Á Ísafirði

Ég er stödd á Ísafirði að leysa hana Brynju vinkonu mína af.  Ég er búin að vera með vaktsímann í sólarhring og hann hefur en ekkert hringt.  Hún Brynja var að taka þátt í Óshlíðarhlaupi, hún fór 10 km á rétt rumlega klukkutíma í alveg ferlega leiðinlegu veðri, það var bæði kalt og rok.  Ég er alveg rosalega stollt af henni Brynju.  Hún byrjaði að stunda hreyfingu af krafti í haust og fór nú þessa km á þess að blása úr nös, alveg frábært. 

Ég væri nú alveg til í að taka á móti þó að það væri nú ekki nema einum Vestfiðingi, ég er með vaktsímann í nótt, hver veit hvað geristWink

kv

Hrafnhildur afleysingarljósa á Ísó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er afleysingahjúkka í Stavanger, svo hér sitjum við báðar í afleysingum í sitt hvoru "krummaskuðinu" á hjara veraldar!! ég veit ekki hvaða sögur ganga af mér sem afleysingahjúkku á Íslandi en ég var allavega afbókuð af Lansanum og það einungis 6 vikum áður en ég átti að byrja... svo ótrúlega lásý vinnubrögð!! að vísu varð ég bara fegin þegar ég var búin að leysa allar praktískar flækjur sem þetta olli, góð tilhugsun að fá að vera heima, gamla vinnan mín tekur mér meir en fagnandi í afleysingar og fjölskyldan verður ekki meira sundruð í sumar!! sem sagt lán í óláni

kær kveðja til þín og þinna 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 07:41

2 identicon

Já þú ferð í Óshlíðarhlaupið á næsta ári með henni.

Hanna (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband