3.12.2007 | 13:26
Frábært helgarfrí
Ég fór heim um helgina, byrjaði á því að fara með Eðvarð á æfingu, hann tekur þátt í 2 tónleikum í vikunni. Á fimmtudagskvöldið er hann að syngja með Drengjkór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju, síðan er tónleikar í tónlistarskólanum á laugardaginn í Langholtskirkju, heilmikið að gera. Eftir æfinguna fórum við í Byko og keyptum málingu til að mála holið, síðan var farið heim til að undirbúa það að mála, það var svo gaman að mála, sjá hvað allt varð hreint. Síðan þreif ég gluggana, setti upp jólagardínur, jólaseríur, seríu á svalirnar og skrapp í heimsókn til mömmu á sjúkrahúsið á Akranesi hún var að fá nýja mjöðm. Ekki frá því að ég sé pínu þeytt eftir helgarfríið. En það var alveg yndislegt að sofa í sínu rúmi.
Ekkert svindl um helgina, ekkert rauðvín, nammi, draslmatur eða nart milli mála. Eina ég þarf að passa mig að gleyma ekki að borða á réttum tíma, borða morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Ég á það til að gleyma kaffitímanum einnig að borða hádegismat seint. Núna er bara rúm vika eftir að dvölinni hérna og ég hlakka bara til þegar hún er búin, er alveg tilbúin að fara heim og takast á við þetta þar.
kveðja
Hrafnhildur
Athugasemdir
Ekki annað, er þá ekki bara búið að undirbúa jólin?
Hafðu það gott seinustu vikuna,
Hanna
hanna (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 22:14
hæ hæ, gott að heyra að þið áttuð góða helgi saman!! Það er nauðsynlegt svona fyrir lokasprettinn á "hælinu" að breyta aðeins um umhverfi. En ótrúlega er þetta fljót að líða!!, bara rúm vika eftir?? Það verða sko komin jól áður en maður veit af!!! En áfram baráttukveðjur, þín vinkona Inga.
inga (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.