19.7.2008 | 11:46
Við erum komin í sumarfrí
Jæja þá er maður komin í langþráð sumarfrí, planið er ekki mikið, ætlum að leggja af stað í dag með tjaldvagninn í Húsafell og síðan eitthvað út í bláinn, áætlað að koma heim fyrstu vikuna í ágúst eða fyrir tónleikana með Eric Clapton sem verða hér 8 ágúst, síðan erum við að fara til London til Hönnu systir 9 ágúst í viku.
Það sem af er sumri hef ég staðið mig svona sæmilega í átakinu mínu, hef að vísu ekki haft mikla reglu á mataræðinu og ekki alltaf það hollasta í boði En ég er búin að hreyfa mig nokkuð mikið, hef hjólað í vinnuna alltaf nema þegar ég er á næturvöktum, ég er tæpan hálftíma í vinnuna en svona 35-40 mín heim það er meira upp í móti. Ég hef samt held ég bætt á mig einhverju, er að vona að það sé bara 1-2 kg, ég á ekki vigt svo að ég hef ekki stigið á neina en ég finn það á fötunum mínum að ef það er eitthvað sem hefur komið á mig aftur þá er það ekki mikið. Nú er planið að fara í margar gönguferðir í sumarfríinu, við förum með göngustafi, golfsett og veiðidót í fríið.
Hafið það gott í sumar
kv
Hrafnhildur í sumarfríi
Athugasemdir
Hafið það gott í fríinu, vona að tjaldvagninn komi sem fyrst úr viðgerð svekk fyrir ykkur.
Sjáumst svo í Lndn
hanna (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.