Einhver leiði í mér

Jæja nú er dvölin hálfnuð og allt gengur vel. Ég hef eitthvað verið orkulaus í dag, rétt komst á leiðarenda í göngunni í alveg úrhellis rigningu.  Lagði mig eftir matinn, venjulega hef ég farið í salinn og púlað þar en ég hafði enga orku og eitthvað þreytt í baki.  Ég er meira að segja búin að vera með heimþrá í dag, er farin að langa heim að undirbúa jólin, er jafnvel að pæla í að skreppa heim um helgina.  Ég er orðin svo leið á að sofa á þessum bedda, ég skil ekki á þessu heilsuhæli að bjóða upp á svona léleg rúm, hérna er fólk að koma með allskonar stoðkerfisverki og fá svo svona rúm.  Á dýrari herbergjunum er góð rúm, mér finnst ansi hart að þurfa að borga hellings pening fyrir allskonar lúxus, t.d. sjónvarp og internetstenginu, til að fá almenninlegt rúm. 

Það eru eiginlega búið að vera búin að baunaréttir alla helgina, maður verður svolíið uppþemdur af þeim svo ég tali nú ekki um svona í marga daga í röð.  Mér finnst baunir ekki vondur matur en þetta er nú alveg nóg í bili!!!!!

baunir

 

 kveðja

Hrafnhildur leiða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey hey, keep up the spirit.

hanna (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 21:20

2 identicon

Leiðin að markinu er alltaf upp og niður, aldrei bein og breið. Haltu bara áfram að gera vel og svo kemur hitt að sjálfu sér.  peppkveðja Árný

Árný Anna (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 22:01

3 identicon

ææ sæta   Ekki gaman að vera leið. En vonandi hristist þetta af þér eins og allt hitt sem er að hristast af þér...  Þú ert ekkert smá dugleg!! Skil samt líka vel að þú sért með heimþrá... á þessum tíma er svo mikið að gera með fjölskyldunni og auðvita langar manni bara að vera að stússast með henni en ekki á "hæli" í lélegu rúmi!! En bara áfram áfram!! Þetta tekur enda áður en þú veist af!! Gangi þér áfram vel! Kær kveðja Inga.

inga (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 00:39

4 identicon

Baráttukveðjur, Maja

María G. Þórisdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 14:10

5 identicon

þú verður nú ekki lengi að hrista þennan leiða af þér og halda tvíelfd áfram. Dáist að þér að taka svona massað á málunum.

knús

Guðbjörg

Guðbjörg G (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband