18.11.2007 | 12:04
Er á hátindi ferils míns!!!!!
Halló halló, nú er bara bloggað á hverjum degi meðan maður hefur tölvu. Ég gleymdi að segja frá því í síðustu bloggfærslu stefnumótið sem ég átti við vigtina, ó boy ó boy ó boy. Það er hægt að segja að ég sé á hátindi ferils míns, hef aldrei verið eins þung og nú. Held að undanfarnar vikur hef ég látið eins og fólk sem er búið að ákveð að hætta að reykja, það keðjureykir dagana fyrir, ég er búin að vera í algjöru sukki síðustu vikurnar fyrir Hveragerðisvistunina. Nú er viktun 1 sinni í viku á fimmtudögum, vonandi fer hún að síga eitthvað niður á við.
Ég er eina úr hópnum sem er búin að vera hérna alla vikuna, er bara stollt af því. Alveg dásamlegt að Axel og Eðvarð hafi komið til mín. Þeir ætla heim eftir hádegi, Eðvarð er að fara til Jónsa frænda þar sem Axel er að fara að gera verkefni í skólanum.
Vonandi kemur talvan úr viðgerð fljótlega eftir helgi svo að ég geti bloggað, annars verð ég á fá lánaða fartölvuna hans Axels þegar hann er búin með verkefnin í skólanum.
kv
Hrafnhildur hin þunga
Athugasemdir
Gengur betur næsta fimtudag, auðveldara að bæta sig þegar fyrsta talan er há.
kveðja Hanna
hanna (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 13:32
Frábært hjá þér!
Einn dagur í einu og þá kemur þetta
baráttukveðjur á "hælið"
kveðja Tinna
Tinna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 14:23
Þetta er allt í rétta átt, ég veit að þú getur þetta. Hálfnað verk þá hafið er. Kv. Maja
María (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:02
hæhæ sæta. Hlaut að vera tövluvessen,, kíki á hverjum degi og skildi ekkert í því hvaða rólegheit væru í gangi hjá þér á blogginu. Gaman að frétta af þér og þú ert algjör hetja Verð að taka þig til fyrirmyndar og fara að gera eitthvað í mínum málum..... Kannski að ég komi bara á "hælið"??!! Allavega baráttukveðjur, Inga.
inga (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 00:27
Sæl frænka
Maður fylgist með vinum og vandamönnum í laumi en nú verð ég að kommenta því þú átt hrós skilið fyrir hugrekkið og dugnaðinn og gangi þér vel í baráttunni við kaloríupúkann. Baráttukveðjur, Jóhanna Lind El.
Jóhanna Lind Elíasdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:08
Halló frænka
Þú ert algjör hetja, veit að það sem er erfiðast fyrir þig er að vera frá körlunum þínum, en þú átt eftir að gera þetta með glans eins og allt annað sem þú gerir.
Knús Halla Ósk
Halla Ósk (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:39
Hæhæ
Vildi bara kasta á þig kveðju! Farðu vel með þig og gangi þér áfram vel !
kkv. sunna
Sunna Dóra Möller, 19.11.2007 kl. 16:23
Hæhæ,
Sýnist þú bara fara vel af stað, verður gaman að heyra hvað vinkona þín segir næsta fimmtudag.
Kveðja
HIldur
Hildur (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:24
Sæl gamla mín
Er í netheimum á rólegri næturvakt. Vona að allt sé í standi hjá þér.
Bestu kveðjur af ganginum
Brynja
Brynja (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 04:39
Hæ, held að þið séuð að taka heldur hressilega á því í leikfiminni, það kemur fram á skjálftamælum.
hanna (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 21:47
Hæ Hrafnhildur, við hérna í vinnuni söknum þín og ekki síst á þessum tíma sólarhrings. Sendum þér heilshugar- og heilsusamlegar kveðjur og vitum af því sem við þekkjum þig að þú stendur þig vel. Gangi þér allt í haginn, kveðja ljósmæður á næturvakt.
bjarney (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 06:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.