10.12.2007 | 10:47
Hvernig á að höndla hátíðar?
Komið þið sæl og blessuð
Ég fór á fyrirlestur á laugardaginn hérna á "hælinu" um hvernig eigi að höndla hátíðar. Mikið var rætt um hömluleysið sem grípur fólk á jólahátíðinni. Hátíðin er núna ekki bara bænadagana heldur allann desember með jólahlaðborðum og allskonar veislum. Einnig var rætt um hversu mikið væri einblínt á mat, í raun er þetta að breytast úr "hátið ljós og friðar" í "hátið áts og kviðar" Við eigum að reyna að einblína á eitthvað annað, t.d. að líta á þetta sem samveru fjölskyldu nota hann í að spila, ganga eða eitthvað annað sem ekki tengist mat og drykk. Gott ráð fyrir þá sem eru alltaf að stinga upp í sig meðan maður er að elda (ég er ein af þeim) vera með tyggjó. Þetta gerði ég um helgina, ég var að baka, ég er með þennan leiðinlega ósið að "smakka aðeins á deiginu" eins og flestir gerðu þegar við vorum börn, ég er bara ekki vaxin upp úr því ennþá, ég var með tyggjó og það fór bara ekkert deig upp í mig
Tónleikarnir hjá drengjakórnum voru alveg yndislegir, alveg ótrúlegt hvað þeir komast hátt upp, maður fékk nú pínu kökk í hálsinn. Svo voru tónleikar hjá Eðvarði á laugardaginn í tónlistaskólanum, þar spilaði hann ásamt öðrum á blokkfautu og söng líka með hópnum.
Nú er allt að klárast hérna á "hælinu", útskrifarviðtöl á morgun, svo er bara að mæta í vinnuna á fimmtudaginn. Ég hlakka bara til að komast heim, mér finnst ég alveg tilbúin að koma heim og takast á við þetta þar.
kv
Hrafnhildur á hæli
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.