21.11.2007 | 17:23
Jörð skelfur
Halló vinir og ættingjar, það er alveg frábært að opna bloggið og lesa allar kveðjurnar frá ykkur, ekki frá því að ég fái kökk í hálsinn, þá er bara að kyngja maður verður bara feimin.
Vikan byrjar vel, er komin á fullt í prógramm er í tækjasal, sundi, leikfimi og svo það sem ég hélt að bara gamla fólkið stundaði bara þ.e. sundleikfimi. Fyrsta sem ég hugsaði var "hvað er verið að láta mann fara í svona gamlamannaleikfimi" en þetta er alls ekki svoleiðis, maður tekur virkilega á, þetta kom skemmtilega á óvart. Svo er mikil fræðsla, vorum í fyrirlestri í morgun um hitaeiningar hjá næringarfræðing, eins og maður hafi ekki vitað nánast allt um þetta, en alltaf gott að skerpa á þessu til þess er maður komin hingað.
Hópurinn er bara fínn, við erum að kynnst betur, þetta er upp til hópa fínir einstaklingar. Flestir í hópnum hafa ekki stundað neina hreyfningu í langan tíma, ég er svona í besta forminu af okkur, ég nota pásuna í stundaskránni til að fara í salinn eða á bretti, eitthvað sem hinir eru ekki farnir að gera því að það sem er á stundaskránni er nóg fyrir þau í bili.
Nú er komið að stefnumóti við vigtina á morgun klukkan 07:30, ætli jörðin fari ekki að skálfa þá Það verður spennandi, ég finn að ég er búin að losa mikin vökva, alltaf á klósettinu.
kveðja
Hveragerður
Athugasemdir
Flott byrjun, veit að þú stendur þig vel, bestu kveðjur, Maja
María G. Þórisdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 18:20
Glæsilegt að vera kominn í góðan gír. Á heimleið í fyrramálið eftir skemmtilegan tíma á fæðingargangi. Uppskeran var 9 fæðingar. Bara sátt og ánægð, alltaf gaman að hitta kellurnar þar. Vantaði bara þig
Keep on blogging.
Bestu kveðjur
Brynja
Brynja ljósa (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:10
Baráttukvitt !
Sunna Dóra Möller, 21.11.2007 kl. 19:46
Hæ hæ skvís, spennandi að vita hvað viktoría segir á morgun. örugglega alltá niðurleið þar. bið annars bara að heilsa í bili. bestu kveðjur Árný Anna
Árný Anna (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 21:10
Eg held að ég sé að tína upp kílóin sem þú ert að hrista af þér,, úffff
hanna (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:01
Hæ hæ
Fékk slóðina hjá henni Brynju, veit að þú átt eftir að massa þetta!!
Bestu kveðjur frá Ísafirði
Gugga, Hannes og co
Gugga Rós (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:47
Sæl mín kæra!! Flott hjá þér. Sá slóðina á tölvunni niðri í vinnu. Sakna þín. Var á 2 næturvöktum í síðustu viku og það var eiginlega asnalegt að þú værir ekki þar líka!
En held að það sé gott hjá þér að minnka næturvaktirnar þær fara illa með mann.
Hugsa til þín og farðu vel með þig!
knús og kossar og baráttukveðjur.
Nautin fara allt sem þau ætla sér!!
Veit þú átt eftir að taka þetta með stormi!
kveðja
Guðrún
Guðrún S. Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 02:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.