Byrjuð í ræktinni

Jæja nú er hversdagleikinn að byrja aftur, fyrsta vaktin á morgun, það verður gott að komast aftur í vinnu.  Ég fór í Árbæjarþrek í morgun, keypti mér mánaðarkort, ætla að bíða með að kaupa árskort athuga hvort að það verði ekki tilboð af þeim í janúar.  Ég fór og hjólaði, í tæki og á bretti, mér líst bara vel á þetta.

Það var afmælisveisla í dag, Eðvarð bauð öllum strákunum í bekknum, það var alveg gífulegur hávaði í 2 klst, við vorum alveg búin eftir þetta, það var hámað í sig pitsur og svo Simson-kaka sem ég bakaði og hún tókst nú bara vel þó að ég segi sjálf frá.  Ég er orðin svolítið stressuð að ég nái ekki að kaupa allar jólagjafir fyrir jólin, ég er að fara í þvílíka vinnutörn og svo verður afmælisveisla fyrir ættingja á laugardaginn, ég er ekki einusinni búin að leggja lokahönd á jólakortinFrown

jæja best að fara að halla sér

kv

Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegur árangur hjá þér á mánuði þú mátt vera stolt af þessu. Ég á líka eftir að kaupa nánast allar jólagjafir og skrifa jólakortin, er alveg hrikalega róleg en svo veit ég að ég fer í stresskast þegar nokkrir dagar eru til jóla og rumpa þessu af.

Áfam sprikl!!!!

Heyrumst

Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:28

2 identicon

Til hamingju með frábæran árangur Hrafnhildur....Nú er bara að halda áfram, erfiðir tímar framundan en það er víst engin afsökun.

Er enn í USA, kem heim á sunnud., kíkti í Mall of America í gær, tókst að skoða 18% af því. Hér í miðvesturríkjunum þarf að hafa mikið fyrir því að finna heilsusamlegan mat sem er auðvitað fáránlegt.

Ég á örugglega líka eftir að fá stresskast varðandi jólaundirbúning þegar ég kem heim, var reyndar búin að kaupa mikið af jólagjöfum á Kanarí í sumar. En ég er að hugsa um að nota sama mottó og þú að hugsa um þetta sem samverustund með fjölskyldunni, held að það sé mun hollara en þessi geðveiki sem grípur alla°. Gangi þér vel áfram, ég fylgist með. Kv. Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband