Frá Hveragerði

Nú er ég búin að vera 3 daga í Hveragerði, það hefur ekki legið nógu vel á mér í þessari dvöl, ég hef verið alveg í ónýtu rúmi og er því að drepast í bakinu og mjöðmunum, ég fékk eggjabakkadýnu fyrstu nóttina en það hjálpaði ekki síðan fékk ég tempur dýnu í gær og það er þó skárra en ég er en eftir mig sérstaklega í mjöðmunum, ég hef ekki getað beitt mér út af þessu.  Ég er búin að tuða mikið yfir þessu, að þetta blessaða heilsuhæli skuli ekki bjóða sínum skjólstæðingum, sem eru oft að koma vegna stoðkerfisverkja, almenninleg rúm. 

Það eru frekar lélegar heimtur úr hópnum mínum, við byrjuðum 9 fyrir ári og mættum bara 3, þetta eru bara naglarnir í hópnum, 3 konur.  Það hefur tíðkast að í lokavikunni sé farin löng ganga, oft fjallganga og planið er að fara í hana á morgun.  Ég hlakka til en hinar í "hópnum" eru með einhvern kvíða í maganum, ég er búin að segja þeim að við þurfum ekkert að hlaupa þetta, bara fara hægt og stoppa oft.  Farið verður af stað klukkan 9 í fyrramálið með nesti og áætlað að koma heim fyrir hádegismat.

Að lokum ætla ég aðeins að lýsa frati á þessa glæpamenn sem voru í kaupþingbanka, þeir hafa bara ætlað að taka þátt í gróðanum en ekki tapinu, hvað með alla hina?  Þeir eiga að svara til saka og þeir eiga aldrei að taka að sér svona ábyrgðarstöðu aftur, þetta eru glæpamenn!!!!!

Kv

Hrafnhildur í Hveragerði


Bloggsíðan eins árs

Nú er orðið ár síðan ég fór að blogga sem þýðir að þar er að verða ár síðan ég byrjaði í átaki í lífsstílsbreytingu.  Á morgun fer ég í loka endurkomu í Hveragerði, verð í viku þá verður uppgjör, eða þannig.  Á þessu ári hefur maður aðeins tekið til í hausnum á sér, endurskoðað margt, ég borða nú nammi með allt örðu hugarfariLoL thíhíhíhí.  Mesta breytingin hjá mér að ég næ að halda hreyfingunni inni en hef ekki náð að koma reglu að mataræðið en það hlýtur að koma.  Mér finnst bara spennandi tilhugsun að klára þetta prógram, ég held að ég hafi í heildina staðið mig ágætlega.

kveðja til ykkar og takk fyrir allann stuðninginn undanfarið ár

Hrafnhildur


Hafa allir verið á neyslufyllerý?

Komið þið sæl

Í dag var ég að opna póstinn minn eftir erfiða helgarvaktir og opnaði eftirfarandi póst sem ég leyfi mér að birta í heild sinni, ég get ekki verið meira sammála honum, endilega lesið hann.

Hvern fjandann er fólkið að meina?

Starfs míns vegna neyðist ég til að lesa kreppufréttir daginn út og daginn inn. Auðvitað finnst mér þetta alveg hræðilegt og allt það en það er eitt sem ég skil ekki. Flestir tala um að nú sé kominn tími til að sinna börnunum sínum, fjölskyldu og vinum. Hvað í andskotanum heldur þetta fólk að íslenskur almenningur hafi haft fyrir stafni? Skyldi það ætla að við höfum verið viti okkar fjær og stigið trylltan dans í kringum gullkálfinn á meðan börnin okkar, vinir og ættingjar lágu óbættir hjá garði? Umkomulausir og einmana þar sem enginn hafði nokkurn tíma fyrir þá? Ég sjálf og allir sem ég þekki hafa nú verið uppteknir af því að vinna fyrir sér, að vísu ekki að vinna fyrir bankastjóralaunum heldur bara svona til að eiga fyrir salti í grautinn. Þessi sauðsvarti almúgi sem ég þekki hefur bara hugsað vel um börnin sín, takk fyrir. Hringt í vini og ættingja og heimsótt þá jafnvel ef sérlega vel hefur legið á fólki. Mér finnst þessi umræða gjörsamlega fáránleg. Það er verið að slá ryki í augun á okkur með því að við getum nú gert svo margt gott og nytsamlegt þótt búið sé að ræna okkur aleigunni og marga starfinu. Nú þakkar maður fyrir það helst að hafa þó vinnu. Það er verið að koma inn hjá okkur samviskubiti, að við höfum nú ekki hugsað sem best um þá sem næst okkur standa. Nú þegar við erum orðin atvinnulaus og blönk getum við allavega gefið okkur tíma að sinna börnunum í stað þess að æsa okkur yfir því að það sé búið að svipta okkur aleigunni og atvinnunni. Við eigum nefnilega ekkert að vera að velta okkur upp úr því hver sé ástæðan fyrir þessum hremmingum, við erum hvort eð er svo vitlaus að við munum aldrei geta skilið að þetta var eiginlega alveg óvart og mönnum í útlöndum að kenna. Hvað er svo sem að marka einhverja aumingja sem eiga ekki einu sinni part í þyrlu? Ég fyrir mína parta ætla að halda áfram að sinna börnunum mínum, ættingjum og vinum. En ég ætla líka að vera reið, alveg fjúkandi vond, og ekki hætta fyrr en ég hef fengið svör við því hvernig í andskotanum allt gat farið hér til helvítis á einni nóttu.

