Jólin alveg að koma

Langt síðan að ég hef gefið mér tíma til að blogga, við höfum verið á fullu í jóla- og afmælisundirbúningi.  Ég ákvað það allt í einu að mála 2 herbergi, ég sagði við sjálfan mig að ég yrði nú enga stund að því.  Ég var búin að gleyma hvað þetta tekur alltaf langan tíma, að pússa, spasla og pússa aftur svo að setja límband meðfram öllu.  Svo var mesta vinnan að raða öllu inn í herbergin aftur, fara í gegnum dót og flokka og henda.  Vegna þessara anna hef ég lítið komist í leikfimi, er að verða 3 vikur síðan ég dreif mig síðast í ræktina og er ég ekki ánægð með það.

Um síðustu helgi var haldið upp á afmælið hans Eðvarðs, hann er að verða 8 ára þann 20 des.  Afmælið var fyrir ættingja og var svo skemmtilegt.  Eðvarð var nú samt á því í lok dags, þegar við vorum að laga til, að halda jafnvel ekki upp á afmælið fyrir ættingja á næsta ári, hann á 3 frændur í sveitinni sem eru 1,3 og 5 ára sem finnst dótið hans spennandi og þurfti að gá hvað væri í öllum kössum og hvernig gerir maður það?  Jú með því að sturta úr öllum kössunumWink   En þegar frá líður var hann mjög sáttur með þessa afmælisveislu.  Afmæli fyrir bekkinn verður haldin á föstudaginn.

Ég er nú svo mikið jólabarn að ég er þ.a.l orðin mjög spennt, ég er nánast búin að gera allt, á eftir að hnýta nokkra lausa enda og pakka inn.  Búið er að skreyta nokkuð og planið er að setja upp jólatréið fyrir helgi, við höfum reynt að gera það fyrir afmælið hans Eðvarðs undan farin ár.

Jólakveðja til ykkar

Hrafnhildur jólabarn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman að sjá færslu frá þér. Já ótrúlegt hvað það er seinlegt að undirbúa málingarvinnu....... en samt er það þannig að mér finnst skemmtilegra að mála en að gera hreint!!!

Guðbjörg (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 19:54

2 identicon

Summan af átta og nítján?  Þarf maður að vera eldflaugasérfræðingur til að kvitta í getabók á þessu bloggi?   Takk fyrir skemmtilega lesningu á þessu bloggi.  Bestu kveðjur úr Hjálmalandi.  Guðni

Guðni Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 19:13

3 identicon

hæ hæ

Ég ætla bara að senda smá jólakveðju á ykkur fjölskylduna. Og afmæliskveðju til töffarans.

Gleðileg jól og vonandi sjáumst við nú eitthvað á næsta ári.

Magga og gengið

Magga og co Borgarnesi (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 09:55

4 identicon

hallo i franskri jolastammingu, eg er ad innleida brunadar kartoflur her,

hafid tad gott;

hanna og co

Hanna (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband