21.8.2008 | 15:26
Lífið að komast í fastar skorður aftur
Komið þið sæl,
Nú er sumarfríið búið og allt að fara í fastar skorður aftur, skólasetning á morgun. Við hjónin búin að vinna í bráðum viku. Þó að það sé gott að komast í sumarfrí þá er líka gott að koma til baka og fara að vinna og reyna að koma reglu í lífið aftur, fara snemma að sofa, vakna fyrr, fara aftur í ræktina og hætta að lifa á grillmat og margt fleirra.
Annars vorum við dugleg að hreyfa okkur í sumarfríinu, fórum í 2 langar gönguferðir og í nokkrum sinnum í golf, ég held meira að segja að Axel sé að detta í golfið með okkur Eðvarði. Við vorum nánast ekkert heima í sumarfríinu, eftir slæma byrjun á fríinu rættist úr því, við vorum samt mjög óörugg með tjaldvagninn, það mátti ekki koma smá vindur þá var maður með hjartað í buxunum. Við enduðum sumarfríið á því að fara í viku til London að heimsæka Hönnu og fjölskyldu. Það var ekkert smá skemmtilegt, gaman að hitta þau og fá að knúsa hann Hugo. Þar fórum við í Lego land, í sædýrasafn og draugahús svo eitthvað sé nefnt.
Þegar við komum heim þurftum við að fara í skólagarðana til að ná í uppskeruna og úfff ég segi nú ekki annað, við komum heim með fullan bíl af grænmeti, nú er ég búin að vera að sjóða og frysta það sem þolir það og svo erum við búin að úða í okkur grænmeti, það fer að koma brokkolí út um eyrun á okkur Það eru myndir af þessu á barnalandi http://barnaland.is/barn/55496/album/
Meira síðar
Hrafnhildur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.