira en skilið! Baráttukveðjur úr Reykásnum og við hlökkum til 19. sept !

Sunna Dóra Möller, 5.9.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: Guðný Bjarna

sæl Hrafnhildur, ..gott að vita að ég er ekki sú eina sem tárast yfir öllum stuðningnum sem við ljósmæður erum að fá....ég hélt að ég væri bara svona mikil grenjuskjóða og þorði ekki að láta neinn vita af þessu

baráttukveðjur

Guðný Bjarna, 5.9.2008 kl. 17:35

3 identicon

Já já Hrafnhildur, svo segist þú ekki vera neinn sérstakur penni  en mér finnst þetta bara vera frábær pistill hjá þér! Ég tek undir allt sem þú segir og er virkilega hrærð yfir öllum stuðningnum sem við höfum fengið. Ég hef alltaf verið mjög stolt af því að tilheyra ljósmæðrastéttinni en ljósmóðurhjartað hefur stækkað margfalt við að finna hve við stöndum þétt saman á þessum mikilvægu tímum sem nú eru.

Bestu kveðjur

Valgerður Lísa Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 19:30

4 identicon

Góður pistill, ekki síst gott að benda á tvískinnunginn í orðum ríkisstjórnarinnar. Það er ekki kreppa þegar róa á lýðinn. Það er svaka kreppa þegar standa á við stóru orðin. Hverju skal trúa? Ekki ráðamönnum, svo mikið er víst.

Solveig Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 23:51

5 identicon

Áfram áfram...

 Já kreppa eftir hentisemi

Hanna (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 08:42

6 identicon

Ertu búin að sjá ummæli sem höfð eru eftir Gunnari Björnssyni formanni samninganefndar ríkisins í greininni http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/09/06/allt_i_rembihnut/

Það er skrifað: ,,Gunnar segir að ríkið hafi aldrei lagt eingöngu menntun til grundvallar við mat á störfum. Miklu frekar sé horft til eðli starfa."

Hvað á maðurinn við???

Ég tek heilshugar undir allt sem þú skrifar hér að ofan. Ég harma það að ráðamenn þjóðarinnar geri sér ekki grein fyrir alvarleika þeirrar stöðu sem blasir við þjóðfélaginu, þegar helmingur allra ljósmæðra eru farnar að leita sér að öðrum störfum, en uppsagnir margra þeirra taka gildi eftir tæpan mánuð.

Fram að þessu hefur Ríkið komist upp með að greiða okkur þessi laun, því við höfum látið bjóða okkur þau. Það er brátt liðin tíð eins og sést á uppsögnum margra ljósmæðra sem hafa ákveðið upp á sitt einsdæmi að segja störfum sínum lausum og leita fyrir sér á öðrum vettvangi. Með auknu gegnsæi launa sjáum við hvað við erum illa staddar miðað við aðrar stéttir með sambærilega menntun og finnst okkur nóg um.

Áfram stelpur!

Gréta Hrund, nýútskrifuð ljósmóðir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 12:29

7 identicon

Takk fyrir kveðjuna á bloggi Teits um daginn :)

Gangi ykkur sem allra best í baráttunni!

kveðjur frá Gautaborg,

Ingunn

Ingunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 11:07

8 identicon

Flottir pistlar hjá þér!! þú ert baráttukona með munninn á réttum stað og hefur alltaf verið! áfram Hrafnhildur og áfram ljósmæður!!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband