Páskafrí???

Góðan dag, alltaf er verið að skamma mig fyrir að blogga ekki nógu oft, raunin er bara sú að ég er ekki mjög actifur bloggari, hef oft ekkert að segja og stundum nenni ég ekki að segja þaðWoundering

Mig hlakkað mikið til að fá páskafrí það fyrsta í 4 ár, þar sem páskafríið var langt ákváðum við að leggja land undir fót og fara til tengdó á Grenivík og dvelja hjá þeim um páskana.  Eðvarð var spenntur, Axel var mjög spenntur og ég svona "temmilega" spennt.  Við ætluðum að fara á skírdag en þar sem veðurspáin var ekki góð frestuðum við því fram á föstudaginn langa.  Aðfaranótt laugardags fékk ég ælupest dauðans Sick ég var svo lasin, það leið yfir mig tvisvar, Axel þurfti að fylgjast með mér þegar mér varð "mál að æla" svona til að hirða mig upp af gólfinu.  Allann laugardaginn svaf ég til að jafna mig eftir þetta.  Á páskadag vaknaði Eðvarð með hálsbólgu og næstum 40 stiga hita, hann varð svo algjörlega raddlaus, hann varð mjög fúll að vera veikur á páskunum, hann hafði meira að segja ekki lyst á páskaegginu.  Ég var farin að hlakka til að komast heim aftur, ætlunin var að leggja í hann á mánudeginum, en aðfaranótt mánudags fór Axel að æla svo að við ákváðum að fresta heimför til þriðjudags þá um nóttina fór Eðvarð að æla þá fékk ég alveg nóg.  Þriðjudag var Eðvarð með 39,5 í hita, fékk 2 stíla og svo var lagt af stað heim, en hvað það er gott að koma heim til sín eftir svona páskafrí eða á maður að segja veikindafrí.  Ég og Axel erum búin að ná okkur en hann aumingja Eðvarð er en lasin, ætla að fara með hann til læknis á morgun til að ath hvort hann er með streptococca.

Ég hef ekkert náð að hreyfa mig í um viku, það er ekki nógu gott, ég er frekar hrædd við það, held að ef það líða margir dagar án hreyfingar þá get ég orðið kærulaus, verð að drífa mig!!!!

jæja nóg að sinni, meira síðar

kv

Hrafnhildur í pestabæli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband