Jólakveðja

Mér finnst að jólin séu að koma á alveg ógnarhraða, ætli þau líði ekki líka á sama hraða.  Þorláksmessa á morgun og ég ekki búin að kaupa allar jólagjafirnar, á eftir að pakka nánast öllu inn.  Var að klára peysu sem ég ætla að gefa í jólagjöf, var að þvo hana, vonandi verður hún orðin þurr svo að ég geti pakkað henni inn.  En það er búið að skreyta jólatréð alveg ljómandi fallegt og meira að segja jólapakkar komnir undir það.

Við erum að fara í skötuveislu í sveitina á morgun, það verður gaman þó að ég borði ekki skötu, síðan verður maður að drífa sig í bæinn aftur til að klára jólagjafainnkaupin og að kaupa restina í matinn.  Ég er aðeins að vandræðast með eftirmatinn á aðfangadagskvöld, ég hef undanfarin ár búið til tobleronís sem er nánast bara rjómi og egg, ég er að hugsa um að gera hann ekki í ár en veit ekki hvað ég á að hafa í staðin, einhverjar tillögur?

Ég er búin að vera nokkuð dugleg að fara í ræktina, fór að vísu ekki í dag þar sem ég var á "næturvakt dauðans" í nótt, ég var alveg búin á því bæði á líkama og sál þega ég kom heim, hef ekki farið úr náttfötunum í dag.

Ég vil að lokum þakka öll commentin sem ég hef fengið, þetta hefur verið mér dýrmætt, haldið endilega áfram að hvetja mig áfram, ég þarf á því að halda.

jólamynd

Jólakveðja

Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðileg jól til ykkar allra, hafðu það gott um jólin

Sunna Dóra Möller, 23.12.2007 kl. 09:55

2 identicon

Gleðileg jól og hafið það gott um jólin. Förum nú vonandi að hittast bráðum en sennilega ekki fyrr en á næsta ári:)

kveðja úr Borgarnesi

Magga (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 16:53

3 identicon

hæ hæ sæta og gleðileg jól. Vonandi hafið þið haft það gott um jólinn!! Vonandi hefur þér tekist ágætlega að standast eitthvað af þessum freistingum sem eru í svo miklu mæli um jólin!! Endalaust af kjöti, meðlæti forréttum, eftirréttum og konfekti!!! Veit allavega að ég tapaði mér algjörlega í áti um jólin!! Ég hætti nefnilega að borða nammi í byrjun okt og var búin að ákveða að borða eitthvað nammi um jólin.... eitthvað er svolítið mikið hjá mér!!! Er reyndar svo "heppin" að vera með munnangur þannig að ég hef ekki getað tapað mér gjörsamlega í namminu!!! En verið samt dugleg!!! Heyrumst nú vonandi fljótlega og haltu áfram að vera svona dugleg!!!!!!!!!!!! kær kveðja Inga.

inga (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 01:41

4 identicon

Gleðilegt nýtt ár!  Vonandi átturðu skemmtileg jól og áramót.  Vonandi varst þú duglegri en við hin sem fríkuðum út í áti.  En það verður bara kál og skemmtilegheit á mínum bæ á næstunni. 

 Hlakka til að sjá þig, hlýtur að sjást á þér hvað þú ert búin að  vera dugleg.

kv. Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband