30.8.2008 | 11:45
Þarf spark í rassinn
Ég kemst ekki af stað aftur og það sem verra er að ég er búin að vera með algjört nammiæði. Ég skil ekkert hvað er að koma yfir mig, ég get ekki látið daginn líða án þess að fá mér karmellu, súkkulaði eða eitthvað annað með sykri í, hvað á ég að gera?? Ég ætlaði að byrja aftur í leikfimi í vikunni en núna er hún liðin án þess að ég hafi gert nokkuð. Núna er ég búin að ákveða að á mánudaginn hætti í að borða nammi aftur og ætla að drífa mig í ræktina, engin afsökun því þá ég er í fríi og hef allan daginn fyrir mér.
Annars er allt gott að frétta af okkur, Eðvarð búin að vera viku í skólanum og gengur vel nema það er alltaf erfitt að vakna klukkan 07:15. Axel fór austur á land í vikunni með 2 vinum sínum til að skjóta hreindýr, það féll ein kú og einn kálfur og svo eitthvað af gæs
Læt vita af mér í næstu viku hvernig gengur
kv
Hrafnhildur nammisjúka og lata
Athugasemdir
Ég ætlaði líka að hreyfa mig í síðustu viku og líka að hætta að borða nammi í síðustu viku. En ég bara hef ekki haft mig í neitt.....ægilega löt og borða nammi sem aldrei fyrr.......en eftir helgi á að taka þetta allt í gegn...er ekki alltaf klassískt að segja á mánudaginn !
Sunna Dóra Möller, 30.8.2008 kl. 13:55
til að vinna á endalausri sykurþörf er geysilega áhrifaríkt að fá sér Króm bætiefni. Svínvirkar get ég sagt þér!!!!! ennnnnnnn mér gengur hins vegar gífurlega illa að byrja að hreyfa mig
kv Guðbjörg
Guðbjörg G (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:21
heja Hrafnhildur! alltaf sama vandamálið, minna nammi meiri hreyfing... er í sama pakka, gekk vel í síðustu viku, ekkert nammi, tvisvar út að hlaupa og einu sinni að hjóla, helgin... nammi nammi namm... langar svooo í nammi núna.
bestu kveðjur frá okkur öllum til ykkar allra
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:05
Já ég ætlaði einmitt að benda á krómið, það hefur hlutverk í sykurbúskapnum.
Hvernig gengur í verkfallinu?
Hanna (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 08:55
Klukk (sjá mitt blogg )
Sunna Dóra Möller, 4.9.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.