Afsakið orðbragðið.

Kona.

Hvað finnst ykkur um þetta?
kv
Hrafnhildur

Pósturinn

www.postur.is

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað pósturinn hefur verið að auglýsa mikið í sjónvarpinu, ég veit ekki hvort aðrir hafa tekið eftir því.  Þetta eru leiknar auglýsingar sem er að mínu mati alveg hrútleiðinlegar.  En af hverju er pósturinn að auglýsa svona mikið?  Það er ekki eins og það séu mörg fyrirtæki í samkeppni við hann, eða hvað?  Mér finnst að pósturinn eigi að spara þessa peninga sem kostar að gera svona auglýsingar og lækka hjá sér gjaldskránna í staðin, þetta eru alveg tilgangslausar auglýsingar!!!!!!

Smá mótmæli í kreppunni

Hrafnhildur


Hitta og þetta

Undanfarna mánuði hef ég bloggað mest um eitthvað annað en það sem snýr beint að sjálfum mér, ég stofnaði þetta blogg til að upplýsa mína nánustu um lífstílsbreytingu sem hófst fyrir tæpu ári síðan.  Mest hef ég bloggað um kjarabaráttu ljósmæðra og ástandið í þjóðfélaginu þessa dagana.  En nú er best að snúa sér að segja aðeins frá mér.  Ég hef verið dugleg í haust að hreyfa mig, farið í ræktina 2-5 sinnum í viku allt eftir því hvað ég er að vinna mikið.  Mér gengur alltaf illa að koma reglu á mataræðið, ég borða svo óreglulega og svo mikið loksins þegar ég borða.  Borða t.d. alltaf lítið fyrr partinn en svo verður svona ein stór samfelld máltíð frá 5-9 á kvöldin.Blush  Það gerist að vísu ekki á hverjum degi en allt of oft.  Ég fór í Hveragerði fyrir viku síðan og vigtin er en á leiðinni niður þrátt fyrir þessa mataróreglu hjá mér Það eru samtals farin 12,6 kg síðan ég byrjaði, ég ætlaði að missa 20 kg á þessu ári en það næst sennilega ekki.

Bið að heilsa ykkur

kv

Hrafnhildur


Krepputal og frystikista

Halló

Það er nú meira ástandið á Íslandi, í hvert sinn sem maður opnar fréttir þá heyrist bara kreppa, kreppa og meiri kreppa.  Mér fannst svolítið spaugilegt í morgun þá var Gissur fréttamaður á Bylgjunni að reyna að finna jákvæðar fréttir þá fór hann í bændablaðið og fann þar jákvæðar fréttir um betri sprettu í sumar, þyngri dilka, betri kornuppskeru og fl.  já engin kreppa hjá bændum, eða hvað?

Til að breyta aðeins innkaupum þá ákváðum við hjónin að fjárfesta okkur í frystikistu, við erum búin að búa saman í 10 ár og aldrei eignast frystikistu.  Núna er planið að fylla hana af slátri og kjöti úr sveitinni, nýjum fisk frá tengdó, byrgja sig upp af kjúkling ef einhver tilboð koma og fleira.  Við ath verð á netinu of fundum að ódýrustu kisturnar voru í ELKO, aldrei þessu vant átti ég pening og ákvað að staðgreiða kistuna því eins og Páll Óskar segir í einni auglýsingu "þá fær maður meira kikk út úr því að safna og eiga fyrir hlutunum en að taka lán".  Mér fannst alveg sjálfsagt að ég myndi fá staðgreiðsluafslátt af svona vöru sem kostar um 60 þús. en NEI það fékk ég ekki.  Ég var alveg bit, mér var sagt að ef ég finndi þessa vöru á lægra verði myndi þau endurgreiða mismuninn, eins og ég nenni eitthvað að fara búð úr búð að kíkja á frystikistur þegar ég er búin að kaupa mér hana, svo er bensínið orðið svo dýrt að ég tími ekki að keyra á milli staða til að ath verð.  Ég staðgreiddi samt og með fýlusvip fór ég út úr ELKO, sá mest eftir því að hafa ekki borgað með VISA og millifært strax inná kortið þegar ég kæmi heim bara svo að þeir myndu ekki fá peninginn strax.  En kistan er komin heim og ég er strax byrjuð að safna mat í hana, ætla einmitt að hafa slátur í matinn í kvöldTounge

Ég vona bara að fólk fari ekki í þunglyndi yfir þessu ástandi.

kv

Hrafnhildur í kreppu


Málamiðlun

Halló

Það er gaman hvað ég á margar "laumuáðdaéndur" sem lesa bloggið en kvitta ekki ég er alltaf að hitta fólk sem segist hafa gaman að lesa sem ég skrifa.  Ég sem að hélt að það væru bara örfáir sem nenntu að lesa þetta raus í mér, en það er bara gaman af þessuWink.

Nú er búið að lenda "stóru ljósmæðradeilunni" kom fram miðlunartillaga frá sáttarsemjara sem var samþykkt.  Ég er svona smá hugsi yfir þessari tillögu, auðvitað er þarna ákveðin krónutöluhækkun og ekki er ég að gera lítið úr henni.  En ég sakna vísindasjóðsins og 55 ára regluna en auðvitað þarf að selja eitthvað í svona samningum.  Í raun finnst mér að það eigi nánast að vera í landslögum að vaktavinnufólk 55 ára og eldri eigi að vera undanþegin næturvöktum.  Fólk sem er búið að vinna vaktavinnu í 30-40 ár á skilið að hætta næturvöktum það er bara mitt álit.  Lögreglumenn fá að hætta á nv á vissum aldri og mér er sagt að það dragi úr kennsluskyldu við vissan aldur hjá kennurum og mér finnst það líka í lagi, en af hveru ekki við?

Samninganefndinni fannst þær ná miklum árangri að fá samninginn afturvirkan frá 1. ágúst og ég trúði því alveg.  Stuttu síðar komu fréttir að kjaradómur hefði dæmt embættismönnum (þe meðal annars alþingismönnum, forsetanum og prestum) launahækkun frá 1. maí.  Svo koma þeir fram í fjölmiðlum eins og fórnarlömb sem hafa fengið á sig dóm, "við ráðum engu um þetta, þetta er bara dómur sem fellur" er sagt.  Þarna er engin að tala um verðbólgu eða þjóðarsátt.

Það má ekki túlka að ég sé óánægð með samninganefnd ljósmæðra, alls ekki.  Þær stóðu sig alveg frábærlega á þessum maraþon-fundum og að upplýsa okkur ljósmæður. 

Kv

Hrafnhildur sem er fegin að vera ekki í verkfalli


KLUKK

Sunna vinkona mín klukkaði mig um daginn, öll orkan hefur farið í kjaradeilu ljósmæðra en nú er ég búin að setja það á hold þó að mig langi mikið að skrifa um þessa miðlunartillögu, en ég má það ekki því þá gerist ég lögbrjótur og það vil ég ekki. En nú er að snúa sér að KLUKKINU

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

  • Garðyrkjustörf á Gróðrarstöðinni Laufskálum í Stafholtstungum
  • Sjúkraliði á sjúkrahúsinu Stykkishólmi
  • Hjúkrunarfræðingur á sjúkahúsinu á Akranesi
  • Ljósmóðir á fæðingadeild Landsspítala

Fjórar Bíómyndir sem ég held upp á

  • Með allt á hreinu
  • Forest Gump
  • Allar "Líf myndirnar" (nýtt líf, dalalíf og löggulíf)
  • Stella í orlofi

