11.1.2008 | 16:35
sýking í fæti
Í dag er akkurat vika síðan ég fór í ræktina síðast, ekki nógu gott. Var að vinna 12 tíma dagvakt síðustu helgi, var svo að útrétta á mánudag, sofa á þriðjud og mið eftir nv. S.l. mánudag var ég vör við einhvern rauðann blett framan á vi sköflungi sem stækkaði eftir því sem leið á vikuna. Á miðvikudag var hann orðin ansi aumur, dreif mig til læknis á fimmtudag og hann stakk á þetta og kreisti út gröft, mig langið til að bíta lækninn því þetta var svo vont. Ég er semsagt með einhverja sýkingu, komin á sýklalyf og þá er maður að drepast í maganum, verið með ógleði í allann dag. Er enn með töluverða verki, held að það sé vegna þess að læknirinn var að hamast á þessu í gær. Brynja vinkona kom í kaffi í dag, ekkert smá skemtilegt að fá hana í heimsókn.
Alvara lífsins á morgun, hveró, fræðsla og viktun. Nú er bara að koma í ljós hvort þessi vika er að koma mér í koll. Læt vita hvernig stefnumótið við Viktoríu gekk.
kv
Hrafnhildur
Athugasemdir
hæ hæ mín kæra. . En leiðinlegt að heyra um sýkinguna!!! Ekki nógu gott þegar maður ætlar að vera svo duglegur að hreyfa sig!!! Vonandi nærðu þér sem allra fyrst!! En verðum að fara að plana hitting.. ég hringi nú bara í hana Hildi á mo eða mán og spyr hvort hún geti haldið... Veistu hvort einhverjar af Ísó dömunum séu á leið suður?? Heyrumst fljótlega Inga.
inga (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:45
ahh en gaman að þú skulir ennkoma með blogg, líst vel á þig!
Ég get þá fylgst með ykkur og ykkar ferðum! Og mér þykir þú meiga vera virkari í að koma með myndir inná barnaland, held að þið gerir ykkur margt til skemmtunar sem þið ættuð að getað fest á mynd:D
Bestu kveðjur frá Danmörku
Sigrún (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.