Fimmtudagur => viktun

Halló halló

Ég fór að ræða það í hópnum mínum að ég væri búin að nefna viktina Viktoríu þá sagði einn að það væri svolítið sérstakt að einusinni í viku færum við öll á Viktoríu, körlunum fannst það sérstaklega skrýtiðLoL  En semsagt þá var stefnumót hjá hópnum við hana Viktoríu í dag, það fóru 1.3 kg hjá mér þessa vikuna, samtals farin 5.1 kg síðan ég kom inn.  Hjúkrunarfræðingurinn sagði okkur að við værum samtals búin að missa 36.5 kg síðan við komum inn, við erum bara ánægð með það.  Þetta er mjög skemmtilegur hópur, oft mikið hlegið.

Axel er á leiðinni að sækja mig, ég ætla að skreppa í bæinn og sjá strákana mína syngja í Hallgrímskirkju í kvöld, þar eru tónleikar með Drengjakór Reykjavíkur, sem Eðvarð er í, einnig syngja með nokkrir félagar úr Karlakór Reykjavíkur og Axel er meðal þeirra.  Ég hlakka alveg rosalega mikið til.

Meira síðar

kv

Hrafnhildur 5.1 kg léttari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt hjá þér
Góða skemmtun á tónleikunum!
Geri ráð fyrir að við sjáumst 15.des, bíst við að vera í rvk þá
Bestu kveðjur, Sigrún.

Sigrún Guðmunds (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 20:07

2 identicon

Flottur árangur.  Góða skemmtun í kvöld. Kv. Maja

María G. Þórisdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:44

3 identicon

Sælar

Bara láta vita að ég er á lífi. Frábær árangur hjá þér. Áfram svona. Það ER hægt að vinna Viktoríu kannski ekki eins og Beckham en hver vill það? :-) Heyrumst fljótt.

Kveðja

Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:15

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gott að heyra að allt gengur vel! Bestu kveðjur, Sunna og co

Sunna Dóra Möller, 7.12.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband