21.5.2008 | 22:46
Endurkoma í Hveragerði
Halló halló
Það er gott að vera komin aftur í Hveragerði, aðeins að "kristna" mann fyrir sumarið. Ég hef tekið allt með trukki, farið í leikfimi, salinn, sund og svo göngu. í dag hef ég verið svo þreytt að ég hef varla haft orku í neitt. Eftir hádegi skreið ég upp í rúm og svaf, held að ég hafi farið aðeins of geyst í hlutina. Ég hef líka verið aðeins verið með í maganum í dag, ástæðan er sennilega baunirnar og gífulegt magn af grænmeti. Það mætti ekki allur hópurinn og árangurinn hefur er mjög misjafn hjá fólki.
Ég kem alveg tvíelfd heim, ég er nefnilega búin að fá hjólið, fékk í afmælisgjöf frá Axel og Eðvarði þetta fína frúarhjól. Nú ætla ég að fara að hjóla í vinnuna, byrja á því strax eftir helgi.
kv
Hrafnhildur á hælinu
Athugasemdir
hrikalega ertu dugleg mar.
kv Guðbjörg
Guðbjörg (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 18:24
hæhæ ég ætti líka að dusta rykið að hjólinu mínu. Svo verðum við nottla duglegar að labba Glasgow borg þvera og endilenga. Kveðja Árný Anna
arnyanna@gmail.com (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 09:02
kv frá Gautó
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.