Fjórir staðir sem ég hef búið á

  • Hundastapi á Mýrum
  • Akureyri
  • Lundi í Svíþjóð
  • Reykjavík

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

  • Trúðurinn (danski)
  • Grays Anatomy
  • Desperate Houswifes
  • Næturvaktin og vonandi Dagvaktin líka

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium

  • Barcelona
  • London
  • Portugal
  • Ferðast um nánast allt Ísland

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

  • mbl.is
  • visir.is
  • spron.is
  • ljosmodir.is

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

  • Lambakjöt
  • Ungversk gullashsúpa
  • Heimagerð pitsa
  • rjúpan á jólunum

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

  • Ég les ekki mikið, man ekki eftir neinni bók sem ég hef lesið oft.

Fjórir bloggara sem ég klukka:

  • Hanna systir
  • Guðbjörg
  • Inga ljósmóðir
  • Hrafnhildur og Einar í Sverige

Kveðja til ykkar allra

Hrafnhildur Ólafsd


 


Árni og Gulli ráða Storkinn til starfa!!!

Spottid

Sælt veri fólkið

Ég rakst á þessa frábæru mynd í Fréttablaðinu í dag, þarna eru þeir félagar Árni og Guðlaugur að ganga frá samningi við Storkinn því það er auðvitað hann sem kemur með börnin er það ekki LoL  Vonandi segir hann ekki upp ásamt öllum hinum storkunum því þá verður farið í mál við þá.  Orðið Storkurinn er karlkynsorð svo að hann hlýtur að vera á góðum launum því skv. nýjustu upplýsingum er kynbundinn launamunur að aukast, kannski er hann á svipuðum launum og dýralæknar.

Ég sá viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu í hádegisfréttunum í dag.  Þar talaði hún um að ríkisstjórnin hefðu skilning á kröfu ljósmæðra um launaleiðréttingu en það er ekki þar með sagt að 25% launahækkun sé það sem koma skal.  Hún átti bara eftir að bæta við "frekjurnar ykkar"  Þessi gamla kvennalistakona er alveg búin að gleyma öllum stóru orðunum sem hún hafði fyrir kostningar.

Áfram ljósmæður

kv

Hrafnhildur sem er búin að hafa mikið að gera í verkfallinu. Sendum samninganefndinni góða strauma, þau sitja á fundum núna.


Frá samninganefnd ríkisins

Komið þið sæl og blessuð.  Ég þakka fyrir góð viðbrögð við síðustu bloggfærslu, núna verður maður bara að halda áfram.  Ég sá á mbl.is frétt um kjarabaráttu ljósmæðra og vitnað í Gunnar Björnsson eftirfarandi: 

Gunnar segir að ríkið hafi aldrei lagt eingöngu menntun til grundvallar við mat á störfum. Miklu frekar sé horft til eðli starfa. Hann bendir á að fyrir 10 árum hafi þessi mál verið rædd við ljósmæður og þá hafi þær lagt áherslu á að ljósmæðrum yrði ekki mismunað í launum eftir því hvað þær hefðu mikla menntun að baki, en elstu ljósmæðurnar hafa ekki verið í 6 ára háskólanámi eins og þær yngri.

Hvað meinar hann þegar hann talar um "eðli starfa", finnst honum störf ljósmæðra vera þess eðils að ekki beri að koma til móts við kröfur þeirra?  Að þetta séu frekar ómerkileg störf og það verði í lagi að nýliðunin í stéttinni verði lítil komandi ár vegna lélegra launa? 

Svo spyr ég á ekki að koma til móts við okkar kröfur vegna þess að "elstu ljósmæðurnar hafa ekki verið í 6 ára í hóskólanámi eins og þær yngri".  Mér finnst þetta alveg ótrúlegt, ég veit ekki betur en að það hafi gerst hjá þeim stéttum sem hafa lengt námið að þá hafi öll stéttin grætt á því.  Þá get ég nefnt kennara og lögfræðinga, þessar stéttir hafa lengt námið sitt og fengið ákveðna leiðréttingu sinna launa sem hefur gengið jafnt yfir alla hvort sem þeir voru með langt háskólanám eða ekki, ég  blæs bara á svona rök. 

kv

Hrafnhildur Ólafsd


mbl.is Allt í rembihnút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband