Mætt á svæðið

Jæja nú er maður komin austur fyrir fjall, komin með herbergi á "hælinu" sem er bara fínt, að vísu hefur ekki verið splæst mikið í rúmið, ætla að melta það í nótt hvort ég þurfi að fá eggjabakkadýnu.  Axel skutlaði mér, mikið fannst mér erfitt að horfa á eftir honum, langaði á því augnabliki bara að fara heim aftur.

Það gerðist ekki mikið í dag, bara viðtal við hjúkrunarfræðing og svo sýningarferð um staðinn.  Mér líst vel á mig, ég finn að vísu ekki strax neinn í hópnum sem ég "fitta" með.  Við erum 9 í þessum hóp þar af 3 karlar svo er 1 kona á aldur við mömmu, en ég má ekki dæma þetta strax.  Á morgun á ég stefnumót við vigtina og ég hlakka hreinlega ekkert til að hitta hana, en þetta er víst partur af prógramminu.

Takk fyrir viðbrögðin, ég þarf svo á því að halda að fá svona "pepp" ég vissi alltaf að ég ætti góða vini.

kv

Hrafnhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Baráttukveðjur

Sunna Dóra Möller, 12.11.2007 kl. 19:21

2 identicon

o þú ert hetja að fara þetta, skil ekkert í þér að hafa ekki takið mig með. Þetta hefði geta orðið svona Varmalands stemming, bara spurning hvort við hefðum fengið inngöngu saman allavega ekki ef meðmælin kæmu frá Vígþóri:)hehehehe

En gaman að geta fylgst með þér, kíki örugglega á hverjum degi

kveðja Magga

Magga (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:16

3 identicon

jæja sæta!! Bara mætt á svæðið og kemst greinilega í tölvu!! Þú ert algjör hetja!!! Gaman að lesa kommentin frá stelpunum til þín og ég segi eins og þær, ég á eftir að kíkja á þig hérna á hverjum degi (allavega í hvert skipti sem ég fer í tölvuna)!! Baráttukveðjur Inga.

inga (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:28

4 identicon

Hæ Spús

 Erum báðir að læra kallarnir þínir, Eðvarð að skrifa og ég að lesa.

Hertu upp hugan mín kæra, við komum í heimsókn á laugardaginn.

Sjáumst þá

kallarnir í Hraunbæ 98

Axel (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:28

5 identicon

Sæl og blessuð, gaman að fá að fylgjast með.  Hugsa til þín og sendi þér baráttukveðjur, bestu kveðjur, María

María G. Þórisdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 10:27

6 identicon

Fyrsta vikan nú þegar að taka enda, þetta líður fljótt.  við komin til baka frá NY, held að ég hafi labbað 5-10 kls á dag, skrölti eitthvað í mjöðmunum eftir þetta.  En ferðin var rosa góð.  Verð að vinna í london næstu 2 vikurnar sem er frábært.

Hvernig standa íþróttaskórnir sig?  Þú verður komin í þrusu form fyrir átökin með mér í febrúar, hi hi ábyggilega í betra fromi en ég.

Hanna, Herve, Hallgerður og ??

hanna (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband