12.11.2007 | 08:58
Hveragerði
Góðan daginn landið og miðin. Í dag er ég að byrja á að gera eitthvað sem ég var fyrir löngu búin að heita mér að gera aldrei, það er að blogga. Mér hefur alltaf fudist svo mörg blogg um ekki neitt, jafnvel verið að segja frá hversdagnslegum hlutum eins og hvað er í matinn, hvenær fólk sækir börnin sín í leikskóla og um veðrið svo eitthvað sé nefnt. Hingað til hefur mér fundist ég ekki hafa neitt að segja, en núna er kannski að verða einhver breyting á. Í dag er fyrsti dagurinn minn í nýjum lífstíl, mörgum finnst það kannski vera hversdagslegur hlutur, en þetta er stórt skref fyrir mig. Í sumar fór ég til heimilislæknis vegna þess að ég var alveg komin með upp í háls af sjálfum mér, vildi gera eitthvað í mínum málum var þar með að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég þyrfti aðstoð við að létta mig, beiðni var skrifuð "hælið" í Hveragerði og fékk ég inni þar. Er semsagt að fara þanngað í dag, er að hefja ársprógramm sem byrjar með inlögn í 30 daga. Langar að leyfa ykkur að fylgjast með mér.
Ég kvaddi Eðvarð í morgun, hann var að fara í skólann, að venju var mjög erfitt að vekja hann, ég átti erfitt með að skamma hann fyrir að vera lengi að hafa sig af stað, ég varð svolítið meir þegar ég horfði á eftir honum, mér líður eins og ég eigi ekki eftir að sjá hann í marga mánuði, kvaddi hann með tárin í augunum. Ég á eftir að sakna karlanna minna, Axel hefur alltaf staðið við bakið á mér eins og klettur og það verður engin breyting þar á nú. Þetta verður töff hjá honum að vera einn með Eðvarð þá aðalega vegna þess að það verður erfiðara fyrir hann að fara í skólann á þri og fim kvöldum, en með góðri hjálp ættingja gengur þetta.
Þetta er nóg í bili, vonandi er góður aðgangur að tölvu í Hveragerði svo að ég geti skrifað nýjar færslur eins oft og ég hef eitthvað merkilegt að segja.
kv
Hrafnhildur
Athugasemdir
Gangi þér og ykkur ótrúlega vel í þessu öllu saman. Þú ert dugleg Hrafnhildur og ég trúi að þú munir standa þig eins og hetja í þessu.
Ég sendi bloggvinabeiðni á þig og ef þú samþykkir, get ég fylgst vel með þér !
bkv. sunna
Sunna Dóra Möller, 12.11.2007 kl. 09:22
sæl og blessuð mín kæra!! Gaman að fá að fylgjast með þér hérna!!! Gangi þér vel í þessu prógrammi dúllan mín:-) Skil vel að það hafi verið erfitt að kveðja kallana þína í morgun!! Ég bæti þér inn á síðuna mína þannig að ég verði dugleg að kíkja í "heimsókn" til þín!! Kær kveðja Inga.
inga (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 11:31
Sæl mín kæra, gaman að geta fylgst með þér. Sendi þér baráttukveðjur og vona að þetta eigi eftir að ganga vel hjá þér. Reyndu bara að njóta daganna þetta verður örugglega fljótt að líða:)
Kær kveðja Ásthildur
Ásthildur Gestsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 12:34
Elsku Hrafnhildur, mér finnst frábært hjá þér að drífa þig í þetta prógramm.
Ekki spurning að allir eigi eftir að græða á þessu þó sérstaklega þú og karlarnir þínir, þú skalt minna sjálfa þig á það þegar erfiðu dagarnir koma.
Þú getur þetta eins ákveðin og þú getur verið. Mér finnst mjög sniðugt að þú ætlir að blogga um þetta því þá verður erfiðara að gefast upp og hér áttu pottþétt eftir að fá fullt af peppi.
Hafðu það gott í Húrígúrí, hlakka til að fylgjast með þessari nýju konu. Áfram Hrafnhildur.....
kv.Hildur
Hildur Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 13:39
Sæl, það verður gaman að geta fylgst með þér. Gangi þér vel og hafðu það sem allra best. Það verður örugglega erfitt fyrst að vera frá strákunum þínum en tíminn er fljótur að líða. kv. Jónína
Jónína (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 13:48
Gangi þér allt í haginn Hrafnhildur mín. þegar allt var á haus í vinnunni í morgun hefði ég alveg viljað vera í hveragerði með þér. Þín verður allavegana saknað í vinnunni það er á hreinu. En sendi þér mínar baráttukveðjur og ég veit þú getur þetta. Bestu kveðjur Árný Anna
Árný Anna (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 16:04
Hey
Sé að pósturinn minn frá því í gær hefur ekki skilað sér.
Hef sennilega gleymt að reikna dæmið.
En gangi þér nú allt í haginn á "hælinu" veit að þú rúllar þessu upp. Á eftir að kíkja á bloggið á hverjum degi svo vertu nú dugleg að uppfæri.
Bestu kveðjur
Brynja
Brynja (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.