16.5.2008 | 15:56
Af hinu og þessu
Ég er alveg dauðuppgefin eftir að hafa verið á 2 næturvöktum, það var alveg brjálað að gera á þeim báðum, ég fékk 2 frumbyrjufæðingar fyrri og 1 seinni. Okkur íslendingum hlýtur að vera að fjölga því það eru töluvert fleirri fæðingar nú en á sama tíma í fyrra.
Ég fór ásamt henni Árný Önnu vinkonu minni í Þjóðdansafélag Reykjavíkur til að fá leigðan íslenskan þjóðbúning fyrir ráðstefnuna í Glasgow, ég var nú alveg að renna á rassinn með að fara að máta, hélt að það væri nú ekki til svona föt á svona stóran skrokk. Ég fékk þessi fínu peysuföt og þessi fullorðna krúttlega kona sem vinnur þarna sagði að svona þykkar konur myndi bera þessi föt miklu betur, ég verð bara að trúa því.
Nú er ég að fara í Hveragerði á sunnudaginn og verð í viku, það leggst vel í mig, þarf aðeins að fá smá spark í rassinn fyrir sumarið. Ég er ekki en búin að kaupa hjólið sem ég ætlaði að gera strax eftir síðustu mánaðarmót en það stendur til bóta. Annars var ég að uppgötva það að það er búið að stela gamla hjólinu mínu úr hjólageymslunni okkar, veit ekki hvenær það var gert, kannski bara einhverntímann í vetur, pirrandi.
Ég læt vita af mér í Hveragerði
Hrafnhildur
Athugasemdir
Gangi þér vel í vikunni sæta... og drífa sig svo að kaupa hjólið... ég er búin að setja nýtt dekk á mitt hjól en það sprakk á því fyrir 2 árum... er að hjóla í vinnunna... Heyrumst fljótlega. kv Inga.
inga (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 00:26
Þú tekur þig án efa vel út í þjóðbúningnum! Góða ferð í Hveragerði og Glasgow
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.