Stefnumótið við Viktoríu

Halló halló, jæja ég átti gott stefnumót við hana Vikotríu í gær, hún sagði 3,3 kg niður.  Auðvitað er þetta mikið af vökva sem ég er að missa, ég finn það t.d. á hringunum á fingrunum þeir eru lausari.  Ég er rosalega ánægð með þetta, gott að fá svona gott start, svo er bara að halda áfram.

Meðalaldurinn hér á hælinu er frekar hár, held að hann hafi hrapað niður þegar okkar hópur mætti á svæðið.  Ég veit ekki hvort ég er að smitast af þessum "ellismellum" ég sit á kvöldin og prjóna lopapeysu og hlusta á rás 1,  er þetta í lagi??

Ég finn hvað ég búin að fá aukin kraft og úthald þessar 2 vikur sem ég er búin að vera hérna, er farin að getað hjólað lengur og verið á bretti, jafvel hlaupið nokkur skref, mér finnst þetta bara skemmtilegt.  Núna er bæði rok og rigning, ef ég væri heima myndi ég ekki fara í göngu, en ætli maður láti sig ekki hafa það hérna, maður verður að læra það að láta ekki veðrið hafa áhrif á sig, bara klæða sig.  Ég fór á svona "harðnámskeið" í stafagöngu í vikunni, algjör snilld, ég ætla að fara að drífa mig af stað í gönguna sem er að fara að byrja og taka stafina með mér.

kv

Hrafnhildur 3,3 kg léttari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til lukku með þetta, alveg frábært hjá þér !

bestu kveðjur úr Reykásnum

Sunna Dóra Möller, 23.11.2007 kl. 11:27

2 identicon

Glæsilegt hjá þér

Gugga og co

Gugga Rós (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 13:21

3 identicon

Knús til þín

Árný Anna (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:35

4 identicon

Húrra fyrir þér frænka Ég held að þið Viktoría eigið eftir að verða bestu vinkonur!

Kveðja Halla 

Halla Ósk (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 16:48

5 identicon

Sæl frænka góð.. Mikið líst mér vel á þig, bæði með átakið og bloggið.
Er farin að vera virkur gestur hér á hverjum degi svo að nú skalltu halda áfram að blogga!
Hlakka svo til að sjá þig eftir mánaðrdvöl þína þarna!
Er viss um þér eigi eftir að ganga vel.
Gangi þér vel krútta

Bestu kveðjur úr Ólafsvíkinni!

Sigrún Guðmunds (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 17:46

6 identicon

Gott mál, þú stendur þig vel.

Allir biðja að heilsa frá London, Hallgerður er enn á sínum stað,  sendur af sér rigningu og storm.

hanna (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 10:52

7 identicon

Glæsilegt þetta.

Nauðsynlegt að fá svona booster til að takast á við framhaldið.

Bestu kveðjur til þín.

Kveðja

Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 12:10

8 identicon

flott hjá þér sæta!!!

Gaman að fá svona start!! Áfram baráttukveðjur

kær kveðja Inga ljósa

inga (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband