Tölvuvandræði á "hælinu"

Jæja núna er ég loksins tengd við umheiminn, það kom vírus í tölvuna hérna eftir að ég mætti á svæðið.  Vikan hefur verið ok, allt farið fekar rólega af stað og ég þessi skorpumanneskja fannst þetta heldur rólegt, ég er nefnilega alveg tilbúin NÚNA að gera eitthvað, þá á allt að gerast NÚNA!!!!!  Þetta er kannski hluti af sálfræðinni í meðferðinni að við eigum að líta á þetta sem langhlaup en ekki sem skorpu.  Ég er búin að sofa mikið í vikunni, held að ég hafi verið langþreytt, er komin á þá skoðun að næturvaktirnar eru alveg að fara með mig, ætla að minnka þær eftir áramót og fara að setja sjálfan mig í fyrsta sæti.  Málið er að þegar maður er á svona miklum næturvöktum hefur maður ekki neinn tíma né orku að stunda einhverja hreyfingu milli vakta, það fer svo mikill tími í svefn. 

Prógammið leggst bara vel í mig, held að það verði bara alveg nóg að gera í næstu viku.  Ég fór í leirbað á föstudaginn, það var mjög sérstakt en mjög notalegt. 

Maturinn er bara mjög góður, grænmetis- og baunaréttir alla daga nema 2 daga er fiskur, ekkert kjöt.  Hér labbar fólk um ganga og prumpar í öðru hvoru skrefi, mjög fyndið í leikfiminni (thíhíhí). 

Axel og Eðvarð komu í heimsókn til mín í dag og ætla að gista hjá mér í nótt, við erum búin að fara í göngutúr um Hveragerði og fara í sund.  Axel kom með tölvuna svo að ég gæti bloggað eitthvað, voðalega gaman að fá þau til mín.  Jæja þetta er nóg í bili, ég þakka öll kommentin og baráttukveðjurnar.

kv

Hrafnhildur á "hælinu"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlaut eitthvað að vera, skildi ekkert í því að þú værir ekki búin að blogga. Gott að allt gengur vel. Já njóttu þess bara að láta allt flakka á göngunum og í leikfiminni.

Kveðja

Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 18:54

2 identicon

Það er bara gott að byrja rólega, þetta er nákvæmlega ekki "skorpa",  gott að fara í gegn um svona naflaskoðun á sjálfum sér, nógur tími til á spá og spögulera í friði.  Sammála með næturvaktirnar.

Kveðja frá Lodnon

hanna (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband