14.12.2007 | 22:42
Vinna, vinna og vinna
Jæja nú er maður byrjaður að vinna, bara gaman að vera komin aftur, en ég var ekki búin að vera lengi á deildinni þegar ég var spurð hvort ég gæti ekki tekið bakvakt þarna og /eða unnið lengur hinn daginn, feels like home Maður er ekki lengi að detta í grírinn þarna á fæðingardeildinni, gaman að hitta samstarfsfólkið aftur.
Í dag komst ég ekkert í ræktina sem er í fyrsta skiptið, eftir vinnu þurfti ég að fara í búð, baka fyrir afmælið hans Eðvarðs, elda matinn og skrifa jólakortin, ég ætla að fara fyrir hádegi á morgun, alveg ákveðin.
Ég er alveg hundleið á þessu veðri, rok og rigning er ekki mitt uppáhald, ég vil fara að fá jólasnjóinn, þá er allt miklu bjartara og hreinna.
jæja ætla að fara að sofa
kv
Hrafnhildur
Athugasemdir
Til hamingju med árangurinn vinkona!! gaman ad fá ad fylgjast med thér á blogginu! Allt gott ad frétta af okkur, jólaundirbúningurinn hér á fullu eins og annarsstadar, reynum ad skilja stressid útundan...
Ég gerdi átak á sjálfri mér fyrir nokkru sídan og sleppi hvítu hveiti, sykri og ger og hvad sem hver segir og hvort sem thad snýst um candida eda ofskynjanir thá lídur mér betur. Meiri kraftur, orka og lífsgledi, matarlystin betri og ég hef ekki enn ordid veik 7 9 13.
Hlakka til ad fylgjast med framhaldinu!
heja heja
nafna Rós
Hrafnhildur Rós (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 23:00
Velkomin heim!
Gaman að sjá þig aftur! og fá þig loks aftur í vinnuna, við höfum saknað þín (ekki bara vegna þess að það vantaði fleiri til að taka bakvaktir) Flottur árangur hjá þér og frábært að sjá hvað þú geislar.
Sjáumst í næsta stríði, er voða fegin að geta sofið á mínum græna meðan þið púlið
kveðja
Guðrún
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 13:41
Vona að afmælið um helgina hafi gengið vel, og tónleikarnir hjá Axel.
Er nú að vinna seinustu vikuna mina, vei vei vei.
adios
Hanna
hanna (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.