Lítið að frétta

Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir það gamla.  Það er búið að vera að skamma mig fyrir að blogga ekki neitt, ástaæðan er einföld, mér hefur ekki legið neitt á hjarta.  Nenni ekki að blogga um ekki neitt. 

Hátíðarnar hafa gengið bara alveg ágætlega, var alveg rosalega stabíl um jólin en datt aðeins í konfekt um áramótin.  Hef passað mig á að sleppa ekki úr hreyfingu, fór m.a. út að ganga á aðfangadag og í ræktina á gamlársdagsmorgunn.  Nú erum við hjónin búin að kaupa okkur árskort í Árbæjarþreki, erum búin að fara einu sinni saman.  Sá fyrir mér að við færum saman í ræktna í eins jogginggöllum (thíhíhí) frekar hallærislegt.  Nú verður maður að halda áfram, vantar aðeins á reglu í matmálstímana, held að ég þurfi bara að láta símann hringja á mig til að minna mig á að borða á réttum tíma.

Fyrsti fundurinn í Hveragerði eftir útskrift er næsta laugardag, þá er fræðsla og svo vigtunFrown þá kemur að fyrst í ljós hvernig maður hefur staðið sig.

Meira síðar

kv

Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ og gleðilegt ár. Er á fyrstu vaktinni minni eftir rúmlega árs langt frí og boy og boy.. segi ekki annað!!! Búin að hlaupa sveitt við að aðstoða sængurkonur með brjóstavandamál!! Ekkert smá þreytt og illt í bakinu!! en þýðir ekkert væl... Vona samt að það komi engin í fæðingu.....

 Flott hjá þér að vera svona stapil um jólin!! Heyrumst nú fljótlega og skipuleggjum hittting!! Eigum við ekki bara að fara stafrósröðina? Hildur næst??

Kveðja Inga.

inga (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 02:17

2 identicon

Já akkúrat, mæta í eins jogging göllum, og svo kyssast á milli æfinga,,, hi hi hi

hanna (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 11:09

3 identicon

sástu ekki í áramótaskaupinu að blogg er um ekki neitt, bloooooggggggblalalalalblogggggggblalalalalblaaaabloggblooooooggggggg

Þannig er þau flest en mér finnst gaman að kíkja á þitt svo bara skrifa um ekkert eða bara um furðufuglana sem vinna með þér

árnú (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 19:51

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir síðast ! Opnaði moggann í morgun fékk pínu í magann.....fróðlegt verður að sjá hvað gerist nú og hvort að umfjöllun heldur áfram og í hvaða farveg hún fer!

Bestu kveðjur og gangi ykkur vel í þrekinu

Sunna Dóra Möller, 8.1.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband