Færsluflokkur: Bloggar

Endurkoma í Hveragerði

Halló halló

Það er gott að vera komin aftur í Hveragerði, aðeins að "kristna" mann fyrir sumarið.  Ég hef tekið allt með trukki, farið í leikfimi, salinn, sund og svo göngu.  í dag hef ég verið svo þreytt að ég hef varla haft orku í neitt.  Eftir hádegi skreið ég upp í rúm og svaf, held að ég hafi farið aðeins of geyst í hlutina.  Ég hef líka verið aðeins verið með í maganum í dag, ástæðan er sennilega baunirnar og gífulegt magn af grænmeti.  Það mætti ekki allur hópurinn og árangurinn hefur er mjög misjafn hjá fólki. 

Ég kem alveg tvíelfd heim, ég er nefnilega búin að fá hjólið, fékk í afmælisgjöf frá Axel og Eðvarði þetta fína frúarhjól.  Nú ætla ég að fara að hjóla í vinnuna, byrja á því strax eftir helgi.

kv

Hrafnhildur á hælinu


Af hinu og þessu

Ég er alveg dauðuppgefin eftir að hafa verið á 2 næturvöktum, það var alveg brjálað að gera á þeim báðum, ég fékk 2 frumbyrjufæðingar fyrri og 1 seinni.  Okkur íslendingum hlýtur að vera að fjölga því það eru töluvert fleirri fæðingar nú en á sama tíma í fyrra.

Ég fór ásamt henni Árný Önnu vinkonu minni í Þjóðdansafélag Reykjavíkur til að fá leigðan íslenskan þjóðbúning fyrir ráðstefnuna í Glasgow, ég var nú alveg að renna á rassinn með að fara að máta, hélt að það væri nú ekki til svona föt á svona stóran skrokk.  Ég fékk þessi fínu peysuföt og þessi fullorðna krúttlega kona sem vinnur þarna sagði að svona þykkar konur myndi bera þessi föt miklu betur, ég verð bara að trúa því.

Nú er ég að fara í Hveragerði á sunnudaginn og verð í viku, það leggst vel í mig, þarf aðeins að fá smá spark í rassinn fyrir sumarið.  Ég er ekki en búin að kaupa hjólið sem ég ætlaði að gera strax eftir síðustu mánaðarmót en það stendur til bóta.  Annars var ég að uppgötva það að það er búið að stela gamla hjólinu mínu úr hjólageymslunni okkar, veit ekki hvenær það var gert, kannski bara einhverntímann í vetur, pirrandi.

Ég læt vita af mér í Hveragerði

Hrafnhildur


Loksins nýjar fréttir

Komið þið sæl vinir og ættingjar

Í gær átti ég afmæli, feðgarnir buðu mér út að borða á Lækjarbrekku, ekkert smá flott.  Tilefnið var ekki bara mitt afmæli heldur eigum við Axel 10 ára trúlofunarafmæli, alveg ótrúlegt hvað tíminn líður.  Svo kom "moment of truth" í dag í Hveragerði, núna var vigtin í fyrst sinn ekki á réttan veg, ég fór upp um 900 gr.  Ég veit alveg af hverju það er, maður hefur aðeins misst sig þennan mánuðinn í mataræðinu, svo hefur mér gengið ansi illa að komast af stað í ræktina aftur eftir þessa þráðlátu flesu sem ég fékk eftir páska.  Nú er bara að ná tökunum aftur,  ég fæ hjólið mitt sem ég er að fara að kaupa mér eftir helgi þá verður hjólað í vinnuna.  Þrátt fyrir þetta leggst sumarið vel í mig, markmiðið er að halda sér, ekki að þyngjast, ef ég léttist þá er það bónus.

Eðvarð var að spila á lokatónleikum í tónlistarskólanum í dag, hann stóð sig alveg með prýði.  Allt að klárast, kórinn og handboltinn er einnig búin.  Núna ætlar Eðvarð að æfa fótbolta í sumar og prófa að fara á golfnámskeið.

kv

Hrafnhildur


Gleðilegt sumar

Sumarið kom í dag og fannst mér það alveg dásamlegt þó að það væri bara á dagatalinu því ekki var nú sumarblíða í dag.  Ég var að vinna og það var alveg nóg að gera.  Feðgarnir ætluðu að fara í skrúðgöngu en misstu af henni þar sem hún fór af stað of snemma, þeim fannst alveg glötuð dagskráin hérna í Árbænum til að fagna sumrinu, ekki mikið fyrir svona gaura eins og Eðvarð að gera, m.a. voru hoppukastalarnir fyrir 3-6 ára svo Eðvarð var of gamall, hann varð frekar fúll svo það var bara tekin DVD mynd og keyptur ís.  Síðan þegar ég kom heim úr vinnunni þá fékk hann sumargjöf frá okkur, hann fékk línuskauta og hlífar, hann varð að prófa strax, hann fór nokkrar ferðir inni síðan fór hann út.  Alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að koma hjá honum, ég var fyrst alveg með hjartað í buxunum en svo sá ég hvað hann var fljótur að ná þessu.  Set tvær myndir af honum meðWink

Sumarkveðja

Hrafnhildur

CIMG1676                   CIMG1679


Hveragerðisblogg

Jæja nú var aprílfundur í Hveragerði í dag, rætt var um hreyfingu, mikilvægi þess að halda áfram.  Þetta var nú ekki ný vísindi en alltaf er gott að fara yfir þetta aftur, minna mann á.  Við vorum 4 úr mínum hóp sem mættum (af 9), mér finnst það nú frekar léleg mæting.

Síðan var vigtun, það fóru 1,4 kg síðan síðasti fundur var samtals farin þá 12,7 kg.  Þetta fer hægt og bítandi, það á víst að vera þannig.  Ég er bara ánægð með þetta, mér finnst gott að fara í Hveragerði á þessa fundi, heldur manni við efnið, þ.e.a.s. ef fyrirlesarinn mætirCool

kv

Hrafnhildur


Er vorið ekki að koma?

Síðan ég bloggaði síðast hefur veikindin á heimilinu haldið áfram, þetta er að verða eins konar framhaldssaga.  Ég fór heim af helgarvaktinni (fyrir viku) með hita og hálsbólgu og lá heima í 5 daga.  Axel fór um helgina norður í veiðiferð með bróður sínum og vinum, þar náði hann sér í aðra ælupest.  Núna erum við búin að ákveða það að við séum búin að afgreiða allar pestir fyrir áriðWink

Ég og Sía ljósmóðir erum að leggja lokahönd þessa dagana á grein sem á að birtast í næsta ljósmæðrablaði, við erum búin að halda það síðan í febrúar að þetta væri alveg að klárast, alveg ótrúlegt hvað þessi lokafrágangur tekur langan tíma, en núna er þetta að verða komið og erum við að verða alveg rosalega ánægðar með greinina sem fjallar um sykurþolspróf á meðgöngu.

Ég er að verða frekar þreytt á þessum kulda, er farin að langa í vorið.  Er búin að ákveða að fjárfesta mér í nýju hjóli og ætla að fara að hjóla í vinnuna þegar hlýnar, ég gerði það einstökum sinnum síðasta sumar, var 30-40 min á leiðinni, aðeins lengur á leiðinni heim þar sem stór hluti leiðarinnar er uppi í móti.

kv

Hrafnhildur


Allir að jafna sig

Góðan dag

Allir eru að jafna sig eftir páskaveikindin, ég fór með Eðvarð til læknis í gær, hann var ekki með streptococca en lungun voru ekki hrein svo við fengum sýklalyf og púst, hann er allur að braggast, nánast hitalaus í dag, fyrsti dagurinn síðan á laugardag.  Ég verð að vinna um helgina, það verður bara gaman, það er svo skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með.

Næst helgi þurfum við að fara á 2 jarðafarir, á föstudag hjá Sr Bolla sem hann Axel var heimagangur hjá þegar hann var prestur fyrir norðan, svo á laugardag hjá frænda hans Axels á Grenivík, aumingja Axel var búin að plana veiðiferð föstud til mánud en það er ekki alveg að ganga upp.

Fór í leikfimitíma í gær, það var góð tilfinning að drífa sig aftur, þetta var alveg þrusu tími, hélt að hún væri að gera út af við okkur, enda smá harðsperrur í dagTounge

kv

Hrafnhildur


Páskafrí???

Góðan dag, alltaf er verið að skamma mig fyrir að blogga ekki nógu oft, raunin er bara sú að ég er ekki mjög actifur bloggari, hef oft ekkert að segja og stundum nenni ég ekki að segja þaðWoundering

Mig hlakkað mikið til að fá páskafrí það fyrsta í 4 ár, þar sem páskafríið var langt ákváðum við að leggja land undir fót og fara til tengdó á Grenivík og dvelja hjá þeim um páskana.  Eðvarð var spenntur, Axel var mjög spenntur og ég svona "temmilega" spennt.  Við ætluðum að fara á skírdag en þar sem veðurspáin var ekki góð frestuðum við því fram á föstudaginn langa.  Aðfaranótt laugardags fékk ég ælupest dauðans Sick ég var svo lasin, það leið yfir mig tvisvar, Axel þurfti að fylgjast með mér þegar mér varð "mál að æla" svona til að hirða mig upp af gólfinu.  Allann laugardaginn svaf ég til að jafna mig eftir þetta.  Á páskadag vaknaði Eðvarð með hálsbólgu og næstum 40 stiga hita, hann varð svo algjörlega raddlaus, hann varð mjög fúll að vera veikur á páskunum, hann hafði meira að segja ekki lyst á páskaegginu.  Ég var farin að hlakka til að komast heim aftur, ætlunin var að leggja í hann á mánudeginum, en aðfaranótt mánudags fór Axel að æla svo að við ákváðum að fresta heimför til þriðjudags þá um nóttina fór Eðvarð að æla þá fékk ég alveg nóg.  Þriðjudag var Eðvarð með 39,5 í hita, fékk 2 stíla og svo var lagt af stað heim, en hvað það er gott að koma heim til sín eftir svona páskafrí eða á maður að segja veikindafrí.  Ég og Axel erum búin að ná okkur en hann aumingja Eðvarð er en lasin, ætla að fara með hann til læknis á morgun til að ath hvort hann er með streptococca.

Ég hef ekkert náð að hreyfa mig í um viku, það er ekki nógu gott, ég er frekar hrædd við það, held að ef það líða margir dagar án hreyfingar þá get ég orðið kærulaus, verð að drífa mig!!!!

jæja nóg að sinni, meira síðar

kv

Hrafnhildur í pestabæli


Hveragerði og vigtun

Fór í Hveragerði í gær, núna mætti fyrirlesarinn, þetta var bara góður fundur um lífsstílsbreytingar versus megrunarlyf og aðgerðir.  Merkilegt hvað það hafa mörg megrunarlyf verið á markaði og þeim oft "hent" á markað án mikillar rannsóknar.  Oft voru miklar aukaverkanir sem leiddu fólk jafnvel til dauða.  Einnig var mikið rætt um þessar hjáveituaðgerðir sem svo margir eru að fara í.

Síðan var stigið á vigtina og hún er en á niðurleiðSmile núna eru samtals farin 11,3 kg, ég er bara ánægð með það.  Ég hef samt undanfarið laumast í súkkulaði, verð að taka á því þó að páskarnir séu framundanAngry

kv

Hrafnhildur


Nýjustu fréttir

Komið þið sæl

Mikið hefur verið að gera hjá mér undanfarnar 2-3 vikur.  Hún Hanna systir kom til landsins og til að fæða frumbrðinn sinn, það gerði hún 14 feb og það gekk alveg ljómandi vel.  Það er sérstakt að taka á móti hjá systur sinni, í hríðunum var eins og hún væri ekkert skyld mér, hún var eins og einhver kona sem ég hafði aldrei hitt áður.  En þegar barnið var að renna í heiminn komu aðrar tilfinningar fram, erfitt að útskýra það, en mig langaði mest að skæla af gleði.  Síðan kom þessi nýja fjölskylda heim til mín, það var ekki leiðinlegt, það var svo gaman að fylgjast með drengnum stækka og dafna.  Rúmlega viku eftir fæðingu fékk hann nafnið Hugo Þór sem mér finnst fallegt nafn.  Síðasta sunnudag fóru þau aftur út til London, mér fannst erfitt að kveðja þau á flugvellinum, það var svo notalegt að hafa þau hérna þrátt fyrir að svolítið þröngt hafi verið, en ég skil það vel að þau vilji fara í sitt kot, maður er bara eigingjarn.  Núna er tómlegt í kotinu hérna í Hraunbænum, við söknum þeirra öll, Eðvarð talar um að hann sakni þess að geta ekki haldið á Hugo.  Við erum staðráðin að gera innrás til þeirra í sumar, þá verður gaman.

Núna sit í við tölvuna til reyna að klára grein sem ég og Sía ljósmóðir ætluðum að vera löngu búin með, hún á að birtast í næsta ljósmóðurblaði.  Ég hef hreinlega ekki gefið mér tíma til að klára þetta en núna verður þetta að klárast.

Ég hætti á 50% næturvöktum í vinnunni núna 1 mars, er ekki alveg farin að átta mig á því enn þá.  Núna þarf ég að fara að taka kvöldvaktir, vonandi man ég eftir að mæta á þær á réttum tíma, hef ekki tekið kvöldvakt í bráðum 4 ár.

kv Hrafnhildur

IMG_0758

Læt fylgja eina mynd af honum Hugo Þór


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband